Færslur: 2007 Maí30.05.2007 18:46Engill á himniElskuleg systir mín, Ásta Lovísa, andaðist á Líknardeild Lsp í Kópavogi fyrr í dag. Fjölskyldan vill senda þakkarkveðjur fyrir allan stuðninginn, hlýhug og falleg orð. Þið gáfuð Ástu ómetanlegan styrk í baráttu hennar. Með fyrirfram þökk og virðingu, Daði bróðir 27.05.2007 22:56ÓskEins og margir hafa eflaust séð fengum við ósmekklega athugasemd við bloggfærslu okkar hér fyrr í kvöld. Ég hef nú fjarlægt þau komment og bið þá aðila, sem ekki eru sáttir við það sem hér fer fram, að blogga á eigin síðum og láta okkur í friði. Með kveðju, Daði bróðir 27.05.2007 12:53BaráttujaxlÁsta náði að hvílast vel í nótt. Aukið við lyfjameðferð daglega til þess að láta henni líða sem best. Lifrarbilunareinkennin aukast með hverjum degi en baráttuþrek Ástu eykst því samhliða. Börnin eru í heimsókn í þessum töluðu orðum og tekst þeim alltaf að kalla fram það besta í mömmu sinni. Ásta þakkar allar kveðjurnar og fallegu orðin, en kveðjurnar eru lesnar upp fyrir hana á hverjum degi, að hennar eigin ósk. Sendir kossa og knús á línuna (hennar eigin orð) og segist ekki vera tilbúin í að leggja árar í bát. Með kveðju, Daði bróðir 25.05.2007 14:34Svaf eins og engillEftir betri og öflugri verkjameðferð átti Ásta loksins góða nótt. Svaf eins og engill og án verkja. Ásta er meira vakandi í dag en áður og líður vel. Hefur getað borðað aðeins og náð að spjalla við nánustu og átt góðar og fallegar stundir með börnunum. Starfsfólkið og umhverfið hér á líknardeildinni er yndislegt. Hún kastar kveðju til ykkar allra með þakklæti og virðingu. Með kveðju, Daði bróðir 23.05.2007 20:04Fréttir af ÁstuÁsta hefur verið með töluverða verki síðustu daga og ekki náð góðum svefni. Eftir niðurstöður rannsókna gærdagsins og í dag var ákveðið í samráði við Ástu að flytja hana á Líknardeild LSP. Aðstæður og umhverfi fyrir sjúklinga og þeirra nánustu er mun betra þar. Ásta vill þó koma á framfæri að hún lítur alls ekki á þetta sem endastöð og neitar alfarið að gefast upp. Kveðja, Daði bróðir. 22.05.2007 13:48FyrirbænirHef sorglegar fréttir. Ásta Lovísa er mjög veik eins og stendur. Er komin í lifrarbilun sökum meinvarpanna. Heldur áfram í rannsóknum í dag. Hún vildi koma því á framfæri að hún væri ekki tilbúin í að gefast upp. Bið ykkur öll um að hugsa til hennar og senda fallegar hugsanir. Ef einhvern tíman er þörf, þá er stundin núna. Daði bróðir 21.05.2007 17:22BakslagSkrifa aftur fyrir hönd systur minnar. Líðan hennar verið að versna undanfarna daga. Ásta hitti krabbameinslækninn sinn seinni partinn í dag og í kjölfar þess ákveðið að leggja hana inn á krabbameinsdeildina til frekari rannsókna. Ásta sendir kveðjur og hefur beðið mig að láta ykkur vita þegar við vitum meira. Kveðja, Daði bróðir 20.05.2007 14:33Úppps ..sorry... Betra seint en aldrei ;)Það er orðið ALLT of langt síðan ég bloggaði síðast... Sé að ég er búin að valda sumum kvíða og áhyggjum.. sorry ! Ég er búin að vera frekar óþekk og vera sama og ekkert heima frá morgni til kvölds alla daga og því ekkert við tölvu. Ég fékk allt í einu æði í að gera allt annað en að vera heima ... Hefði betur átt að slaka aðeins því ég fékk þetta allt í hausinn tilbaka. Í gær varð ég þreföld eins og önd um allan líkamann af bjúgi og líkaminn sagði bara stopp. Er komin á þvagræsislyf til að reyna að losa þetta og má voða lítið labba...NAUGHTY ME . Það var bara eins og ég fengi vítamínssprautu í rassgatið og langaði bara að gera allt . Ég er líka búin að vera í mikilli andlegri vinnu með hjálp góðra manna. Ég hef lært meira á þessari viku en ég hef gert leeeeeengi.. Ég er því miður rosalega föst í fortíðinni og framtíðinni og gleymi að lifa í deginum í dag, njóta hans og vera þakklát fyrir að vera á lífi Í DAG ! Ég er allt of föst í gamalli gremju og gremjast út í gamla syndir mínar og annarra í minn garð. Ég er að reyna að taka utan um þetta allt, knúsa þessa gremju og sleppa henni aftur fyrir mig og SLEPPA TÖKUNUM í eitt skipti fyrir öll. Það er bara dagurinn í DAG sem skiptir máli og ég lifi í honum brosandi og glöð... Er því farin að byrja daginn á því að biðja um góðan dag og setja bros í hjarta mitt og opna fyrir hjartastöðina. Ég er allt of föst í höfuðstöðinni en á að vera í hjarta og VÁ þetta virkar. Verðið að prufa án gríns . Ég verð eiginlega að segja ykkur fyndna sögu. Ég fór um daginn í búðina Betra líf í Kringlunni og var að kaupa einhverja steina og spil með svona spakmælum á. Þegar ég kem heim þá er ég að taka upp úr pokanum og viti menn þarna laumaðist bók með sem heitir Fyrirgefning sem ég ætlaði mér ekkert að kaupa en bókin ætlaði greinilega með mér heim . Það sem fyndnast við þetta allt saman er að það stendur í henni að þessi bók hafi örugglega komist í hendur mínar af tilviljun og þetta væri leið Guðs að ná til manns þegar maður þyfti mest á þessu að halda. Ég er alveg heilluð af henni og er alltaf með hana í höndunum. Þessi bók er bara ég og hvernig lífi ég hef lifað. Þarna er manni kennt að taka allt svona fortíðardót, gera það upp, fyrirgefa og halda áfram í deginum í dag. Ekkert smá fyndið . Miðað við allt þá er ég ótrúlega glöð í hjartanu mínu þessa dagana og vonandi heldur það bara áfram. Mér líður rosa vel, lítið um verki og er alveg ótrúlega ástfangin . Ég er í raun ennþá svífandi á mínu bleika skýi og njóta þess að vera á lífi í dag. Ég skal lofa að bæta úr bloggleysinu mínu.. Ætlaði ekki að láta fólk halda að eitthvað mikið væri að þegar ég þeysist um allan bæ á mínu bleika hamingjusama skýi Knús á ykkur og prufið að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað... Er það DÍLL ??? Knús og liðið Tjá tjá Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu 15.05.2007 15:45Ljósið í myrkrinu, ljósið í lífi mínu...Þó að ég hafi fengið hræðilegar fréttir í New York ... Gerðist jafnframt dásamlegur hlutur í mínu lífi . Mig hefur mikið langað til að segja ykkur frá þessu fyrr en beit í tunguna á mér þar sem ég vildi segja fyrst vinum og ættingjum. Ég hef yndislegar fréttir að færa ... Nú er ég opinberlega heitbundin kona . Ég og Diddi minn trúlofuðum okkur á veitingastaðnum Rainbow Room í Rockafeller Center á 86. hæð. Það er veitingastaðurinn sem t.d myndin Sleepless in Seattle er að hluta til tekin upp. Aðstæður okkar eru skrítnar hvernig sem á það er litið en þetta var bara eitthvað sem að ég þráði svo rosalega á þessum tímapunkti í mínu lífi og þar sem ég elska þennan strák. Langaði rosalega að deila með ykkur þessum frábæru fréttum .... I´M OFF THE MARKET !!!! Ég er ekki mikið kvalin þessa dagana.. Kannski er ég ennþá svífandi um á mínu rómantíska skýi.. Allavega þá virðist það virka vel ... Því mér líður svakalega vel og er hamingjusöm og hef verið það síðustu daga. Langaði að kasta kveðju á liðið.... Haldið áfram að vera góð við hvert annað. Knús og klemmm Kv Ásta Lovísa nýtrúlofaða 12.05.2007 21:44Mætt aftur á svæðiðLoksins kom að því.. Er núna sest fyrir framan tölvuna og farin að skrifa nýja bloggfærslu. Síðustu dagar hafa verið mér erfiðari en ég hef nokkurn tímann upplifað áður. Ég var svo full bjartsýnar og vonar og allt í einu sprakk blaðran og ég sé enga leið út. En viti menn mér er nákvæmlega sama hvað hver segir. Ég ætla mér að lifa meira en nokkra mánuði. Það er ekkert hægt að segja svona og ákveða að þessi x manneskja eigi þessa x marga daga eftir. Við erum jafn misjöfn eins og við erum mörg og ég er ákveðin að taka einn dag í einu og lifa sem lengst. Ég er búin að ræða við tvö elstu börnin mín. Úskýra fyrir þeim alvarleikann sem við mér blasir núna. Þau verða að vita alla möguleikana og vera undir það búin. Ég hélt svei mér þá að hjarta mitt myndi kremjast trillján sinnum á meðan. Að sjá alla hræðsluna og örvæntinguna í litlu augunum þeirra og öll litlu tárin og geta ekki sagt neitt til að draga úr sársaukanum. Get rétt ímyndað mér hvernig litlu skinnunum líður.... Úffffff lífið er svo ósanngjarnt eitthvað. Ég vil ennþá trúa að ég eigi von. Ég vil ennþá trúa að ég eigi eftir að gifta mig eftir nokkur ár, ferma börnin mín o.s.frv .. o.s.frv. Ég ætla mér og ég skal !! Knús á línuna og takk fyrir allar fallegu kveðjurnar Kv Ásta Lovísa 09.05.2007 18:58SorgarfréttirSkrifa í dag fyrir hönd systur minnar sem treystir sér ekki til að skrifa. Læknarnir höfðu samband. Meinvörpin þekja nú 60% af lifrinni og það sem verra er sjást nú skýr merki þess að krabbameinið situr á fleiri stöðum í líkamanum. Læknarnir í NY geta því ekki hjálpað, hvorki með skurðaðgerð né lyfjameðferð. Sjúkdómurinn er ólæknandi og að sögn þeirra á Ásta nokkra mánuði eftir ólifaða. Ráðlögðu þó ákveðinn lyfjakokteil heima á Íslandi með von um svörun. Við erum á heimleið á morgun og er næst á dagskrá að hafa samband við læknana á Íslandi til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að lengja þennan tíma. Ásta þakkar kærlega fyrir veittan stuðning og hlýhug og sendir kossa á línuna. Ásta biður um smá tíma til að melta þessi tíðindi í friði, þ.e. fyrir SMS og símhringingum. Hún mun skrifa ykkur eins fljótt og hún treystir sér til. Með kveðju og þökk, Daði bróðir 09.05.2007 11:48Svar óskastFengum því miður ekkert svar í gær. Biðum og biðum en án árangurs. Klukkan er núna 8 að morgni og erum við á leið niður á sjúkrahúsið til þess að fá svör. Dálítið sérstök framkoma undir þessum kringumstæðum. Látum ykkur vita um leið og við heyrum eitthvað. Vonandi fljótlega. Kveðja, NY-farar 08.05.2007 19:22Engar fréttir ennþá... :(Erum búin að sitja við símann í allan dag og höfum ekkert frétt ennþá.. Því miður . Ég bara varð að setja inn blogg því ég veit að það eru svo margir að bíða og bíða eins og við hér og ég er að fá endalaust sms. Æji mér finnst pínu vont að vita ekkert og þeir sögðu í gær ætla að hringja á morgun .. Ekkert um tímasetningar eða neitt. Klukkan hér núna er 15:19 þannig að ég get ekki ýmindað mér að þeir vinni mikið lengur í dag. Hvað ef þeir hringja svo ekkert í dag ??? Þá mæti ég þarna upp eftir strax í fyrramálið. Það er alveg á hreinu !!! Ef ég má vera hreinskilin þá finnst mér þetta pínu furðuleg vinnuaðferð.. Vitandi að ég er þetta veik og komandi frá Íslandi. Sorry þið bara verðið að afsaka taugarnar þær eru alveg að fara með mig. Svaf lítið vegna spennings .. Eðlilega !! Um leið og ég heyri eitthvað hvort sem það verður á eftir í eða í fyrramálið .. Svei mér þá... Þá læt ég ykkur vita. Pirrings kveðjur frá Ástu 07.05.2007 20:38New York.... New YorkHæhæ nú blogga ég hérna beint frá stóra eplinu !! Ferðin hingað í gær gekk þrusu vel fyrir sig . Allt stóðst sem átti að standast þannig að ég var ennþá vel hress þegar við náðum á leiðarenda. Í morgun mætti ég, Diddi og Daði bróðir saman á Sloan Kettering Centerið og þurftum að fylla ennþá meira fjall af pappírum. Eftir það hitti ég læknana og var send í blóðprufu, CT Scan af kviðarholi og lungum. Ekkert smá gott að þessi dagur hafi loksins gengið í garð. Ég er búin að vera brosandi allan hringinn þrátt fyrir að dagurinn hafi tekið á ... Þetta var bara svo svakaleg upplifun eitthvað. Umhverfið hérna er eitthvað svo allt öðruvísi heldur en maður er vanur heima. Á morgun fáum við að vita út úr myndunum. Hittum læknana reyndar ekki.. Heldur eigum við að bíða eftir símtali frá þeim. Myndirnar segja allt sem segja þarf um framhaldið og hvað hægt sé að gera. Þannig að við sitjum hérna með krosslagðar fingur og vonum eftir góðum fréttum á morgun. Ef meinvörpin eru ennþá bara í lifrinni þá talaði Dr. Angelica að mín besta von um einhver framför væri að fá brunn beint í lifrina. Þá verður það gert hér í NY mjög fljótlega... Jafnvel í þessari ferð sagði hann. Fengum að sjá þennan brunn og VÁ hann er HUGE ... hehehhe... Enda kallaður "Hockey Pökk" hérna úti. Kom mér ekkert smá á óvart hvernig hann lítur út í samanburði við þann litla sem ég er með á bringunni. Honum er komið fyrir á vöðva við mjaðmaspaða, gallblaðran er fjarlægð og snúra sett beint í æð þarna í lifrinni. Mér líður rosa vel .. Verið pínu þreytt og kvalin en samt eitthvað svo glöð og jákvæð . Ég held svei mér þá að ég hefði ekki getað skilið allt sem doksarnir sögðu og þeir mig án þess að hafa Daða "bró" doksa með í för... Það skipti greinilega öllu fyrir mig að hafa hann með þrátt fyrir að ég og Diddi skiljum ágætlega ensku. Hann lenti svo oft að þýða fyrir okkur það sem hinir læknarnir voru að segja og ég var oft eitt spurningarmerki. Þannig að þetta var 100% rétt ákvörðun að hafa hann með í þessari fyrstu ferð .. Þar sem við þurftum að vera að segja læknunum sjúkrasöguna mína aftur og aftur og fram og tilbaka. Ég ætla að láta þessa romsu mína duga í bili .. Þar til á morgun. Munið að krossa fingur fyrir mig og senda mér hugsanir og ég mun gefa upplýsingar um leið og ég kemst í það um framhaldið og útkomu myndanna. Knús heim á klakann Kv Ásta og CO... 05.05.2007 18:21Þórdís Tinna og NYElskuleg vinkona mín hún Þórdís Tinna átti virkilega erfiðan dag í gær. Því miður þá hefur hún greinst með krabbamein að nýju og þarf í stóra aðgerð í næstu viku. Ég veit að þið hafið hjálpað mér rosalega mikið og mig langar til þess að biðja ykkur að hjálpa henni líka ef þið mögulega getið. Hún þarf sannarlega á ykkar stuðning að halda núna og ég grátbið ykkur að stoppa við á síðunum hennar. http://blog.central.is/thordistinna http://68.simnet.is/ Á morgun hefst hjá mér ferðalagið langa til stórborgarinnar NY. Á mánudaginn er rannsóknardagurinn þannig að ég efast um að ég geti sett neitt inn fyrr en á þriðjudag hvernig það fer allt saman. Það er 5 tíma mismunur á milli landana þannig að þegar ég er að mæta í CT kl 14 þá er kvöldmatarleyti hér á Íslandi. Held svo að myndirnar verði ræddar sama dag eða daginn eftir veit það samt ekki alveg á þessari stundu. Er pínu stressuð á að þeir sjái eitthvað sem að hefur ekki sést hér á landi með okkar tækni og verð að viðurkenna að ég er ekki alveg búin að vera upp á marga fiska í dag. Komin í smá spennufall ...Loksins komið að þessu langþráða ferðalagi. Ég hræðist líka að kannski er komið einhver önnur hlið upp sem þeir ráða svo ekki við. Örugglega alveg eðlilegar vangaveltur og hræðsla þegar maður er stanslaust að berjast. Þetta skírist allt betur þegar ég kem þarna út og vonandi gengur þetta bara allt vel. Vil þakka ykkur enn og aftur fyrir stuðninginn því án ykkar allra væri ég ekki á leiðinni til NY. Allavega þá ætla ég að kveðja ykkur í bili og set inn fréttir um leið og ég get eða fengið vinkonu mína til þess. Kv Ásta NY fari
Flettingar í dag: 587 Gestir í dag: 166 Flettingar í gær: 180 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 151029 Samtals gestir: 25837 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:33:21 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is