Færslur: 2005 Desember

30.12.2005 13:25

Life is a bitch!

Ég vildi stundum óska þess að ég gæti farið í heilaaðgerð eða kannski er ég bara með tölvuvírus í hausnum =)
Hausinn á mér vill stundum ekki stoppa og ég veit oft ekki hvað snýr fram og hvað aftur :Þ         Þoli ekki þegar ég verð svona því ég veit hreinlega ekki hvað ég vil fá út úr lífinu og hvert ég vil stefna.
Annan daginn er ég á því að þetta sé það sem ég vil en næsta dag þá er ég komin á aðra skoðun og það er líka eitt sem pirrar mig meir en allt er hvað það er alltaf andsk.... auðvelt að fá mig á sitt band eða tala mig til.  Það er stundum eins og ég sé ekki fær um að hafa mínar skoðanir og loksins þegar ég reyni að vera ákveðin þá verður fólk oft hissa og tekur einhvern veginn ekki mark á mér því jú hún fröken Ásta hefur ekki skoðanir *pirr*pirr* :Þ
Skil ekki alveg ég á mikið til af frekju hvar er hún þegar ég þarf að standa með sjálfri mér??

Talandi um að setja mottó á nýju ári hehehe Ásta ætlar að grafa frekjuna sína upp, dusta rykið af henni og nota hana óspart hehehe :Þ
Hljómar það ekki vel eða þannig?? *fruss*

Kv Ásta ringlaða


27.12.2005 19:59

*Gleðileg jól*

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN !!!!! *KISS OG KNÚS*

 

Ég held svei mér þá að ég hafi farið í jólaköttinn í ár heheheheh.

Ég mætti frekar snemma til mömmslu á aðfangadag til að reyna að hjálpa henni að undirbúa matinn áður en restin af liðinu mættu á svæðið. Allavega þá er ég að skera grænmeti með þessum svaka hníf og náði að skera mig greinilega á mjög blóðríkan stað á puttanum því það spýttist blóð á bringuna á mér og það var bara ALLT í blóði án gríns heheheh. Ég kláraði alla plástrana hennar mömmu og þegar það var búið að blæða í gegnum þann síðasta tók ég upp á því að teipa á mér puttann með límbandi því ég ætlaði sko ekki að eyða tímanum mínum upp á slysó á meðan allir aðrir væru að borða góðan mat og opna pakkana og náði með þessu ráði að kaupa pínu tíma :) Maður deyr nú ekki ráðalaus hehehehehhe. Seinna um kvöldið þegar ég var búin að borða góðan mat og opna pakkana í góðum félagsskap skellti ég mér á slysó og glufan var límd saman með einhverjum lím plástri.

Á jóladag í hádeginu var matur á Hofteignum eins og vanalega og eftir það mætti ég í mat til mömmu aftur. Seinna um kvöldið fór ég heim með Írenu mína og leið mér þá eitthvað voðalega wírd. Ég var varla komin heim þegar ég byrjaði að æla og æla og fékk þessa fínu drullu í leiðinni líka hahahahahah. Þannig að ég eyddi allri nóttinni og eitthvað fram á daginn í gær með besta vini mínum klósettskálinni. Samt var ekkert dodo þar á ferð HA HA HA HA HA ekki alveg svo gott :Þ

Óhætt að segja að þetta hafi verið frekar fyndin jól hjá mér en þau voru samt yndisleg fyrir utan vesenið en þetta er samt eitthvað svo ekta ég án gríns :Þ

Sendi ykkur ælu og skítakveðjur héðan úr Hafnarfirðunum *tíhíhí*

 

Kveðja Ásta jólaköttur

 

 

22.12.2005 12:55

* Hó hó hó *

Þá er jólatré hríslan okkar komin upp og krakkarnir voru að enda við að skreyta það hehehe. Frekar fyndið að sjá það því að þau settu eiginlega allt skrautið á sama staðinn hehehehhe þannig að að er ýkt öðru meginn en frekar tómt hinum megin :Þ

