Færslur: 2007 Mars

07.03.2007 13:07

Blogg er það eitthvað ofan á brauð ???

Úppps... sorry ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu en álpaðist alltaf til að gera eitthvað annað en það

Ég hef það fínt.... Helgin gekk vel fyrir sig og lyfjameðferðin líka. Ég varð ekki svona rosalega veik í þetta skiptið eins og síðast.
Ég reyndar lá andvaka eftir lyfjameðferðina og svaf ekkert í rúman sólahring... Ég reyndi og reyndi að ná einhverjum svefni en það bara tókst ekki . Enda svaf ég eins og hestur síðustu nótt enda orðin alveg búin á því.
 Ég er reyndar búin að vera að sálast í andlitinu. Húðin er gjörsamlega að flagna af, ég er eitt flakandi sár og ég tala nú ekki um þessar skemmtilegu bólur sem ákváðu að droppa við .. pirr pirr. Ég er með þetta út um allt og það er ekkert smá sárt og vont að vera svona. Langar mest til að loka mig inn, skríða undir sængi og vera þar þangað til þetta gengur yfir.... Ég er ekki að ýkja... þetta er ekkert smá mikið .
Doksi setti mig á sýklalyf og ofnæmislyf sem vonandi slá eitthvað á þetta en allavega þá er það ekki farið að gera það ennþá. Það er eins gott að þetta lyf virki eitthvað fyrir mig fyrst ég þarf að þola svona miklar aukaverkanir. Vonandi er þetta allt ekki til einskis.

Tjá tjá

Ásta Lovísa

02.03.2007 15:01

Tjill tjill :)

Ég er búin að gera nákvæmlega EKKERT í dag... Ég haltra eins og gömul rolla og ákvað því að vera bara heima. Ég er með krakkana um helgina þannig að það var í raun bara ágætt að slappa aðeins af í dag áður en litlu ærslabelgirnin mínir koma
Diddi og Lena ætla líka að vera hjá okkur um helgina þannig að það verður nóg að gera.

Það er hræðilegt að sjá á mér andlitið í dag... Eitt af aukaverkunum af nýja lyfinu er bólótt húð ... Fékk aðeins að finna fyrir því líka á Avastininu en... VÁ það er ekkert miðað við þetta. Ég hef bara aldrei fengið svona bólur ... Skrítið að byrja að upplifa það fyrst að ráði þegar maður er að verða 31 árs ... GOD .. Mér finnst þetta ekkert voðalega skemmtilegt en ef þetta lyf virkar þá verður maður að þola þessar árans bólur. Svei mér þá ef manni líður bara ekki eins og ungling again .

Helgin að byrja .. Nóg að gera með fullt hús af börnum og svo er okkur líka boðið í afmæli á sunnudag til Tinnu litlu hennar Haddar systir. Hödd BAKAÐU eitthvað gott handa stóru sys ... Díll ?????

Hafið það gott um helgina snúllurnar mínar

Kv Ásta Lovísa

01.03.2007 17:45

*HÓST* ... Lúði :Þ

Ég ætlaði aldeilis að byrja fersk í ræktinni í morgun. .. Vaknaði og brunaði svaka glöð í ræktina. Fer í afgreiðsluna og kaupi mér þennan fína talnalás til að geta læst skápnum mínum í búningsklefanum. Var eitthvað svo busy við að velja númer á lásinn að ég var ekki alveg að horfa fram fyrir mig og hrundi í orðsins fylstu merkingu niður stigann í World Class .... GOD... Ég get stundum verið alveg út á túni suma daga án gríns ... hehehehe.
Það fór nú lítið fyrir ræktinni þann daginn og næstu daga... Gekk út haltrandi og er kominn með fótinn í vafning. Mjög skemmtilegt eða þannig .
Áiiiii þetta var svooo vont og mér brá svo svakalega út af skurðinum á maganum að ég var heillengi með svima og læti ... Bætti mér það upp með að fá mér að borða þarna meðan ég var að jafna mig ... hehehhe... þannig að dagurinn fór í matarbrennslu en ekki hreyfingarbrennslu .

Kv Ásta klaufabárður # 1
Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 238
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110692
Samtals gestir: 21035
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:08:03

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar