Færslur: 2006 Desember07.12.2006 18:11Færsla dagsinsÚfff..... þetta er búinn að vera strembinn en skemmtilegur dagur. Sirrý mín vakti mig snemma og við skelltum okkur í búðerí . Keypti afmælisgjöfina hans Kristófers, fann jólapils á stelpurnar og eitthvað smá af jólagjöfum. VÁ.... þetta tók á en ég fann hve rosalega ég þurfti á þessu að halda. Krafturinn er kannski ekki mikill en andlega hliðin þurfti þvílíkt á þessu að halda. Eftir allt rápið skellti ég mér upp á spítala í blóðprufu og útskrift. Doksarnir þorðu ekki annað en að prufa senda mig heim i leyfi fyrst og sjá hvernig ég myndi plumma mig og auðvitað gerði kella það . Vonandi þarf ég ekki að leggjast meira inn og ef ég þarf að gera það að það verði þá eftir laaaaaaaangan tíma. Ég var alveg þvílíkt fegin að ég skyldi hafa verið útskrifuð því á deildinni eru núna fólk sem þarf að vera í einangrun út af þessu bakteríu dæmi þarna sem var í fréttunum. Ekki hefði ég viljað vera þarna ennþá og taka sjénsin á því að fá þennan óþverra. Samt skilst mér að það hafi ekki fleiri tilfelli greinst en þetta eina og þetta sé bara í varúðarskyni en samt bara betra að vera heima . Á morgunn ætla ég að reyna meira búðarrölt. Langar svo að reyna að koma þessu jólastússi frá sem fyrst. Ég er bara eitthvað svo tóm hvað ég á að gefa hverjum fyrir sig. Fattarinn er ekki alveg að virka á öllu þessu lyfjadóti sem er alltaf verið að dæla í mann. Svei mér þá ef ég er ekki að fara að breytast í gullfisk. Ekki legði ég í það að vera í skóla samhliða þessu. Myndi þvílíkt skíta upp á bak án gríns og ég á örugglega eftir að gleyma sjálfri mér einn góðan veðurdag. Það er pínu vont að vera svona. Ég geri ekki annað en að tvíbóka mig allsstaðar og svo man ég ekki hvar ég á að mæta hvar og klukkan hvað. Samt skrifa ég hlutina á miða en man svo ekki hvar miðinn er .... hhehhehehe..... talandi um að vera gullfiskur !!!
Skrifað af Ástu Lovísu 06.12.2006 22:55INFO dagsinsVar að enda við að skríða inn um dyrnar. Skellti mér út að borða á Vegamótum með vinkonum mínum. Vá hvað það var gott að komast út og horfa á eitthvað annað en spítalaveggina. Samt skrítið ég held alltaf að ég sé orðin svo brött en um leið og ég fer út þá sé ég hversu mikið vantar upp á þrekið. Ætla samt að reyna að snúast aðeins á morgunn með henni Sirrý minni. Þarf að gera svo margt.... kaupa afmælisgjöf handa Kristófer og ýmislegt annað. Ég þarf að fara upp á spítala á morgunn í blóðprufu og smá tjékk. Maður er eiginlega skíthræddur við að fara þarna upp eftir eftir að hafa heyrt um einhverja sýkingu þarna á spítalanum. Úffff eins gott að ná sér ekki í eina þannig . Lyfjameðferðin er svo í næstu viku. Mér er farið að hlakka til án gríns. Gaf mér svo mikið pepp að vita að eitt meinvarpið væri nánast horfið. Vonandi gerist það sama með hin. Ég allavega trúi því. Ég hef verið að mynda mikil tengsl við aðra krabbameinsveika sem hefur gefið mér svo mikið. Áðan var ég samt að hugsa að það hlýtur að vera erfitt ef einhver af okkur vinkonunum deyr. Það fékk mig til að hugsa pínu hvernig það myndi fara með mig. Ég veit að það gerir manni gott að mynda þessi tengsl því jú það er enginn sem að skilur mann eins vel og þær..... En ætli það sé ekki erfitt að horfa kannski á eftir þessum vinum??? Æji ég veit ekki þetta hræddi mig pínu því mér er farið að þykja svo vænt um þær og vil að við allar náum okkur. Kannski óþarfa pæling !
Skrifað af Ástu Lovísu 05.12.2006 15:49Komin heim :)Þá er maður loksins komin heim ...... Vá það er svo gott að komast í sitt rúm og vera innan um sína hluti. Það er samt alltaf pínu stressandi þegar maður hefur verið lengi inn á spítala í vernduðu umhverfi og fara svo heim. Maður finnur aðeins fyrir óöryggi en sem betur fer lagast það fljótt. Mér finnst hjúkkurnar þarna á 12 G svo yndislegar og skemmtilegar að ég er eiginlega strax farin að sakna þeirra ... hehhehe..... alveg topplið á þessari deild. Lyfjameðferðin byrjar aftur í næstu viku. Það verður gott að byrja aftur. Það var svo gott að heyra að eitt meinvarpið væri nánast horfið. Mér er eiginlega farið að hlakka til að byrja aftur. Gott að vita að þetta sé að virka og núna hugsa ég til lyfjanna með góðum hug í staðinn fyrir að áður fyrr hugsaði ég um þau sem eitur. Þetta er jú mikið eitur en samt gott eitur sem á að lækna eða halda niðri. Held að það sé regla númer 1 þegar maður byrjar í svona lyfjameðferð að hugsa fallega til lyfjana. Sjá þau fyrir sér í huganum vera að vinna á meinunum. Ekki hugsa til þeirra með fyrirlitningu því ég virkilega trúi því að hugurinn sé sterkasta vopnið í þessu öllu saman. Ég sjálf hef til dæmis oft gert eitt þegar ég fæ verki. Ég leggst niður og hugsa að ég sé ekki með verk. Sé líkamann minn fyrir mér og að hann sé þakinn fallegu hvítu ljósi. Sé mig fyrir mér verkjalausa og segi aftur og aftur ég er heilbrigð og sé mig sem slíka. Oft hefur verkurinn farið við þetta og ég ekki þurft að taka verkjalyf. Hugurinn er svo rosalega öflugt vopn og maður á að nota sér það til góðs í staðinn fyrir að brjóta mann niður því þá er það akkúrat það sem gerist. Skrifað af Ástu Lovísu 04.12.2006 11:561000 þakkir og 1000 knúsÉg vil þakka öllum sem hafa styrkt mig. Hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar..... Ég er alveg gáttuð yfir þessu öllu saman. Ykkur hefur tekist að gera líf okkar mun auðveldara og einnig sjáum við fram á að komast saman til Svíþjóðar í janúar eins og við vorum að vonast eftir. 1000 þakkir og 1000 knús frá okkur litlu fjölskyldunni . Skrifað af Ástu Lovísu 03.12.2006 20:09Styttist óðum í heimferð :)Hæhæ Það eru komnar fleiri myndir !!! Í dag var drenið tekið og það var annað áiiiiiiiii . Einn doksinn var sleginn í morgunn ... heheheh... Honum var nær að ýta í rifbeinin á mér. Ósjálfrátt sló ég hann tilbaka og hann horfði á mig og sagði sorry alveg þvílíkt hissa ... hehhehe... já það er töggur í kellingunni. Ef ekkert breytist úr þessu þá fæ ég örugglega að fara heim á morgunn. Ég ætla að reyna að fá að byrja í lyfjameðferðinni aftur á þriðjudaginn en ég veit ekki hvort ég fái það í gegn. Þessi vika passar bara betur fyrir mig en næsta vika þannig að það má allavega reyna það .... annars er það bara næsta vika. Í dag fékk ég að fara í smá leyfi. Skellti mér út að borða með Mr. D og í heimsókn. Ekkert smá gott að komast út en VÁ hvað ég er fljót að þreytast. Eins gott að fara að bretta upp á ermarnar og koma þolinu aftur á réttan kjöl. Mér finnst ég alltaf vera svo hress hér á spítalanum en þegar ég fer út fyrir spítalann þá er ég ekki eins hress og ég hélt. Þolið verður vonandi fljótt að koma þegar heim er komið. Núna er ég laus við flest af þessu hangandi dóteríi. Þvagleggur, dren og magasondan fokin. Hefðuð átt að sjá mig með allt þetta hangandi dóterí út um allt ..... awwwwww looking good...... eða þannig . Vantaði bara blikkandi jólaljósin svona til að toppa þetta alveg og kannski jólastjörnu svona á toppinn. Ég held að ég hafi aldrei borðað eins mikið af take away rusli eins og ég hef gert síðustu daga. Ég bara get með engu móti étið þennan óþverra sem manni er boðið hér á spítalanum. Ég er endalaust að láta færa mér eitthvað óhollt. Hlakka til að komast heim til að snúa blaðinu við. Ég er eiginlega komin með móral dauðans því ég stóð mig svo vel heima í langan tíma. Nú er það bara her aginn og hana nú !!!!
Skrifað af Ástu Lovísu 01.12.2006 17:05Howdy :)Hæhæ allir :) Loksins get ég farið að blogga aftur sjálf... hélt ég myndi farast úr blogg fráhvarfseinkennum . Þarmarnir í mér eru loksins farnir að sýna smá virkni. Það gerðist bara í gær. Ég þurfti að fara með sjúkrabíl yfir á gamla Boggann þar sem stungið var á milli rifbeinanna á mér og þar komið fyrir dreni. Það nefnilega sást á myndum sem voru teknar í gær að það var risa graftarpollur fyrir ofan þarmana og kom þannig í veg fyrir að þeir næðu að starfa eðlilega. Áiiiii þetta var vont og er ennþá vont að hafa þetta drena drasl hangandi þarna út. Guð hvað ég skammast mín fyrir steypuna sem vall upp úr mér þarna á skurðaborðinu.... heheheh.... mín heimtaði sko eitthvað slæfandi og ég fékk það aldeilis og eiginlega miklu meira en það...tíhíhíhí... . Held að ég þori ekki að hitta þann doksa aftur í bráð. Ég er ennþá fastandi og viti minn eina sem ég get hugsað um er Thai matur. Mig laaaaaaangar svo í .....SLEF. Ég hugsa um Thai mat þegar ég vakna á morgnana og hugsa um Thai mat þegar ég sofna á kvöldin . Kellingin alveg að tapa sér !!!! WOW ... það styttist óðum í jólin og ég hér. Mig langar svo heim að setja upp jólskraut ..... hehhehee... en það verður víst að bíða aðeins. Kristófer minn verður 11 ára núna 8.des. Eins gott að ég verði komin heim. Ég skal vera komin heim þá til að gera eitthvað skemmtó með stubbnum mínum. Ég var að hugsa það áðan hvað það er búið að vera mikið spítala vesen á mér. Ég er búin að leggjast 4 sinnum inn síðan í lok júlí ... Reynið að toppa það . Vonandi verður árið 2007 mér betra. Eins og Lilja mín sagði hér fyrir neðan þá fékk ég þær frábæru fréttir að eitt meinvarpið hjá mér er næstum horfið og hin eru óbreytt . Ég var svo glöð þegar doksi sagði mér það að þegar hann fór svo að tala um þarmana í mér þá sagði ég bara skítt með þarminn .... hehehhe. Engin þarmastífla gat skemmt svona gleði fréttir fyrir mér. Bestu fréttir sem ég hef bara fengið síðan ég veiktist. Ég átti að byrja í lyfjameðferðinni á þriðjudaginn en af því ég lagðist aftur inn þá seinkar það aftur. Fæ reyndar ekki Avastinið til að byrja með bara hin 3 lyfin. Það er eins gott að meinvörpin haldi sér óbreytt á meðan. Ég bara ætla að trúa því . Loksins fenguð þið einhverja smá steypu frá mér. Vona að ég hafi getað glatt ykkur með það. Ég er öll að koma til og vonandi koma ekki aftur bakslög. Sem betur fer þá er ég ennþá laus við að þurfa enn annan uppskurðinn. Vona bara að það haldist þannig og að ég fari sjálf alveg í gang með hjálp drensins. Kiss og knús á ykkur öll Tjá tjá Kv Ásta Skrifað af Ástu Lovísu
Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is