Færslur: 2007 Febrúar02.02.2007 22:09Home sweet home :)Home sweet home :) Ég kom heim snemma í morgunn... Var svo heppin að mér var boðið í 8 daga ferð til New York.... Ekki slæmt það.... og VÁ ég er alveg heilluð af þessari borg. Ég brallaði ekkert smá margt Ég fór með Didda mínum og við þrömmuðum borgina endilanga .. kom sjálfri mér ekkert smá á óvart hvað ég hafði mikið úthald í þessari ferð. Við skoðuðum Ground Zero, Fórum upp í Statue of Liberty, Empire State og Rockefeller Center. Fórum í þyrluflug yfir borgina....Fórum um Central Park í hestakerru og svo gangandi. Fórum á Guggenheim Museum, Madame Tussauds vaxmyndasafnið, American Museum of Natural History, og á Bodies sýninguna þar sem fullt af fólki hefur gefið líkama sýna eftir andlát sitt til sýningar. Ekkert smá skrítin sýning það og ég fékk meðal annars að sjá hvernig lifrin lýtur út. Það kom mér ekkert smá á óvart hversu stór hún er. Það sem mér fannst samt skrítnast var að sjá hin ýmsu líffæri sýkt af krabbameini. Verð að segja að mér fannst það pínu erfitt og líka mjög erfitt að sjá litlu barna líkamana. Við skelltum okkur líka til New Jersey þar sem Aron bróðir býr ásamt konu sinni og barni. Ég hafði aldrei komið til þeirra og ekki einu sinni komið til Bandaríkjana áður og ekki Diddi heldur Eins og ég sagði áðan þá gat ég labbað ótrúlega mikið. Heilsan mín var virkilega góð þennan tíma. Engir bakverkir... aldrei þessu vant og lítið um þreytu. Annað hvort er heilsan mín eitthvað að skána eða að umhverfisbreytingin hafi haft svona góð áhrif á mig. Skulum vona að það hafi frekar verið það fyrrnefnda Núna er komin helgi. Ég er með Emblu og Kristófer.... en litla snúllan mín hún Írena er lasin hjá pabba sínum Nóg af mér í bili Sendi á ykkur knús KV Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu
Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is