Ég er ekki ennþá búin að klára að þrífa enda ekkert mjög auðvelt að reyna það með 3 grísi yfir sér allan daginn en þetta mjakast áfram hægt og hægt.
Ég er allavega búin að versla allar jólagjafir og pakka þeim öllum inn nema fyrir krakkana mína enda get ég ekki pakkað þeirra inn með þau standandi yfir méri tíhíhí þannig að ég á eiginlega bara eftir að fara að kaupa kerti á leiðin og setja hjá ættingjum mínum. Stefnan er að gera það annað kvöld og flækjast aðeins með Tobbu vinkonu. Verður næs að vera bara tvær barnlausar gellur að flækjast í bænum á þorláksmessu ;)

Kv Ásta jólasveinn






20.12.2005 13:39

*Þrífi*Þrífi*Þrífi*

Þá er jólahreingerningin byrjuð á mínu heimili og vá ég var búin að gleyma því hvað það er hrikalega leiðinlegt að gera hana HA HA HA HA.
Er einhver þarna úti sem eeeeeeeeelskar að þrífa og langar að komast í meiri hreingerningarstuð????  *NOT*
Einu stelpurnar sem mér dettur í hug að séu nógu bilaðar til að hafa gaman af því að þrífa er Sirrý vinkona og jú Pálína Valdís líka hehehehhe. *DÆS* pant fá svoleiðis gen næst þegar ég fæðist *FRUSS*

Ætla að gerast rosa menningarleg í ár eða þannig :S  Í fyrsta skiptið þá bara hef ég ekki þennan jóla fíling í mér hehehe þannig að það voru ekki bakaðar neinar smákökur heldur bara keyptar, enginn jólakort (það er reyndar ekkert nýtt á nálinni, maybe næstu jól) ohhhhhhhh hljómar leiðinlega en hey það verður allavega jólaskraut og jólatré :)

Krakkarnir verða ekkert heima koma líklegast ekkert fyrr en á annan í jólum þannig að ég nenni eiginlega ekkert að standa í þessu stússi :S   Ég er samt svo heppin að ég á góða að og fæ að komast í jólamatinn til hennar múttu og ég get eiginlega ekki beðið því að mamma er heimsins besti kokkur sem ég veit um mmmmmmmm *slef og slurp*.

Ég er bara búin að ákveða það að taka þessu með trompi næstu jól og vera æðisleg mamma í alla staði með uppbrettar ermar og í bakstri og jólastússi upp fyrir haus heheheheh. Hmmmm nennir einhver að minna mig á þessi orð mín næstu jól svo ég gleymi þeim ekki???? HA HA HA HA HA :Þ

Kv Ásta menningarlega

18.12.2005 00:57

*Wírd dagur*

Þessi dagur er búin að vera þvílíkt wírd :s

Vil ekki fara út í smáatriði en allavega þá hef ég upplifað þá betri. Ákvað samt að hressa mig aðeins við og kíkti til Tobbu í kvöld til að hjálpa henni að undirbúa barnaafmæli sem að verður á morgunn. Ég var að baka afmæliskökuna sjálfa og einhvern veginn í andskotanum náði ég að brjóta kökuna í klessu þegar ég var að ná henni úr forminu en með einhverjum ótrúlegum hætti náði ég að púsla henni saman aftur bita fyrir bita eins og púsluspil og náðum að skreyta hana heheheh. Verð nú að segja að þetta var nú ekki fallegasta spiderman kaka sem ég hef séð eða gert en hún verður víst að duga =)

Úfff  í dag er bara vika í jólin og ég er sko langt frá því að vera í einhverjum jólafíling :(  Væri alveg til í að fresta jólunum í svona mánuð eða bara að leggjast í dvala eða eitthvað meðan þau eru. Börnin hjá pöbbum sínum hvort eð er þannig að æji finnst þau eitthvað svo tilgangslaus en það er aldrei að vita nema að þau eigi eftir að koma mér á óvart og jólafílingurinn komi bara aftan að mér vona bara að hann taki mig ekki í rassinn í leiðinni *Frusssss*

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að kvennfólki sé ætlað að vera lessur og karlmenn hommar (funny I know) heheheh. Nei svona í alvöru þá finnst mér ég endalaust lenda í því eða finnast við bara alls ekki tala sama tungumálið og þrátt fyrir að tala saman þá er einhvern veginn eins og maður upplifi hlutina á allt annan hátt en hinn aðilinn. Stundum eins og maður sé í öðru sambandi en manneskjan sem maður er í rauninni í sambandi með æji ég veit ekki hvort að þið fattið hvað ég er að reyna að röfla. Skildu stelpur skilja betur stelpur og eins með karlmennina eða er þetta bara allt sami hrærigrauturinn ?????  Kannski er best að gerast bara piparkelling með stóran góðan dótakassa sem maður getur notast við þegar greddan er að drepa mann og that´s it eða ætli maður verði lonely við það???? Vá ég held svei mér þá að það sé komin tími á svefn hjá mér *frussss*

Kv Ásta heilabrot

 

 

15.12.2005 19:07

*Alltaf verið að skamma mann*

Hmmm.... það er verið að heimta að maður standi sig betur í blogglandi þannig að maður verður víst að hlýða. Ég er bara búin að vera pínu löt og ekki alveg nennt að blogga og maður má það nú alveg stundum, er það ekki???? :)

Annars er bara allt samme að frétta af mínum bæ. Búin að vera heavy dugleg að versla allar gjafir. Búinn með allar jólagjafirnar og á bara tvær afmælisgjafir eftir af fjórum sem að fylgja alltaf ofan á allar jólagjafirnar  :)

Skellti mér út að borða á Vegamót og í Kringluna í gærkvöldi með Tobbu vinkonu. Ekkert smá nice að komast aðeins út, slæpast og borða góðan mat  :) Buðum svo Árnýju vinkonu far heim úr Kringlunni

Annars var túttu show í gær og í dag hjá mér hahahahha. Þetta fer að vera pínu þreytt!!!!  Tobba og Árný heimtuðu í gær að fá að skoða tvíburaturnana og fá að pota aðeins í þau. Ég veit vinkonur mínar eru sömu pervertar og ég *Frussssssssssss*  Þurfti svo að hitta doksa aftur í dag sem fékk að fikta og hnoða aðeins í þeim líka og svo kíkti ég við hjá múttu og vinkona hennar var á svæðinu og mér var barasta skipað að lyfta upp bolnum og þær urðu nú að fá að koma aðeins við þau líka hahahah.  Maður ætti nú að fara að rukka aðgang og fá kannski pínu money út úr þessu. Ætli maður verði kannski ríkur af því????  Hmmm hvaða verð ætti maður að setja ???  Diddi þú lendir að borga mest hahahahhahahaha.

Tjá tjá Ásta Tútta

09.12.2005 14:26

*Helgin að renna í hlað*

Jæja þá er helgin að koma :)
Grísirnir fara á eftir yfir helgina þannig að ég get brallað ýmislegt *hóst* og planið er ekki af verri endanum heheeheh say no more ;)

Stóra barnið mitt var 10 ára í gær.
Trúið því varla að það séu liðin 10 ár síðan ég átti stráksa VÁ hvað tíminn er fljótur að líða.
Ég var með matarboð í tilefni dagsins og mamma, pabbi og Hödd systir og hennar fjölskylda litu við. Ekkert smá gaman að fá liðið í heimsókn og ég var að skamma þau fyrir hvað það liði allt of langt á milli þess sem við hittumst.

Sirrý mín ég veit að þú lest ALLT sem ég skrifa og ég vil senda þér batnaðar strauma og það er ekkert smá fyndið hvað við erum ótrúlega líkar heheheh.
Það er alltaf eins og þegar eitthvað gerist hjá annarri þá finnur hin til líka.
Stór furðulegt fyrirbæri að eiga svona other twin án þess að vera það í raun :)
Kiss og knús fallegust.

Tjá Ásta






05.12.2005 12:05

Monday

Jæja þá er bara komin mánudagur og svei mér þá helgin gekk bara glimrandi vel :)

Á föstudagskvöldið leyfði ég grísunum mínum að leigja sér DVD mynd sem þau fengu að fara með inn í herbergi og það bara heyrðist ekki múkk í þeim hahahahahah á meðan sat ég og Stella vinkona yfir Idolinu og ég held án gríns að þetta sé í fyrsta sinn sem ég get horft og hlustað á Idolið þegar börnin eru heima :Þ
Afhverju var ég ekki búin að fatta þetta fyrr????? STUPID ME !!! HA HA HA HA HA.
Seinni partinn á laugardag brunuðum við til Hveragerðis til Lilju og co og eldri grísirnir tveir urðu eftir þar yfir nótt þannig að ég var bara ein með lilluna mína *hóst* eða næstum því :Þ

Í gær fór ég svo aftur til Hveró og sótti þau og Lilja var með smá pylsupartý handa okkur áður áður en við fórum heim. Ekkert smá næs :)

Kv Ásta Idol fan

02.12.2005 16:03

Klukk klukk klukk

 Hey ég sá mér til mikillar gleði eða þannig að Pálína prakkari var að klukka mig á síðunni sinni þannig að hey verður maður ekki að hlýða því ???? :)

 

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
 
  1. Ala börnin mín upp eins vel og ég get og vera alltaf til staðar fyrir þau
  2. Finna hinn eina sanna og gifta mig one day  
  3. Taka einn dag í einu
  4. Mennta mig meira
  5. Vera duglegri að sinna ættingjum mínum
  6. Vera til staðar fyrir aðra sem þurfa á því að halda
  7. Ferðast um allan heim

 Sjö hlutir sem ég get gert.

  1. Prumpað
  2. Talað í síma
  3. Sagt 5 aura brandara og hagað mér eins og fífl.
  4. Verið góður hlustandi 
  5. Skipt um dekk á bíl hahahahhahah
  6. Bakað og eldað 
  7. Verið rómó 

 Sjö hlutir sem ég get alls ekki gert.

  1. Sungið
  2. Borðað lifur ojjjjjjjjjjjjjj
  3. Komið við hrátt kjöt án þess að vera í einnota hönskum
  4. Verið þolinmóð í umferðinni
  5. Drukkið te og kaffi
  6. Komið við könguló með berum höndum
  7. Verið dama í mér

 

Sjö frægir (í mínum  huga) sem heilla

 

  1. Börnin mín
  2. Ma& Pa
  3. Systkini mín
  4. Diddi krúsl
  5. Sirrý mín sem er algjör sálufélagi minn
  6. Vinkonur mínar
  7. Guð

Sjö hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur.

  1. Augu
  2. Heiðarleiki
  3. Framkoma
  4. Húmor (elska 5 aura húmorinn hahahaha).
  5. Geti slappað af og verið það sjálft
  6. Útgeislun
  7. Verið rómó

 

Sjö setningar sem ég nota mikið.

  1. Verðum í bandi
  2. Fruss
  3. Ó mæ god
  4. Ræt

  5. NOT

  6. Okey

  7. Dæsssss

Sjö hlutir sem ég sé.

  1.  Falleg og heilbrigð börn
  2.  Gsm símann minn (er vængbrotin án hans)
  3.  Tölvuna mína
  4.  Úti föt út um allt
  5.  Fullt af kertastjökum ( er kertakella dauðans)
  6. Krossinn minn á veggnum 
  7. Túttur hehehehe

Sjö sem ég ætla að klukka

  

  1. Sirrý mína
  2. Árnýju
  3. Hjördísi
  4. Hafrúnu
  5. Grétu
  6. Lilju
  7. Helgu barnapíu


02.12.2005 14:54

Bara svona upp á húmorinn

Hahahah ...... finnst ykkur þessi ekki röffuð?????


1597_image00777777.gif


01.12.2005 13:21

**Frusssss**

Jæja þá er maður búin að finna jóladressið í ár HA HA HA HA.

Ef þið komið til með að mæta mér á förnum vegi í þessu fagra dressi munið að taka efri smokkana því að þeir neðri koma til með að verða notaðir *Frussssssssss*

pweddingdress.jpg

  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 109840
Samtals gestir: 20820
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 02:38:48

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar