Færslur: 2005 Nóvember

30.11.2005 19:49

Er ekki komin tími á smá röfl???

Hellúúúúúúúúú

Ég er búin að vera frekar löt upp á síðkastið og ekki nennt að skrifa SORRY :)

Ég er öll að koma til og þetta lítur vel út habba habba *Frussssssss*
Get ekki beðið eftir að geta leikið mér almennilega heheehe Mr. D þú veist hvar ég er *púkaglott*.

Jólin styttast óðum og þetta verður örugglega skrítnustu jól ever.
Fyrsta skiptið sem ég verð líklegast barnlaus og ein frá því ég hóf útungun.
Grísirnir mínir verða líklegast hjá pöbbum sínum og ég Palli er einn í heiminum fer örugglega til mömmu í mat. Það verður mjög fínt en samt skrítið.

Djöfull er ég farin að þrá að stinga af úr bænum með góðum félagsskap og tjilla með tærnar upp í loft, sitja í heitum potti og það án barna.
Spurning um að setja það á dagskrána og draga kannski Sirrý snúlluna mína með því ég veit að hún þyrfti svoooooo á því að halda líka.
Ekki slæmt ef við gætum líka dregið suma aðra með tíhíhíhí  :Þ
Sounds good!!!!!

Vá hvað ég er farin að steypa hehehehe.
Greinilegt að ég á ekkert líf þessa dagana hahahahaha enda búin að vera föst hérna heima í viku alveg að mygla ;)

Kv Ásta mygla



26.11.2005 10:43

Friday

Ég er ennþá voða aum og bólgin og vááááááááá hvað þetta er vont !!!!!
Í gær var Sirrý vinkona svo sæt við mig hún mætti hérna með Thai mat handa mér nammi namm og sátum við á beit HA HA HA.
Stuttu seinna kom Stella líka og þegar Sirrý fór ákvaðum við að skella okkur í ísbúð og vááá hvað það var gott að komast aðeins út en ég verð samt að segja að þessi smá bílferð tók mikið á og ég var eiginlega alveg búin á því þegar ég kom tilbaka heheheheh. Ein algjör mús :S
Ég og Stella láum upp í sófa og átum ís og nammi yfir Idolinu ekki leiðinlegt það nema að ég varð pínu fúl að Elfa skildi ekki komast áfram því hún stóð sig betur en Ingó þrátt fyrir að hann hafi verið góður líka.

Ég er búin að vera rosa heppin og fá mikla hjálp í gegnum þetta.
Mamma er búin að vera eins og klettur mér við hlið og ég veit eiginlega ekki hvernig ég hefði farið af án hennar :)
Mútta Luv U :)

heartspin.gif

24.11.2005 08:20

Ein sem getur ekki legið upp í rúmi :)

Mín bara mætt við tölvuna hahahaha.  Pisssssst ekki segja mömmu :Þ
Ég get bara ekki legið upp í rúmi og hvílt mig án gríns.
Læknirinn hefði nú eiginlega átt að gefa mér svefnlyf í staðinn fyrir allt hitt lyfja draslið tíhíhí eða kannski bara róandi.

Dagurinn í gær gekk bara vel fyrir sig sem betur fer.
Var alveg eiturhress eftir aðgerðina og laus við alla ógleði og allt saman alveg til í að dansa einn tangó án gríns heheheheh líklegast var það morfíninu að þakka  :Þ
 Mamma varaði mig nú við og sagði að það gæti nú breyst þegar öll sterku verkjalyfin væru farin að minnka úr kroppnum mínum og viti menn mútta krútt hafði alveg rétt fyrir sér með það þessi elska því  að verkirnir byrjuðu að koma í gærkvöldi og mér varð óglatt like hell en náði samt að sofna.
Svei mér þá að ég svaf bara ágætlega þrátt fyrir allt.
Það á greinilega alltaf að hlusta á mömmu sína :Þ

Rumskaði nokkrum sinnum í nótt við að ég hafi verið að reyna að skipta um stellingu og þá fann ég til í sárunum en annars var ég bara rotuð eins og steinn.
Ég verð nú samt alveg að viðurkenna það að ég finn slatta til núna enda mikið bólgin og maður finnur til í hverju skrefi.

Kv Ásta auma Copy_of_pic77.gif



22.11.2005 19:58

Úfff púfff stress dauðans

Jæja á morgunn er dagurinn og ég er svei mér þá að drepast úr stressi :S

Ég hræðist pínu svæfinguna því ég fékk bráðaofnæmi í síðustu svæfingu reyndar var talið að það hafi verið út af ákveðnum verkjalyfjum sem mér voru gefin rétt áður en ég vaknaði þannig að doksi er búinn að spæja í pappírana mína og ætlar ekki að gefa mér sömu verkjalyfin þannig að þá er bara að krossa fingur og vona að það hafi bara verið málið *wish me luck*

Ég mun skrifa hér inn um leið og ég treysti mér til þannig að þið verðið bara að bíta í það súra og sakna mín á meðan hahahahhaahha. Vona bara að þið drepist ekki úr fráhvarfseinkennum *NOT* :Þ

Tjá í bili

Kv Ásta vandræðagemsiladybug_zigzag_md_wht.gif

21.11.2005 12:45

Svefnpurrka dauðans

Þegar ég vaknaði við klukkuna í morgunn þá var ég sko ekki að meika að vakna en druslaðist nú samt fram úr og kom grísunum mínum í skóla og leikskóla.
Þegar ég kom aftur heim þá meikaði ég bara að labba inn í herbergi hahahah og ég rotaðist á stundinni og vaknaði ekki fyrr en kl 11 :Þ
Talandi um að vera alveg búin eftir helgina hahahhahaha :)

Helgin var mjög fín en erfið á köflum :)

Úúúúú ég er komin í pínu stress kast því að það styttist óðum í .........  á miðvikudaginn mikla og togast bæði í mér tilhlökkun og kvíði enda kannski ekki skrítið.
En það verður hugsað vel um mig og ég verð í góðum höndum hjá henni múttu minni og vinkonum.

Tjá í bili

19.11.2005 12:50

Hó hó hó og leti

Í gær ætlaði ég að skella mér á afmælisfund Alanon en það skreið einhver ljótur leti púki upp í rassinn á mér og neitaði að yfirgefa hlýjuna :Þ
Mamma var mætt á svæðið með KFC handa okkur og var ready að passa grísina mína en hey mútta er svo skemmtileg þannig að ég ákvað að vera bara heima líka og við lágum öll yfir IDOLINU og spændum í okkur nammi :)

Krakkarnir mínir geta verið svo furðuleg stundum. Þegar það er skóli þá tekur mig ár og aldir að ná þeim fram úr rúmunum og ég fæ að heyra trilljón sinnum hvað þau séu þreytt og bla bla bla en þegar þau meiga sofa eins og í morgunn þá bara vakna þau klukkan 7 alveg eitur hress *pirr*pirr*pirr*
Afhverju er ekki hægt að sofa þegar maður má sofa?????

Í morgunn skelltum við okkur í geymsluna og grófum upp eitthvað af jólaskrautinu og ég er langt komin með að setja seríur í gluggana.
Ég veit að ég er púkaleg að gera þetta svona snemma en ég er að fara í aðgerð í vikunni þannig að ég kem ekki til með að geta gert neitt svona á næstunni og þess vegna er ég að gera þetta núna.
Þannig að ég verð bara að vera púkó í friði and I like it :Þ

Kveðja Ásta letidrusla og yfir skreytari





18.11.2005 11:36

Pínu hermó

Ég ákvað að herma eftir Sirrý minni like usual :Þ

Ég skellti mér inn á http://www.spamadur.is/spamadur/ og sló inn ást og hamingja og fékk þetta spil:

 

23.jpg2 stafir

Náið samband birtist. Á þessu stigi málsins er óumflýjanlega komið að þeim tímapunkti varðandi þig og tiltekna manneskju að ákveða hvert skal haldið. Þið hafið augljóslega gengið í gegnum fyrsta stig ykkar sambands og þurfið að huga að næsta skrefi.

Stafirnir tveir á spili þessu tákna stöðu ykkar og markmiðum sem tengjast óumflýjanlega ákvörðun þinni varðandi framtíð ykkar. Skilgreindu drauma þína, áætlanir og tilgang þinn í lífinu áður en þú ákveður hvað skal verða.

