Færslur: 2006 Febrúar

24.02.2006 16:08

Klukk!!! *djö*

Ég hef verið klukkuð af henni Heddu skvís.....

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Heimilishjálp og Elliheimili
2. Nuddað
3. Bar
4. Verslun/sjoppu

Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur:
1. Curly Sue
2. Dirty Dancing
3. Pretty woman
4. Pay it Forward

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. Mosó
2. Kópavogi
3. Garðabæ
4. Hafnarfjörður

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
1. CSI
2. Prison brake
3. Nip tuk
4. Sex Inspectors :)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
1. Spánn
2. Írland
3. Svíþjóð
4. Þýskaland

Fjórar heimasíður sem ég heimsæki daglega:
1. barnaland.is
2. mbl.is
3. visir.is
4. Ýmis blogg

Fjórar bækur sem ég hef lesið:
1. Fyrstur til að deyja
2. Annað tækifæri
3. Hann var kallaður þetta
4. Mynd af Pabba

Fjórar manneskjur sem ég skora á að gera þetta:
1. Sirrý
2. Lilja
3. Hafrún
4. Gréta

18.02.2006 16:05

Laugardags blogg

Man United tapaði 0:1 fyrir Liverpool í dag í enska bikarnum pirr pirr pirr. Pabbi á allavega að vera í heavy góðu skapi með það hahahah eins gott að mæta honum ekki næstu daga :Þ

 

Í dag er laugardagur og ég fárveik :(

Ég hélt svei mér þá að ég væri að hressast í gær en mér varð því miður ekki að ósk minni. Hitinn rauk aftur upp og ég hef legið fyrir síðan krakkarnir fóru í gær. Fékk samt góða heimsókn í gærkvöldi því  hún Anna mín kom til að halda mér félagsskap. Horfðum á Idol og á eina mynd. Ég reyndar sofnaði yfir myndinni var eitthvað svo slöpp.

Við vinkonurnar lágum samt í kasti í gærkvöldi því hún Birta mín sem er litla kisan mín tók upp á því að byrja að breima í fyrsta sinn og ég held svei mér þá að hún hafi nauðgað öllum húsgögnunum mínum og greyið Ronja sem er eldri kisan mín fékk þvílíka útreið frá litla dýrinu hahahah. Meira að segja taskan hennar Önnu fékk ekki frið :Þ Lætin í einu svona litlu dýri GARG þetta er eins og lítið barn að öskra hahhahaah. Fyrsta verk mitt þegar ég hressist er að kaupa handa henni pilluna svo hún þagni. Það munaði litlu að ég hefði hleypt henni út svo að hún fengi nú eitthvað í hana greyið :D

knús frá mér

Kv Ásta

 

16.02.2006 14:22

Þetta fer að verða pínu þreytt :(

Þetta fer að verða pínu þreytt!!

Fyrst veiktist Embla í viku og Írena tók við og er enn veik. Núna er ég komin með hita, hausverki og beinverki dauðsans ARG, GARG og PIRR!!!

Ég sem er barnlaus um helgina og ætlaði að gera eitthvað ógó skemmtó. Ég skal ég skal og hana nú!!! Þetta er alveg týpískt hahahah verð líklegast ekki barnlaus aftur í 3 vikur og ætlaði sko að njóta þess að vera ein í bili en hey það er aldrei að vita nema ég hrissti þetta bara af mér og komist á ról  :)

Sendið  mér batnaðarstrauma eða kannski bara einkahjúkku :Þ *krossafingur* 

15.02.2006 09:39

Litla snúllan mín

Litla snúllan mín var svo lasin í gær að við eyddum gærkvöldinu á barnaspítalanum :(

 Fengum að fara aftur heim um kl 2 í nótt og þurfum að mæta aftur þarna uppfrá núna kl 10 :(   Það var ekki mikið sofið í nótt því hún þurfti að fara með nálina í hendinni heim og höndina í spelku og hún var sko greinilega ekki alveg að meika það litla skinnið.

Læt þetta duga í bili

 

12.02.2006 13:41

Úfff púffff

Það er óhætt að segja að hjarta mitt hafi tekið 500 aukaslög áðan :S

Sonur minn á vin sem við skulum bara kalla Ás. Kristófer og Ás eru mikið saman og voru það í gærdag. Ég bauð Sindra syni vinkonu minnar að gista hjá okkur í gær þannig að þegar hann kom þá fór Ás heim til sín.

Ég var svo að frétta að eftir að Ás fór í gær hafði hann farið að spyrja eftir öðrum vini sínum og saman fóru þeir með mömmu Ás upp á Hvaleyrarvatn og fengu að fara út á vatnið á bát.    Kristófer minn hefur einu sinni farið með þeim og fengið að fara á þennan bát.  En allavega þá gerist slys út á vatninu bátnum hvolfir og strákarnir lenda í ís köldu vatninu. Vinur Ás nær að synda í land og kalla á hjálp á meðan mamma Ás reynir að bjarga syni sínum en á endanum eru þau bæði orðin svo köld og hrakin að þau þurftu hjálp á endanum til að komast í land. Ég veit það alveg sjálf að ef ég hefði ekki boðið Sindra að gista hjá okkur þá hefði þetta verið minn strákur sem hefði farið með þeim og hann er yngri en hinir strákarnir og er ég ekki svo viss um að hann hefði komist í land sjálfur og náð í hjálp eins og hinn strákurinn gat gert.  Þetta hefði þá líklegast ekki endað eins vel og það gerði :S

Mamman og sonur hennar eyddu nóttinni á spítala og eru núna komin heim. Strák greyið fékk fullt af vatni í lungun og hitastigið í kroppnum hans orðið mjög lágt :S 

Úfff sem betur fer endaði þetta vel og sem betur fer þá tóku örlögin í taumana. Það er alveg á hreinu að barnið mitt fær ekki að gera þetta aftur neitt á næstunni. Ég bara hélt að þegar fullorðin manneskja væri með í för þá væri þetta allt í lagi en maður má greinilega ekki gleyma að fullorðin manneskja getur ekki alltaf allt.

Kv Ásta í sjokki :S

11.02.2006 12:01

*Hóst*Hóst*Hóst*

Er búin að vera löt að skrifa enda ekki mikið að segja þegar maður er búinn að vera fastur heima með veikt barn með innflúensu í viku. Núna í nótt veiktist minnsta snúllan mín líka þannig að ég sé fram á aðra veikinda viku *grát*. Ég er svo mikil mús að ég finn svo til með þessu litlu greyum þegar þau eru lasin og geta í raun voða lítið gert en maður má samt ekki gleyma og vera þakklát fyrir að eiga heilbrigð börn sem fá bara flensur öðru hvoru því það eru sko ekki öll börn jafn heppin og mín :Þ

Í nótt fáum við næturgest því að strákurinn hennar Sirrý vinkonu ætlar að fá að gista hjá Kristófer og ætla ég að gera smá bíó stemmningu með DVD og nammi handa grísunum og verður án efa rosa gaman ;)

Ég horfði á IDOLIÐ í gærkvöldi og aldrei hefur mér leiðst yfir þeim þáttum áður. Þessi þáttur var deadly boring án gríns og allir keppendurnir nema 1-2 mjög lélegir. Ég var reyndar mjög ánægð með að Tinna skuli loksins hafa verið send heim því hún átti að vera farin fyrir löngu allavega langt á undan Margréti og Angelu. Hvað er málið með attitjútið hjá þessari gellu???

Adios

 

06.02.2006 15:02

Helgin búin *grát*

Helgin er búin grát :(

Ekkert smá fín helgi enda ekkert smá mikið brallað.

Daði bróðir var staddur á Íslandi þannig að ég fékk loksins að sjá brósa minn. Fórum því í matarboð á föstudagskvöldinu og svo heim til pabba og VÁ hvað ég var búin að sakna þess að koma svona öll saman.  Eftir það fékk ég góða heimsókn say no more :Þ

Á laugardeginum fór ég og Sirrý á tattoo stofu og fengum okkur eins tattoo hahahahah þannig að við verðum alltaf tengdar og ég sem hélt að við gætum ekki orðið tengdari en hey við innsigluðum það allavega núna :Þ  Eftir það rápuðum við saman haltrandi og enduðum svo á því að fara út að borða =) Um kvöldið skellti ég mér í bíó með Önnu Þóru vinkonu og fór að sjá nýju myndina með Jennifer Aniston  Derailed og VÁ hvað hún var góð. Mæli 100% með henni!!!!  Eftir það fékk ég næturgest og ég held svei mér þá að ég hafi ekki brallað svona margt skemmtilegt leeeeengi.

En það sem stóð upp úr var að ég endurheimti dálítið sem ég var farin að sakna og off course tattúið líka hahahahah  :)

 

05.02.2006 20:00

Búin að opna bloggið mitt aftur foks :Þ

 

  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 109840
Samtals gestir: 20820
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 02:38:48

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar