Færslur: 2006 Nóvember09.11.2006 17:38Lyfjameðferðin í dagLyfjameðferðin gekk vel fyrir sig í dag. Reyndar var Halla Krabbameinslæknir að skoða skurðinn minn því það eru tveir bólgu hnútar í honum sem þarf að skoða. Það er hægt að fá krabbamein í skurðinn ... en hún sagði við mig að vera ekki hrædd því að lang oftast þegar krabbamein fer í skurðsár þá eru hnútarnir eins og hraunmolar viðkomu en mínir eru það ekki þannig að ég verð bara að vona það besta. Það er bara eitt vandamál sem blasir við því núna er ég byrjuð að taka Avastin lyfið sem ég þurfti undanþágu fyrir og ein slæm aukaverkun sem fylgir því lyfi er aukin blæðingarhætta og sár eiga erfitt með að gróa og þá vandast málin. Hún ætlar að tala við skurðlæknana í fyrramálið og sjá hvort að þeir geti mögulega tekið þá því þeir eru mjög grunt undir húðinni og ætti því að vera minni líkur á að upp komi blæðingarvandamál. Þeir koma þá vonandi að skoða mig á morgunn... Æji það er svo vont að vera lengi í óvissu ástandi þannig að ég vona að ég þurfi allavega ekki að bíða lengi eftir svari. Ef þeir vilja ekkert gera þá verður bara að reyna að ná sýni úr þessu með nál eða eitthvað. Allavega þá ætla ég ekki að leyfa mér að vera með of miklar áhyggjur af þessu núna Fyrir ykkur sem langar að fylgjast með mér aðeins nánar þá kem ég í Kastljósinu í kvöld og DV á morgunn Á morgunn er svo dagur tvö í lyfjameðferðinni. Læt ykkur vita á morgunn hvernig það gekk. Allavega þá er ég mjög bjartsýn á lífið þessa dagana og alveg ákveðin í því að sigra. Annað bara kemur ekki til greina !!! Skrifað af Ástu Lovísu 08.11.2006 13:12Hress sem fressÉg vaknaði alveg þvílíkt hress í morgunn. Átti von á gestum þannig að ég bara varð að drullast snemma á lappir . .. ætla ekkert að segja neitt meira um það í bili... *SUSSSS* Á morgunn hefst lyfjameðferðin aftur. Þarf að mæta snemma og það er langur dagur á morgunn. Fæ allan lyfjakokteilinn sem ég er búin að segja hér frá áður. Dagur tvö (föstudagurinn) er miklu styttri og svo á laugardaginn er dælan mín tekinn. Elsku dælan sem fær meira að segja þann heiður að sofa hjá mér þegar ég er í þessum viku törnum Fram undan er helgin. Ég er barnlaus þá og vonandi verð ég nógu hress til að gera eitthvað skemmtilegt.... Kemur í ljós eins og svo oft áður og erfitt að vita fyrir fram. Þó svo að ég sé að fá sömu blönduna og síðast þá getur það verið misjafnt eftir skiptum. Fyrst þegar ég byrjaði í lyfjameðferðinni þá leit ég á lyfin sem eitthvað eitur. Sérstaklega þegar ég var búin að heyra að þau væru blönduð inn í glerskápum og viðkomandi sem að blandar þau þarf að vera í risa hönskum og bara með hendurnar inn í þessum skáp. Lyfin eru svo sterk að ef maður fær dropa á húðina þá skilur það eftir brunasár og svo er verið að dæla þessu í mann... Þannig að ég leit fyrst á þau með smá fyrirlitningu. En það er sem betur fer allt að breytast. Lyfin eru jú þau sem ég bind vonir við að lækni mig. Er þá nokkuð annað hægt en að þykja pínu vænt um þau ???
Skrifað af Ástu Lovísu 06.11.2006 19:30Bloggpása hvað ????Sorry ég bara nennti ekki að blogga í gær og ákvað því að taka mér smá bloggpásu Helgin gekk ágætlega fyrir sig. Fékk reyndar kvíðakast á laugardagskvöldið þegar það var komin ró hér á heimilinu... það er yfirleitt þá sem þessi köst koma, þegar hugurinn fær frí frá umhverfinu þá er eins og þessar hræðslu hugsanir sæki á. Ég lét renna í bað, kveikti á kertum og setti á fallega rólega tónlist í þeim tilgangi að slaka á en þá ásóttu ákveðnar hugsanir mig og ég bara leyfði þeim að koma og grét og grét eins og barn. Eftir á þá leið mér betur og gat sofnað og svaf til næsta dags. Það er aldrei gott að fá kvíðakast ég veit það en ég held samt að það hafi verið komin tími á smá losun. Það er ekki alltaf hægt að halda andlitinu og brosinu þegar maður er að berjast fyrir lífi sínu. Í gær fór ég að horfa á minnstu snúlluna mína syngja í söngskólanum. Pabbi hennar var svo sniðugur að setja hana á söngnámskeið til að hún fengi aðeins útrás fyrir þessari miklu og háu rödd sem hún hefur ..... heheheh.... það var ekkert smá gaman að horfa á litla dýrið mitt sem er aðeins 3 ára upp á sviði að syngja með nokkrum krökkum. Eftir það fékk ég smá frítíma frá krökkunum og skellti mér í smá heimsókn og út að borða með elsku múttunni minni. Það var ágætt að fá smá hvíld og fá að vera ein með mömmu. Ég, Mamma og Kristófer minn skelltum okkur svo upp í nýju íbúðina sem að systir mín og maðurinn hennar voru að kaupa sér .... TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SNÚLLURNAR MÍNAR !!!! Ég var löt í dag enn einu sinni Lyfjameðferðin hefst svo aftur á fimmtudaginn. Tekur 3 daga eins og vanalega og vonandi að ég verði svipuð og síðast.Var nokkuð brött þrátt fyrir að vera þreytt. Það er skárra að vera þreyttur en að líða illa.
Skrifað af Ástu 04.11.2006 16:24LaugardagurDagurinn í gær gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég var reyndar orðin rosa þreytt og var sofnuð fyrir kl 23 á föstudagskvöldi Stella kom til mín áðan og við skelltum okkur í Maður Lifandi ... Guð hvað þetta er hrikalega dýr búr Ég hef dálítið verið að hugsa um dauðann.... Ég viðurkenni það alveg að ég hræðist hann rosalega og mig langar svo virkilega að fá að lifa og verða gömul. Ég veit alveg að það er mjög ólíklegt að ég nái því... . Ég á rosalega erfit með að sjá í sjónvarpinu eða í myndum fólk að deyja og sérstaklega ef verið er að sýna úr jarðaförum.... Ég fór á Mýrina um daginn og ég átti bágt með að labba ekki út þarna í byrjun myndarinnar. Greyið Diddi minn horfði alveg stíft á mig því hann virkilega fann hvernig mér leið og var alltaf að spyrja mig hvort það væri allt í lagi með mig..... En í gær fór ég að hugsa afhverju ég ætti eitthvað að þurfa að hræðast dauðann meira en aðrir ???? Ekkert okkar veit hvenær við deyjum þannig að við verðum öll að lifa í núinu og taka hvern dag fyrir sig. Ég gæti þess vegna orðið fyrir bíl á morgunn eða pabbi minn eða bara hver sem er. Gærdagurinn er farinn og ég lifði hann og nú er það dagurinn í dag og svo koll af kolli. .. Við munum öll deyja einhvern tímann og þess vegna er meiri ástæða til að lifa og nýta hvern dag til hins ýtrasta og vera þakklát fyrir það sem við höfum.... Ég átti það til að vera pirruð út af smámunum og ég get stundum verið það ennþá en ég verð samt að segja að eftir að ég veiktist þá fékk ég pínu nýja sýn á lífið.... Það er þá allavega eitthvað jákvætt við þennan krabba... Það er stundum eins og eitthvað slæmt þurfi að gerast svo við metum það sem við höfum eða höfðum áður. Það er eiginlega fáránlegt ef maður hugsar út í það. Held að flest okkar séum frekar vanþakklát og heimtufrek. Allavega var ég það og vonandi kenna veikindi mín mér að sjá betur þessa bresti og gera eitthvað í málunum. Í alvöru spáið aðeins í þessu. Lærið að meta það sem þið hafið og þakkið fyrir að hafa góða heilsu því það er ekki þar með sagt að þið hafið hana á morgunn eða eftir ár eða 10 ár. Við erum ekki ódauðleg og ósnertanleg og tilveran er ekki sjálfsögð. Nóg með mínar predikanir og hugsanir Tjá tjá Kv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 03.11.2006 17:35FöstudagsbloggÉg vaknaði eitthvað lúin í morgunn ![]() Núna er komin föstudagur og ég með krakkana mína um helgina. Ætla að að hafa kósý kvöld með krökkunum mínum ![]() ![]() Hafið það gott um helgina !! Kv Ásta Skrifað af Ástu 02.11.2006 21:28Blogg bloggÉg hef stundum verið að lenda í því að fólk trúi því ekki að ég sé veik ... heheheh.... það virkilega horfir á mig eins og ég sé að ljúga án gríns þegar ég segi þeim hversu veik ég virkilega er. Þarf fólk virkilega alltaf að vera með vist "veikinda lúkk" þegar það veikist???? Æji svei mér þá mér fynnst þetta frekar skondið. Ég lít ennþá út eins og ég leit út áður nema bara grennri og með jú nokkrar bólur og aðeins þynnra hár en ekkert alvarlegt þannig lagað ennþá. Ég hætti ekki að taka mig til og klæða mig þó ég sé veik og mér finnst annað bara fáránlegt. Endilega rotið mig ef ég fer yfir á hina hliðina PLÍÍÍÍS Í dag byrjaði ég að taka þetta gums frá henni Kolbrúnu í Jurtaapótekinu. Verður gaman að sjá hvort að allt þetta dóterí virkar eða ekki. Allavega þá ætla ég að reyna allar leiðir til að halda mér á lífi. Ég er búin að taka út allar mjólkurvörur og ætla að reyna að forðast sykur en ætla samt ekki alveg að meina mér um allt með sykri en mjólkurvörur eru alveg úti hjá mér. Ætla líka að finna einhver hugleiðslu námskeið eða eitthvað slakandi..... ekki veitir af....því hausinn á mér stoppar ALDREI !!!! Það er svo vont að vera með svona ofvirkan haus því hugsanirnar láta mann aldrei í friði og þá nær maður ekki að slaka á og meiri líkur á kvíðaköstum. Endilega ef þið vitið um eitthvað sniðugt heilunar eða hugleiðsludæmi endilega látið mig vita. Ég var rosa dugleg í Alanon áður en ég veiktist en hef því miður ekki mikið geta mætt síðan ég veiktist. Eða eiginlega bara sama og ekkert. Ég var svo heppin að fólk tók sig saman og ætlar að mæta til mín um kl 22 og halda Alanon fund hér heima í stofu hjá mér ... hehehe .... æji mér finnst það bara æðislegt hvað fólk er tilbúið að gera margt fyrir mig og ég verð ykkur ævinlega þakklát (vonum bara að ævin mín verði það löng að ég verði skuldug ykkur leeeeeeeengi). Ætla að láta þetta duga núna því liðið fer að koma Knús og klemm á ykkur öll
Skrifað af Ástu 01.11.2006 18:36Góður dagur :)KOMNAR NÝJAR MYNDIR !!!!!! Ég vaknaði í morgunn mun hressari en ég var í gær...... thank God Eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að vera virkilega góður dagur. Engin kvíðaköst og ég ekki þurft að taka nein kvíðastillandi sem er mjög gott. Ég og Diddi fórum í Jurtaapótekið til hennar Kolbrúnar til að fá ráðleggingar sem að gætu hjálpað. Ég er til í að reyna allar leiðir til að læknast eða fá góðan tíma til að koma börnunum mínum á legg. Annað er bara óhugsandi í mínum huga. Ég ætla að taka allar mjólkurvörur út og reyna að minnka sykurát. Þetta verður erfitt því ég er algjör mjólkur og sykurkelling ... en til að gera þetta spennó þá fór ég og keypti mér safapressu, uppskriftabókina Endalaus orka og fullt af ávöxtum og ætla ég að vera dugleg að blanda mér djúsí og holla safa í staðin fyrir að hella kók í glas. Ég er í raun bara spennt enn sem komið er .... hehehhe... vonandi að það haldist þannig. Það er bara svo erfitt að hætta að borða eða drekka eitthvað sem manni finnst gott en ég hef bara ekki efni á því að sukka meira ..... jú við erum að tala um líf mitt !!! Núna í kvöld ætlar fjölskyldan mín að koma saman og borða. Ma & Pa og systkini mín ætlum að elda okkur hér heima hjá mér. Daði bróðir er að fara aftur út í nótt til fjölskyldu sinnar og það er aldrei að vita ef heilsan leyfir að ég geti kíkt til þeirra með börnin í janúar *krossafingur*. Það yrði ekki leiðinlegt Í lokin langar mig að þakka öllum sem að hafa styrkt mig gegnum styrktarreikning. Ég á bara ekki til orð án gríns og ég sendi ykkur 1000 þakkir og knús fyrir. Ætla að láta eina bæn fylgja með sem ég sá hangandi í ramma upp á vegg á Krabbameinsdeildinni og mér finnst svo falleg :
Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar. Þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér, ljóma í sálu minni.
Skrifað af Ástu
Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is