Framtíðin sýnir stöðuhækkun og batnandi aðstæður en einnig er augljóst samhengi milli líðan þinnar sem tengist sjálfstrausti þínu og velgengni framtíðar.

Þér er ráðlagt að efast hvorki um framhaldið né frama þinn sem er um það bil að breytast til batnaðar.

© 2005 Spámaður - Ingunn ehf.

18.11.2005 10:30

*Gubb*

Ég vaknaði í nótt við "blauta" gusu.
Gat það ekki verið blautur draumur eða eitthvað annað tíhíhíhíh ????
Það hefði nú verið óskandi að það hefði verið eitthvað skemmtilegra en æla :Þ
Litla snúllan mín settist upp í rúminu mínu og ældi yfir mig án gríns og var ælandi og spúandi eftir það í ALLA nótt gaman gaman eða þannig og lítið sofið á mínum bæ.
Rúmið mitt er allt út ælt og góður fnykur í loftinu eða þannig :Þ
Við reyndar kíktum til doksa í gærkvöldi því hún er búin að vera með niðurgang síðan á mánudag með miklum kvölum og doksi vildi meina að snúllan væri með einhvern iðra vírus þannig að hey á maður ekki alltaf að reyna að sjá björtu hliðarnar í öllu ???? Betra var að fá ælu yfir sig en hitt HA HA HA HA HA.

Núna eru eldri krakkarnir í fýlu út í mig því það er búið að vera þema vika þessa vikuna hjá þeim og í dag átti að sýna foreldrunum afraksturinn en ég mamma leiðinlega sit heima föst með lítið veikt barn og gat ekki farið og  ekki kom mér það heldur á óvart að sumir gátu það ekki heldur frekar en vanalega þegar viðkemur börnunum og þeirra skólastarfi *pirr*pirr*

Ó jæja er það þá ekki bara spurning um að reyna að bæta grísunum þetta upp??
Ohh ég er með móral dauðans :S


Kveðja Ásta æla og leiðinda mamma

11.11.2005 16:22

*Varúð ég er í pirruðu skapi*

Dagurinn í dag reyndar byrjaði með mjög góðum fréttum sem mig langar ekki alveg að gefa hér upp að svo stöddu :Þ
Það má því segja að ég hafi verið í skýjunum framan af  degi hehehehhe.

En auðvitað fékk það ekki að endast lengi því mér var tilkynnt að bíllinn minn væri tilbúin og ég ætti því að koma og skila bílaleigubílnum og sækja minn.
Ég kem á verkstæðið þá sé ég að spegillinn á bílnum er ennþá brotinn og þá segir strákurinn bara við mig að ég eigi að koma þá bara aftur með hann á mánudag og að þeir myndu kippa því í lag og ég gæti bara beðið á staðnum á meðan því það tæki enga stund.
Ok gott mál með það og ætlaði ég ekkert að gera neitt vesen úr því.

Ég fer heim á bílnum mínum og búin að skila bílaleigubílnum og þegar ég kem heim þá ætla ég að læsa og sé þá að samlæsingin virkar ekki á hurðinni sem að mesta tjónið var :S
Þarna var ég aðeins byrjuð að pirrast en það toppaði það alveg þegar ég sá að V tec stafirnir vanta þeim megin sem að bíllinn var sprautaður GARG.
Þannig að ég þarf að hafa samband aftur á mánudag og bílinn þarf að fara aftur til þeirra og ég ekki með neinn bílaleigubíl sem ég NOTA BENE mátti hafa fram á mánudag MAX en af því að hann var tilbúinn fyrr þá þurfti ég auðvitað að skila honum.
Það er eins gott að þeir reddi mér þá bíl á meðan þeir laga þetta AGAIN!!!

Ohhhhhhhhhhhhhhh pirr pirr öskr og æp!!!!!




10.11.2005 15:31

*GRENJ ÚR HLÁTRI*

Ég rakst á svo fyndna mynd að ég verð að pósta henni hér inn :)

Sirrý muna að passa kisu næst þegar þú sest HA HA HA HA


Lost dog.jpg

10.11.2005 10:01

Elska miðvikudaga :)

Miðvikudagarnir eru að mínu mati skemmtilegustu "virku dagarnir".

Þá á ég frí tíma að heiman og skelli mér á Alanon fund og á kaffihús með liðinu þannig að þetta eru svo kallaðir hlaða batterýin dagar.
Ég skil ekkert í því afhverju það sé ekki alanon fag í grunnskólum og framhaldsskólum Íslands því það hefðu allir svo gott að því að fara í smá "naflaskoðun".
Ég veit svei mér þá ekki alveg hvar ég væri stödd í dag ef ég hefði ekki álpast þarna inn einn daginn þegar mér fannst allt vonlaust og svart.
Ætli ég væri ekki ennþá stödd í sama bullinu og endalaust að láta valta yfir mig og mínar tilfinningar?? Nokkuð viss um það :s

Kvöldið í gær var bara yndislegt í alla staði.
Fundurinn var heavy góður og ekkert smá fjör á kaffihúsinu enda félagsskapurinn ekki af verri endanum hehehehehe :Þ
Allavega var ég ennþá með bulluveikina sem að Sirrý smitaði mig af fyrr um daginn hahahahah þannig að það má eiginlega segja að ég hafi smá rasað út hvað munninn á mér varðar og það hélt áfram BELIVE ME!!!!!
SKAMM SIRRÝ ÞETTA VAR ALLT ÞÉR AÐ KENNA en ég veit að sumir kvarta ekki!!!! :Þ

Kv Ásta


08.11.2005 13:29

Góðverk dagsins :)

Ég var stödd inn í banka áðan og var eitthvað að glápa út um gluggann á meðan ég var að bíða eftir að röðin kæmi að mér.
Eftir smá stund sé ég jeppa druslu keyra utan í annan bíl og keyra svo í burtu og ég ennþá full af gremju út af mínum bíl hehehehehe skrifa niður nr á jeppanum og fer út að leita af eiganda hins bílsins sem ég fann að lokum :)
Konu greyjið var ekkert smá glöð að ég skildi hafa haft fyrir því að hafa upp á sér og láta sig hafa númerið á sökudólgnum og vonandi tekur löggan viðkomandi í rassgatið í orðsins fylstu merkingu :Þ og kennir viðkomandi kannski smá lexíu í leiðinni.

Ég rosa ánægð með góðverk dagsins í dag hefði bara viljað að einhver hefði verið vitni af því þegar minn bíll var skemmdur og látið mig vita en hey það er allavega gott að vita að það séu ekki allir sem komast upp með að skemma eigur annarra .

Ég var að enda við að koma úr Bónus og versla inn fyrir pylsupartý heima hjá Tobbu á eftir ;)
Við vinkonurnar ætlum að hittast og gefa gormunum okkar að borða og leyfa þeim að leika og ég verð nú bara að segja að ég er nú líka farin að sakna Tobbu minnar pínu tíhíhí.

Þannig að það virðist ætla að rætast ágætlega úr þessum degi :)

Kv Ásta pylsa

07.11.2005 18:52

Mánudagar til mæðu..... eða var það ekki annars???

Bílinn minn fór á verkstæðið í morgunn loksins!!!

Var orðin frekar þreytt á að hafa hann svona beyglaðan og ljótan sérstaklega þegar maður olli ljótleikanum ekki sjálfur *grát*
Sumt fólk er fífl án gríns. Hvað er eiginlega málið að skemma bíla sér til skemmtunar???
Er ekki frekar hægt að bora í nefið, fara í fótbolta eða fá sér einn á broddinn í staðinn???

En í sárabót fékk ég þennan fína og flotta bílaleigubíl og mig langar eiginlega ekki rassgat að skila honum aftur hehehehe. Þeir meiga bara eiga minn í staðinn JE RÆT að þeir myndu fallast á það  :Þ
Írena var nú samt ekki alveg á því að setjast inn í þennan ókunnuga bíl og skildi ekki upp né niður í því hvað bílstólinn sinn  væri eiginlega að gara þarna en á endanum hætti hún sér inn í hann og var bara voða sátt með bíltúrinn út í búð og svo heim =)
Til að toppa daginn þá er nýji fíni síminn minn kominn úr viðgerð JÁ VIÐGERÐ hahahah meira apparatið það þannig að ég get farið að símavændast á fullu aftur enda þekkt fyrir að vera með munnræpu á mjög slæmu stigi :Þ
Já það er hægt að nota munninn í fleira enn að.............. tíhíhíhí.

Tjá amigos




06.11.2005 19:58

Helgin á enda

GO UNITED
GO UNITED
GO UNITED

Jeiiiiiiiiii auðvitað tóku mínir menn Chelsea í boruna og Sirrý mín farðu nú að viðurkenna það að liðið þitt Sökkar!!!!
Næst þegar ég kem til þín í heimsókn þá skal ég af Chelsea þig svo verður þú bara að fylla í eyðurnar hvernig ég ætla að fara að því :Þ

Helgin er á enda og ég var að enda við að renna í hlaðið eftir vel heppnaða heimsókn í Hveragerði.
Verð nú að segja að leiðin heim var frekar spúký enda svarta myrkur, engin lýsing og snjókoma.
Ég er nú ein af þeim sem hræðist myrkrið þrátt fyrir að vera 29 ára HA HA HA HA talandi um að vera skræfa :Þ

Kv Ásta Man United fan nr 1


04.11.2005 19:25

ROK OG AFTUR ROK!!!

Ég sver það að veðrið á Íslandi sökkar!!!!

Hvað í andsk.... er maður að gera hérna???? :Þ

Ég þurfti að skreppa út með litlu snúllurnar mínar áðan og það var ekki nóg með að maður átti bágt með að tolla á báðum fótum vegna hálku að veðrið þurfti að vera að hamra á manni líka *pirr*pirr*pirr*  Ég sver það að ég leit út eins og belja á svelli með kálfana sína tvo í eftirdragi þannig að ef þið sáuð einhverja í dag sem passaði við þessa lýsingu ÞÁ VAR ÞETTA ÉG heheheheh.

Jæja það er kominn föstudagur :) Það er mömmuhelgi hjá mér þannig að það merkir aðeins eitt og það er KÓSÝKVÖLD í kvöld eins og grísirnir mínir kalla það.Ætlunin er að troða okkur vel út af sælgæti og snakki og liggja afvelta fyrir framan imbann ropandi og rekandi við að glápa á IDOLIÐ eins og svo margir aðrir íslendingar gera án efa líka :Þ

Planið þessa helgina er ýmislegt því ég reyni eins og ég get að vera með dagskrá þessar helgar til að hafa nóg að gera svo að grísirnir mínir verði ekki leiðir og fari að gera mig gráhærða tíhíhí.                                           

Á stefnuskránni er að heimsækja Sirrý og hennar grísi og búa með því til aðeins meiri hávaða.Við tvær saman með 7 börn hljómar það ekki vel?????  Það er óhætt að segja að við vinkonurnar höfum ekki setið aðgerðarlausar í gegnum tíðina HA HA HA HA suss svona á maður ekki að segja :Þ                    

Einnig er ætlunin að bruna yfir Kambana ef veður leyfir til að heimsækja Lilju og hennar kríli. Lilja ertu búin að baka *slef*, þrífa, skúra og bóna??? :Þ

Í gær ákvað ég að vera voða sniðug og skellti mér til hómópata til að reyna að fá hjálp við tveimur kvillum sem að ég ætla nú ekki að hafa eftir hér :þ Ég kom út frá kellu alveg í sjokki og ég verð nú eiginlega að segja að ég er það eiginlega ennþá :) Konan vill gera STÓR breytingar á mínu mataræði og ALLT þá meina ég ALLT sem ég hef borðað hingað til er BANNAÐ *sniff*sniff* og ég verð að fara að borða einhvern vibba en ég naglinn sjálfur ætla auðvitað að reyna til að sjá hvort þetta hafi eitthvað að segja. Stefnan er að byrja á þessu í næstu viku og mig vantar fullt af peppi frá ykkur því þetta verður ALLS EKKI auðvelt. Allavega þá ætla ég að nota tímann og sukka feitt um helgina í öllu því sem ég má ekki borða í svona pínu kveðjuskyni heheheh. Æ NÓ ÆM A SÖKKER!!!             

Jæja nenni ekki að röfla meira hérna í bili

OVER AND OUT!!!

 

 

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 134228
Samtals gestir: 23318
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 00:44:36

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar