Færslur: 2006 Október

06.10.2006 19:11

Helllllooowwww !!

Ég ákvað að kyngja stoltinu mínu og fá hjálp um helgina....  . Það var verið að benda mér á að það væri alls ekki sniðugt að keyra mig út helgina fyrir lyfjagjöf. Ég spáði bara ekki í því  ... úpppsss.....    þannig að þið sem voruð að hafa áhyggjur af mér ... þið getið núna slakað á

Í dag var þvílíkt skemmtilegur dagur. Byrjaði reyndar á því að fara í blóðprufu en hey það var svo sem allt í lagi enda farin að venjast þessum nála skröttum. Eftir það hitti ég Hildi á kaffihúsi og þaðan færðum við okkur yfir í Ljósið sem er staður fyrir krabbameinsveika og aðstandendur þeirra. Þetta er frábær staður til að fara á... sé eiginlega bara eftir því að hafa ekki drullast þangað fyrr. Þar sátum við ásamt fullt af öðru fólki, spjölluðum og föndruðum ...... VÁ hvað þetta er skemmtilegt og alveg pottþétt að ég ætla að fara þarna aftur. Ég var meira að segja kynnt fyrir stelpu sem er á svipuðum aldri og ég, líka með börn og að berjast við sama krabbann og ég. Ég get eiginlega ekki lýst því með orðum hvað það gerir manni gott að tala við fólk sem er líka að berjast við krabbamein og þekkja þessar upp og niður sveiflur sem fylgja því að vera svona veikur.

Þannig að í dag var mjög góður dagur og greinilegt að ég þarf bara að drullast meira út og vera meðal fólks... svo að maður geti hugsað um eitthvað annað en neikvæðu hlutina

Hildur snúlls takk fyrir að draga mig út og kynna mig fyrir þessum hlutum

Kiss kiss

Kv Ásta

 

05.10.2006 12:23

Fimmtudags blogg

Þá er kominn fimmtudagur og helgin fram undan

 Fæ litlu snúlluna mína í dag... jeiiiii..... og ætlar hún að vera hjá mér og hinum grísunum mínum til sunnudags. Mér finnst rosalega erfitt að þurfa alltaf að afhenda hana tilbaka því ég er ekki ennþá orðin nógu hress til að sjá alfarið um hana.... enda er hún ennþá svo lítil. Samt rosalega sárt þegar hún segir: "Bæ mamma er farin heim, luv jú" ........ æji mömmu hjartað kremmst í klessu   Hún er farin að kalla heimili pabba síns heima enda ekki skrítið því hún er búin að vera þar síðan 29. júlí og minnið hjá svona litlum grísum ekki mikið. Samt kannski gott fyrir mig að fá að upplifa hvernig er að vera hinum megin við borðið og þurfa alltaf að horfa á eftir barninu sínu heim til sín eins og svo margir þurfa að upplifa.

Núna er farið að styttast í lyfjameðferðartörn númer 2  Hlakka ekkert voðalega til ... hehehehhe..... enda varð ég svo lasin eftir á síðast og datt þá svolítið langt niður í leiðinni andlega, sem hefur örugglega ekki farið framhjá mörgum hér sem lesa bloggið mitt . Vonandi verður törn númer 2 betri. Kemur bara í ljós

 

03.10.2006 08:04

Wake up call

Í gær var ég á fullu að koma ýmsum hlutum á hreint og vá hvað mér létti við það

Það er eitt sem mig langar að hvetja ykkur ÖLL til að gera  er að ef það er langt síðan þið hafið farið í gegnum tryggingarmálin ykkar gerið mér þá þann greiða .....gerið það núna!!!! Ég er nefnilega að súpa seyðið af því sjálf og núna er ég í þeirri stöðu að geta engu breitt eða betrum bætt vegna veikinda minna. Ég var ekki búin að spá í mínum tryggingum í mörg ár og er því með frekar úreltar tölur og það er fúlt þegar maður er með börn. Maður heldur bara alltaf að maður sé svo ódauðlegur og ósnertanlegur en HALLÓ .... sjáið mig !!! Ég get engu breytt með mig núna en ég get miðlað áfram reynslunni og kannski fengið 1 til 2 til að betrum bæta sitt

Í gær var fyrsti dagurinn eftir lyfjameðferðina sem ég fann sama og ekkert fyrir ógleðinni  Þannig að vonandi á ég góða viku fram undan áður en næsta lyfjameðferð tekur við. Ég fæ Írenu mína á fimmtudaginn og ætla ég að reyna að vera með þau öll sjálf fram á sunnudag. Ef ég verð of þreytt þá veit ég að ég fæ alla þá hjálp frá mínum nánustu ef út í það fer.

Tjá tjá ...... kiss og knús

01.10.2006 18:20

Info

Er búin að vera voða löt að skrifa enda kannski ekki margt til að segja frá.  Dagarnir eftir lyfjameðferðina voru frekar erfiðir, gerði mest lítið annað en að sofa og liggja fyrir.. .....Voðalega ómerkilegt eitthvað.

Æji ég verð bara að segja að svartsýnis púkinn er aðeins búinn að vera að banka upp á hjá mér núna og ég búin að vera að hafa áhyggjur af ýmsum hlutum. Mestu áhyggjurnar eru þó af grísunum mínum.... og þá aðallega þeim eldri, ef ég skyldi láta í minni pokann. Ég veit alveg að maður á ekki að hugsa svona en maður kemst ekki hjá því þegar maður er ekki alveg sáttur við þá sem koma að eftir minn tíma.... ef út í það fer.  Börnin manns eru það dýrmætasta sem maður á og ég er bara virkilega hrædd. Þannig að það er ansi stutt í tárin þessa dagana því miður og þarf lítið til að kalla þau fram. Það er ekkert eins sársaukafult eins og þegar maður leyfir tilfinningunum að ná manni niður

Úfffff þessi óvissa er svo vond !!!!  Þoli ekki að vita ekki hvort að frú krabba sé enn til staðar eða ekki.... Þoli ekki að vita ekki hvort ég láti í minni pokann eða ekki...... Þoli ekki að vita ekki hvernig líf mitt verður á næstunni..... Þoli ekki að geta ekki treyst fólki í kringum mig þegar ég þarf mest á því að halda...... Ég hef allavega fengið að upplifa það síðustu vikurnar hverjir eru vinir manns og hverjir eru HÁLVITAR .... sorry en ég bara get ekki hamið mig og ég verð að nota ljótu orðin. Sem betur fer þá eru ekki allir jafn illa innrættir og hafa staðið með manni í gegnum þessa baráttu. Er það ekki alltaf sagt að maður sjái fyrst hverjur eru manni hliðhollir þegar mest á reynir????  Og ... já það er óhætt að segja að ég hef gengið þau spor enda hékk líf mitt á bláþræði um tíma. 

Fólk er alltaf að segja mér að vera jákvæð, segja mér að ég sigri alveg á þessu. Það er svo auðvelt að segja manni að vera það og þekkja ekki hræðsluna við dauðann af eigin raun. Maður er að sjá allar minningargreinarnar í blöðunum og stór hluti af þessu er fólk sem er að fara úr krabba.... Þetta er alveg skelfileg staða að vera í og vera í leiðinni einstæð móðir með þrjú ung börn. SORRY ... en mér finnst þetta bara virkilega ósanngjarnt og ég er reið... Reið út í lífið og tilveruna og allt það sem er búið að leggja á mína fjölskyldu. Ég er nú þegar búin að missa blóð mömmu mína og systir er þetta ekki bara að verða gott ??? Skil stundum ekki afhverju hlutunum er háttað eins og þeim er háttað.

 

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar