11.01.2007 00:09Góðar fréttir :)Jæja þá hef ég góðar fréttir að færa Ég kom á deildina í dag til að láta taka fröken dælu. Halla krabbameinslæknirinn minn kom inn í herbergið til mín og tilkynnti mér það að í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í lyfjameðferðinni sést lækkun á krabbameinsvísunum (CEA) í blóðinu mínu ... íhhaaaaaa. Þetta var reyndar ekki mikil lækkun en lækkun engu að síður. Þá er bara að halda þessu striki áfram og vona að þessi framför haldi áfram Ég var frekar slöpp á mánudaginn eftir langa koktaildaginn minn þannig að ég bað um meiri stera á þriðjudeginum og þeir slógu vel á ógleðina. Gat því farið út í gærkvöldi til að hitta 4 vinkonur mínar á Vegamótum ...off course. Hætt að koma á óvart hvaða staður verður fyrir valinu þegar ég fæ að ráða .... hehheeh... ég hreinlega elska þennan stað. Maturinn þarna er svoooooo góður og virkilega ódýr. Maður þarf ekki að selja úr sér annað nýrað og annan handlegginn til að fá að borða þarna ... hehehhee Var líka mjög hress í dag. Var á rúntinum í allan dag með henni Önnu minni. Gekk frá Tenerife ferðinni sem ég fékk í verðlaun fyrir að hafa verið valin íslendingur ársins af Ísafold tímaritinu. Ég reyndar ákvað að bæta við viku þannig að við verðum í 2 vikur en ekki eina eins og verðlaunin hljóðuðu upp á. Við förum út í mars ég, mamma og krakkarnir ... úfffff get ekki beðið !!!!...Krakkarnir fara því með mér út í febrúar til Svíþjóðar og til Tenerife mars. Ekkert smá mikið miðað við að þau hafa aldrei farið erlendis eða stigið fæti í flugvél áður ... nema Írena Rut sem kom með mér til Svíþjóðar til Daða þegar hún var aðeins 6 mánaða og var ennþá á brjósti. Ekki sjéns að hún muni eftir því ævintýri Þessa dagana blasir lífið sannarlega við mér. Lyfjameðferðin gengur vel, ferðalög framundan og ég virkilega glöð í mínu hjarta (say no more Knús á ykkur öll Luv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 08.01.2007 20:04LyfjameðferðinFór í lyfjameðferðina eld snemma í morgunn og var ekki búin fyrr en um 16 ... enda fyrsti lyfjadagurinn af þremur er alltaf aðal lyfjakoktail dagurinn. Þá fæ ég mörg lyf og Avastinið er eitt af þeim. Eftir lyfjameðferðina brunaði ég heim og lagðist upp í sófa og horfði á videó. Skrítið að hafa ekki börnin en samt finn ég það núna hvað það var gott að geta bara tjillað upp í sófa með tærnar upp í loftið og slakað á. Er pínu slöpp núna og með dúndrandi hausverk en hey ég gæti haft það verra Talaði við Höllu krabbameinslæknir í dag um hin ýmsu mál. Hún heldur að bakverkurinn stafi af bólgum í magaopi en ekki neinu alvarlegu. Eða þá að það séu bólgur í himnunni utan um lifrina. Held samt að magaopið sé sökudólgurinn því allt í einu er ég alltaf svöng sem er mjög óvanalegt fyrir mig eftir að ég greindist. Þegar magaopið er bólgið þá heldur líkaminn að hann sé alltaf svangur og það passar. Eftir að ég greindist þá hef ég verið með sama og enga matalist ... rétt kroppa í matinn og kílóin hafa hrunið þessa mánuði. Þannig að það er alveg nýtt fyrir mér að vera með mikla matarlyst eftir að ég veiktist.... Tek það fram eftir að ég veiktist Eitt af því sem ég gekk á Höllu með eru horfurnar mínar.... Ohhhh ég þoli ekki þegar ég tek upp á því að spyrja því ég fæ alltaf svör sem ég höndla ekki að heyra. Svei mér þá ef ég er ekki haldin sjálfspyntingarhvöt á hæðsta stigi. Ég fékk þau svör að það sé hægt að halda þessu niðri vonandi sem lengst en lækning sé mjög ólíkleg. Ég kýs samt að trúa því ekki ... mín leið til að halda geðheilsunni og ég vil trúa því að það sé alltaf von. Ég veit um dæmi þar sem maður var miklu verri haldinn en ég af meinvörpum í lifur og hann læknaðist. Það er ekki algengt EN ÞAÐ GERIST !!! Halla sagðist reyndar vita um dæmi þess sjálf hér á Íslandi en það væri mjög sjaldgjæft það er nóg fyrir mig að vita. Ég ætla að vera ein af þeim og Halla skal fá að standa agndofa yfir framförum mínum ... HANA NÚ!!!! Eitt sem ég nefndi líka við Höllu var að ég vil að hún athugi hvort það sé einhver minnsti möguleiki á að fá að fara á líffæraþegalista. Mér finnst asnalegt að krabbameinsveikir séu settir í annan flokk en aðrir og það sakar ekki að reyna að athuga málið. Í versta falli þá hafna þeir mér bara og þá veit ég að ég allavega reyndi. Ég vil skoða allt sem gæti lengt líf mitt og ég mun ekki hætta því. Einnig bað ég hana um að athuga með lyfið sem að Kínverjar eru að nota með góðum árángri enn sem komið er en málið er að önnur lönd hafa ekki viljað nota það því það er ekki komin nógu mikil reynsla á það með tilliti til aukaverkana og þess háttar vesen. Það sem þetta lyf hefur yfir önnur lyf er að þetta er fyrsta krabbameinslyfið sem til er sem að ræðst á DNA krabbameinsfrumunar og breytir því sjúklingnum í vil. Mig langar líka rosalega að fara til Bandaríkjana og fara á Mayo Clinic þar sem færustu krabbameinslæknar í heimi eru og fá annað álit. Talaði einmitt líka um það við Höllu og hún ætlar að kanna það fyrir mig. Þórir hetja og frú bentu mér á þennan möguleika þannig að Þórir og frú ef þið eruð að lesa þetta þá er þetta í skoðun Ég finn ekki fyrir ofvirkni af sterunum núna. Það er kannski ágætt líka en mér finnst samt betra að vera ofvirk og líða vel heldur en að vera slöpp, þreytt og með hausverk eins og ég er núna. Finnst fyrri kosturinn betri en þetta er svo upp og ofan hjá mér og ég veit aldrei fyrirfram hvernig ég verð í hvert sinn. Dæja skvísa mætti upp á deild í dag í smá heimsókn. Ekkert smá gaman að hitta hana aftur. Hún fékk líka ristilkrabba eins og ég en var svo heppin að hann var staðbundinn hjá henni og hún þurfti bara að fara í 6 mánaða fyrirbyggjandi lyfjameðferð og er núna útskrifiuð. Hún flokkast því sem cancer survivor sem er alveg frábært. Vonandi get ég sagt einn daginn ... Hæ ég heiti Ásta Lovísa og er cancer survivor Á morgunn er dagur 2 í lyfjameðferðinni. Wish me luck !! Tjá tjá Luv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 07.01.2007 15:40Hux* hux* hux*"........ Ég er ekki gefin fyrir uppgjöf. Ég berst þar til ég fell. Þetta er styrkur sem mér er blóð borinn..... Það sem máli skiptir er að trúa á að meðan þú getur dregið andann eigirðu von. Hún Pálí mín gaf mér bók sem heitir Sérstök gjöf, Kjarkur og Von. Þessi fallegu orð koma þaðan ásamt fullt af öðrum fallegum. Helgin mín með krakkana gekk vel Í gær varð ég að taka erfiða ákvörðun. Ég er búin að vera með eldri tvö hér heima hjá mér en lillan mín er mest hjá pabba sínum síðan að ég veiktist. Ég er ekki einu sinni að geta sinnt þeim eldri vikuna sem ég er í lyfjameðferðinni. Ég reyni, reyni og reyni ... en er alltaf slöpp, þreytt og pirruð. Ég vil ekki að veikindin mín þurfi að marka allt heimilislífið eins og það gerir. Ég vil heldur ekki að börnin mín minnist mín sem þreytta, pirraða mamman ef ég tapa minni baráttu. Þetta er sárt að viðurkenna að maður geti ekki einu sinni sinnt almennilega börnunum sínum lengur ....... Ég kaus ekki að verða svona veik og ég verð bara að reyna mitt besta og velja og hafna með alla aðila í huga. Þá komum við að því sem ég þurfti að taka ákvörðun um......... Eftir að hafa rætt við pabba þeirra eldri komumst við að þeirri niðurstöðu að kannski væri best fyrir krakkana að búa hjá honum vikuna sem ég er í lyfjameðferðinni og vikuna á móti hjá mér. Semsagt viku viku dæmi. Úúúúfff mér finnst ég ömurleg mamma núna án gríns!!!! En hvað annað get ég gert ???? ´ Á morgunn fer ég í lyfjameðferðina. Ég er svo mikill gullfiskur að ég gleymdi að fara í blóðprufuna á föstudaginn sem sker úr um það hvort ég fái grænt ljós á lyfjameðferðina þessa vikuna. Ég var meira að segja á bráðarmóttökunni og fattaði ekki einu sinni að biðja þá um að taka blóðprufuna þannig að þetta er í raun tvöföld gleymska ... heheheh.... Á eftir að gleyma sjálfri mér þarna uppfrá einn daginn. Ég verð þá bara að mæta exstra snemma í fyrramálið og biðja þær um að hraða blóðprufunni og vona að það sé í lagi. Ég finn svo rosalega hvað minnið mitt er orðið götótt eftir að ég veiktist og þarf að vera á öllum þessum sterku lyfjum. Ekki myndi ég leggja í að fara í skóla núna þó svo mér langi það rosalega. Hef alltaf fengið fínar einkunnir og grunar að þær myndu nú ekki vera upp á marga fiska ef ég reyndi eitthvað nám núna. Á morgunn hitti ég Höllu krabbameinslækni. Er pínu forvitin að vita hvað hún segir um bakverkina. Mér finnst það pínu óþægilegt að vita ekki hvað sé að gerast í líkamanum ... en ég skil samt rökin líka. Með réttu á ég ekki að fara í myndartöku fyrr en eftir x6 skipti á Avastininu enn á morgunn er x4 skiptið. Svíþjóðarferðin okkar krakkana frestast fram í febrúar. Bróðir minn fær ekki frí í vinnunni fyrr .... ekki viljum við fara út og brósi alltaf busy að vinna. Stelpan hans þá í vetrarfríi í skólanum og þá hefur Embla hana meira hjá sér enda jafn gamlar stöllur Ég er búin að setja fullt af linkum af ungu fólki sem er að berjast við krabbamein eins og ég. Linkarnir þeirra eru undir hetjurnar mínar. Endilega skoðið þessar hetjur og gefið þeim líka falleg komment eins og þið gefið mér svo oft. Án gríns þá er svooooo gott að fá þetta og það gefur manni svo mikið. Sérstaklega þá daga sem að svartsýnis púkinn bankar að dyrum.
Skrifað af Ástu Lovísu 05.01.2007 23:21BloggtímiJæja þá loksins druslast ég til blogga Ég upplifði þvílíkt skrítna upplifun í nótt... Hundurinn var rosalega órólegur og ég var það líka sjálf. Ég var alltaf að vakna því mér fannst eins og einhver væri að eiga við mig í svefni..... úúúúú spúký!!! Ekkert smá furðulegt.... vonandi var einhver fallegur engill að kukla í meinvörpunum mínum Ég byrjaði reyndar að fá mikla bakverki í gær og í dag og eyddi kvöldinu á bráðarmóttökunni. Maður verður alltaf jafn hræddur þegar maður fær verki og byrjar að ýminda sér allt það versta. Krabbameinslæknirinn sem var á vaktinni vildi ekki taka myndir af kviðarholinu á mér. Hann sagði að ég hafi verið svo lengi lyfjalaus þegar ég fékk garnastífluna að það væri ekki ólíklegt að krabbinn í lifrinni hafi versnað eitthvað pínu og ég ætti að leyfa lyfjunum að fá sinn tíma til að verka aftur. Hann vildi samt láta mynda hrygginn og sem betur fer fannst enginn krabbi þar. Varð pínu vonsvikin fyrst að ég skuli ekki hafa verið send í tölvusneiðmynd en þegar ég hugsa betur um þetta þá held ég að þetta sé alveg rétt ákvörðun hjá doksa. Halla krabbameinslæknirinn minn verður svo bara að meta það á mánudaginn hvort hún vilji láta taka mynd strax eða bíða með hana þar til ég er búin með 6 skiptin. Hverri myndatöku fylgir alltaf geislun og er því ekki gott að fara of oft. Ég er að fara í x4 Avastin skiptið á mánudaginn þannig að það þarf bara 2 skipti í viðbót og því ekki langur tími að bíða eftir fréttum á stöðu mála. Þannig að ég ætla bara að vona það besta að sjúkdómurinn sé ekki að gera eitthvað af sér .... Ætla allavega ekki að velta mér upp úr því núna Hitti Önnurnar mínar í dag. Ekkert smá gaman að setjast niður í góðum félagsskap og spjalla. Það er búið að vera eitthvað svo mikið um að vera hjá mér upp á síðkastið og ég var því farin að vanrækja vinkonurnar ... heheheh... Stelpur ég lofa að taka mig á Annars er bílastæðavesenið á Landsanum að pirra mig og Þórdísi þessa dagana. Ætlum að bretta saman upp ermarnar og reyna að berjast fyrir því að við sem erum krabbameinsveik og erum í lyfjameðferð fáum miða í gluggana til að losna við þetta bílastæðabull. Ég bara á ekki til orð yfir þessu án gríns.... Þegar maður er í lyfjameðferð þá er maður pínu slappur þegar maður kemur út. Maður er samt alveg heill í kollinum ... er frekar svona eins og maður sé ný skriðinn upp úr ælupest. Ég persónulega vil ekki vera upp á aðra komin og vil keyra sjálf en maður treystir sér ekki að leggja langt í burtu og maður leggur því í gjaldskyldu stæðinn sem eru næst spítalanum. Maður veit aldrei hversu lengi maður er hverju sinni því að lyfin eru blönduð við komu en ekki fyrirfram... og það fer eftir því hversu margir eru á deildinni hverju sinni hvað apótekið er lengi að blanda lyfin fyrir alla. Ekki megum við hlaupa út með lyfjadælurnar í eftirdragi til að borga í stæðinn þannig að margir eru að lenda í því að safna sektum. Þetta er náttúrulega bara fáránlegt !!! Ekki gaman fyrir ráðamenn bílastæðana að fá tvö brjáluð naut upp á móti sér ... íhhaaaaaa Núna er komin helgi og ég með grísina mína og ætla ég að eiga yyyyyndsilegan tíma með þeim
Skrifað af Ástu Lovísu 03.01.2007 18:50Litla viðkvæma blómarósin :)Í gærkvöldi skellti ég mér út að hitta hana Grétu mína og kærasta hennar. Þau búa í Köben og voru að fara aftur heim í dag þannig að mig langaði að kveðja. Ég dró hann Didda minn með og hittumst við fyrst á Café Viktor og síðan lá leið okkar að sjá James Bond í bíó. Ég sat alveg heilluð yfir myndinni en svo allt í einu fékk ég þennan þvílíka risa kvíðahnút í magann og tárin fóru að streyma..... á James Bond af öllum myndum ...heheheheh.... Ég veit ekki alveg hvort það hafi stafað af því að Gréta væri að fara eða hvort að það hafi verið vegna dauða sem átti sér stað í myndinni. Kannski sambland af hvoru. Sú hugsun bara flaug í hausinn á mér þegar ég sá Bond sitja þarna niðurbrotinn með dömuna sína látna í fanginu að kannski myndi Diddi sitja með mig svona í fanginu niðurbrotinn af sorg innan einhvern tíma. Þessi staðreynd stakk mig eins og trilljón hnífar og ég bara gat ekki haldið aftur á tárunum. Samt tókst mér að fela þetta vel og Diddi var sá eini sem var var við að mér liði ekki vel. Brotnaði svo bara niður þegar við komum saman út í bíl og Diddi minn náði að róa mig niður. Hvað er að manni ???? James Bond af öllum myndum ... heheheh.... ekki eins og ég hafi verið á einhverri ástarvellu. ...en hey myndin er samt geggjuð mæli með henni!!! Í gær sótti einnig stíft á mig hugsun... sem fékk mig til að líða illa. Eins og ég hef sagt áður þá lést mamma þegar ég var lítil stelpa. Mér fannst alltaf eitthvað vanta þó svo ég hefði aðra konu sem ég kalla mömmu sem hefur reynst mér 100%... þá fannst mér samt alltaf vanta eitthvað pínu þegar ég var á unglingsárunum. Þessi brenglaða hugsun mín á þessum tíma leiddi af sér að ég ákvað að skapa aðstæðurnar sjálf sem ég þráði. 18 ára byrjaði ég með gaur sem var 9 árum eldri en ég og varð ólétt af ásetningi. Þarna var ég búin að mynda móðir/barn tengsl sem ég þráði svo á þessum tíma. Í gær rann svo upp fyrir mér sú kalda staðreynd að aðstæður mínar í dag eru sláandi ef ekki óhugnalega líkar aðstæðunum sem ég ólst upp við. Bróðir minn kom elstur (Eins og Kristófer Daði). Þremur árum seinna kom ég (eins og Embla Eir) og svo loks kom Höddin mín 5 árum á eftir mér (Eins og Írena Rut). Hödd ólst upp hjá mömmu sinni sem ég kalla reyndar mömmu líka og ég og Daði ólumst upp saman. Það sem mér finnst svo skelfilegt við þetta er að ég er á sama aldri og mamma mín var þegar hún var veik og á endanum lést hún. Ef ég kem til með að fara þá koma börnin mín til með að alast upp eins. Írena sér og hin tvö sér. Með leikriti mínu í upphafi er ég búin að skapa þeim sama veruleika og ég þoldi ekki. Ekkert smá skrítið þetta líf og það má segja að það sé svo sannarlega óútreiknanlegt. Ég kona í minni aðstöðu kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hvernig börnin mín koma til með að plumma sig í lífinu án mín. Í dag eru freistingarnar mun fleiri heldur en var áður fyrr og ég verð bara að segja að þetta nagar mig pínu. Ég er ekki að segja að ég sé farin að gefast upp ... alls ekki.... þetta eru bara hugsanir sem ásóttu minn skrítna haus í gær.
Skrifað af Ástu Lovísu 02.01.2007 15:07Fyrsta bloggið á nýju áriÞá er komið nýtt ár Get ekki sagt að ég sakni ársins 2006. Hugsa samt til þess með svona frekar blendnum tilfinningum. Það að greinast með krabbamein er náttúrulega rosalegt sjokk og maður óskar engum það. Samt er svo margt sem ég er búin að læra í kjölfarið sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Minn draumur er samt að verða hrein aftur. Hrein og með fullar hendur af reynslu og visku sem að krabbinn gaf mér ...sem ég fæ svo vonandi að miðla áfram. Skrítið að segja að krabbinn hafi gefið manni eitthvað jákvætt en þannig er það samt. Er búin að eiga yndisleg jól og áramót með minni fjölskyldu. Var reyndar lítið með krakkana milli jóla og nýars enda í lyfjameðferðinni. Maður fær víst ekki jólafrí frá henni Avastinið er aftur komið á dagskrá. Það fór ágætlega í mig síðast... Pínu flökurt við og við og með furðulega tilfinningu í hausnum en ekkert alvarlegt. Ég hef fengið Avastinið x3 sinnum með skiptunum sem ég fékk áður en ég fékk garnastífluna. Ég spurði Höllu hvort að við byrjum að telja aftur frá 0 eða ekki. Þarf að fara í 6 skipti áður en myndir eru teknar að nýju. Halla sagði að við myndum ekki byrja aftur á núlli þannig að ég held að lifrin verði skoðuð eftir 3 skipti. Vonandi fæ ég jákvæðar fréttir.... ég trúi því. Næsta lyfjameðferð hefst svo á næsta mánudag. Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Mér skilst að krabbameinsveikir fái ekki að fara á lista yfir líffæraþega. Ég til dæmis má ekki fara á lista yfir fólk sem þarf að fá nýja lifur. Þegar ég hef spurt afhverju þá skilst mér að það sé út af því að það sé möguleiki á að krabbinn taki sig upp þar.... að það sé sóun á líffæri. Það er líka möguleiki á að krabbameinsfrítt fólk sem þarf ígræðslu út af einhverju öðru hafni líffærinu... Þekki sjálf eitt dæmi þess. Það er líka möguleiki á að verða undir bíl. Mér finnst pínu lítið eins og verið sé að mismuna fólki.... Fólk á að hafa sama rétt. Það er pínu sárt að vera með krabba í lifrini og vita til þess að það sé ekki sjéns að fá nýja... þó svo að það gæti gefið manni lífið aftur. Áramótarheit .... Fóru þið með svoleiðis ??? Ég ætla að reyna að taka mataræðið mitt í gegn aftur. Reyna að hafa það hollara og byrja að hreyfa mig. Mig langar að fara að æfa aftur eins og ég gerði áður en ég veiktist. Hef hingað til ekki treyst mér í það eða haldið að ég gæti það ekki .....vitiði ég ætla mér allavega að reyna það
Skrifað af Ástu Lovísu 31.12.2006 18:18Gleðilegt ár snúllurnar mínar !!!Gleðilegt ár snúllurnar mínar !!! Takk kærlega fyrir öll fallegu kommentin. Þau hafa hjálpað mér rosa mikið og meira að segja náð að draga mig upp þegar ég hef verið down. Endilega haldið því áfram !! Ég mun halda áfram að blogga hér á fullu á nýju ári .... losnið ekkert svo auðveldlega við mig ... íhaaaaa. Sendi áramótarknús á ykkur öll..... Skrifað af Ástu Lovísu 29.12.2006 21:52FridayDagurinn í dag er búinn að vera frábær dagur. Ég svaf lengi út enda ekki skrítið því ég svaf ekki nema 4 tíma nóttina þar áður. Hitti hana Grétu mína. Skelltum okkur fyrst út að borða á Vegamótum .. hehehe ... kemur ekki á óvart ....sá staður verður yfirleitt fyrir valinu ef ég fæ að ráða Þessi lyfjatörn er búin að vera nokkuð góð. Reyndar er ég á tvöföldum steraskammti svo mikið hef ég ekki fengið áður. Ég varð bara svo veik síðast þannig að doksi vildi auka við sterana og ógleðislyfin. Mér finnst það fínt fyrir utan ofvirknina sem virðist fylgja sterunum. Annað hvort verður maður virkilega hátt uppi með munnræpuna á fullu, brosandi allan hringinn eða þá að maður fellur langt niður í hálfgert þunglyndi. Ég hef einu sinni lent í þunglyndinu annars er ég yfirleitt þessi á bremsulausa bílnum sem ræður ekki við sig. Mér finnst það nú skárri kostur af tvennu illu Gréta mín er nýfarin og ég er búið að koma mér í kósý náttbuxur og hlýrabol. Ég er sko náttbuxnasjúk og ég veit hreinlega ekki hversu margar náttbuxur ég á. Elska að hoppa í þær þegar ég er heima og kúra undir sæng og horfa á imbann eða lesa góða bók. Ég er frekar heimakær og finnst gott að letast hér heima en stundum á ég erfitt með að vera ein með sjálfri mér því eins og þið hafið kannski verið vör við.......þá á hausinn á mér stundum það til að fara á flakk og á mig sækja erfiðar hugsanir..... En eins og núna þá er ég alveg róleg og er mjög bjartsýn á framhaldið og finnst virkilega gott að vera ein með sjálfri mér. Sleppi því bara að kveikja á tónlistinni minni ... veit ekki alveg hvað það er með tónlistina..... einhvern veginn þá opnar hún allar gáttir og þá fer ég að skæla eins og barn. Frekar skrítið og ég hreinlega skil ekki afhverju þetta gerist alltaf. Get hlustað á hana með öðrum en ekki þegar ég er ein. Kannski á maður bara að kveikja á henni reglulega til að hreinsa út en mér finnst virkilega vont að fá kvíðakast þegar ég er ein. Mig langar að spyrja ykkur lesendur góðir hvernig hugsið þið til dauðans ??? Hræðist þið hann ??? Haldið þið að við deyjum og fæðumst aftur seinna ??? Hittum við ættingja og vini sem hafa dáið á undan okkur ??? Er líkaminn okkar bara hulstur eða eins og bíll sem að bilar og skemmist með tímanum og við fáum svo annað hulstur seinna þegar við höfum náð einhverjum þroska ??? Eða er bara allt svart eftir að við deyjum og öllu lokið ??? Ég hef stundum sjálf velt þessu fyrir mér. Mér finnst pínu óhugsandi að öllu sé bara lokið þegar við deyjum. Ég vona allavega að þegar minn tími kemur að ég fái að hitta alla ættingja mína sem eru farnir. Finnst eitthvað svo óhugsandi og óaðlaðandi að hugsa til þess að allt sé bara svart og maður rotnar í einhverri mold. Afhverju deyja þá sumir sem ungabörn eða ungir??? Hver var þá eiginlega tilgangurinn með þeirra stuttu komu í þetta líf ??? Skrifað af Ástu Lovísu 28.12.2006 10:35ÍsafoldÍ gær fengið þið að sjá hvað leyndarmálið mitt var Lyfjameðferðin gekk virkilega vel í gær ... Gréta vinkona mætti eldsnemma með mér og það var alveg yndislegt að hafa félagsskap. Halla læknir lét mig fá stærri stera skammt því ég varð svo lasin síðast og líka til að ég gæti staðið undir öllu þessu sem er búið að vera að gerast síðastliðin sólahring Fer aftur upp á spítala um hádegi í lyfjameðferðardag 2 og losna svo við fröken dælu á morgunn. Takk fyrir öll fallegu kommentinn ykkar .... sendi knús á línuna. Kv Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu 25.12.2006 10:36Gleðileg jól !!!Gleðileg jól snúllurnar mínar Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar frá ykkur Aðfangadagur var æðislegur dagur. Enginn ástæða til að kvíða svona fyrir honum eins og ég var búinn að vera að gera Í dag förum við svo saman í jólaboð til Ingibjargar ömmu. Það verður án efa skrítið að fara þangað því afi er svo ný látinn og verður því örugglega hálf tómlegt að fara þangað. Fyrir einhverjum árum síðan var alltaf fullt af ættingjum í þessum jólaboðum á jóladag, en því miður þá er meiri hlutinn af ættinni minni látinn úr erfðasjúkdómnum sem er arfgeng heilablæðing. Blóð mamma mín lést úr honum þegar ég var að verða 8 ára og systir mín árið 2000. Finnst skrítið að hugsa tilbaka og bera þessa tíma saman. Eins og ég hef sagt áður þá var ég svo heppin að pabbi byrjaði með yndislegri konu þegar ég var 3 ára. Þau reyndar slitu samvistum þegar ég var 10 ára en þessi kona skildi svo sannalega ekki við mig og ennþá daginn í dag kalla ég hana mömmu og börnin mín hana ömmu. Þessi yndislega kona á afmæli á morgunn... íhaaaaa.... maður verður nú að kíkja á kellu og knúsa hana í klessu í tilefni dagsins Aðeins tveir dagar í lyfjameðferðina og loksins fæ ég Avastinið aftur ...... jibbýýýýý...... Hlakka til að fá þessa gulldropa því þeir voru sko sannarlega að standa fyrir sínu síðast. Aðeins eftir 2 skipti var hægt að sjá minnkun á meinvörpunum á myndum. Það er kraftaverk því Halla krabbameinslæknir var búin að segja mér að eftir 6 skipti þá væru góðar fréttir að meinvörpin væru búin að standa í stað og svo eftir önnur 6 skipti ætti ég að vonast eftir minnkun.....meira væri ekki hægt að fara fram á fyrst um sinn. Þannig að þetta er greinilega undralyf fyrir mig Kv Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu 23.12.2006 19:30Aðeins verið að stelast í tölvuna :ÞTók mér pásu og ákvað að bulla hérna í ykkur nokkrar línur...... eða kannski margar það bara fer alveg eftir munnræpunni Stella vinkona kom til mín gærkvöldi þessi elska og vorum við að pakka inn gjöfum frá klukkan 20 fram að miðnætti ..... dæs.... Þetta ætlaði aldrei að taka enda .... hehehe..... Ég var eitthvað lúin í morgunn með svima og máttleysi þannig að Summi pabbi hennar Írenu Rutar bauðst til að hafa stelpuna þangað til á morgunn... þannig að hún kemur ekki til mín í dag litla skinnið. Þá vonandi næ ég að hvíla mig vel svo að ég verði eldhress á morgunn... íhaaaaaa. Mamma er búin að vera með Emblu í dag þannig að eftir hádegi skellti ég og Kristófer okkur saman á rúntinn að keyra út pakka og láta þrífa bílinn. Það er dálítið spennandi að fara að gerast 27.desember eftir lyfjameðferðina mína. Ég má ekki segja ykkur hvað það er.... Eina sem ég má segja er að horfa á Kastljósið þetta kvöldið Ég veit að það eru margir sem að fylgjast með blogginu mínu á hverjum degi. Mig langar að þakka öllum enn og aftur fyrir stuðninginn .... Hvort sem það hefur verið gegnum styrktarreikninginn, með fallegri kveðju hér á blogginu mínu eða gegnum mailið mitt eða bara með því að hugsa fallega til mín eða biðja fyrir mér Þó að sum ykkar þekkið mig ekkert þá er ykkur velkomið að kommenta hér eins oft og ykkur lystir... því ef ég hefði enga lesendur þá myndi ég ekki nenna að standa í þessu bloggi. Þið segið að ég gefi ykkur svo mikið með þessum skrifum mínum en þið gefið mér ennþá meira með kommentunum ykkar og mailunum Jólaknús og kossar á ykkur öll Kv Ásta jólasveinn Skrifað af Ástu Lovísu 22.12.2006 19:31Þreyta spreytaÚfff púff... Ég er alveg búin á því eftir daginn. Þó svo ég reyni að taka því rólega þá eru bara svo margir hlutir sem ég þarf að gera fyrir jólin og því miður þá er ég allt of fljót að þreytast Eins og ég sagði áður þá kom Gréta mín mér til bjargar í dag. Hún kom til landsins í gær og vá hvað það var gott að sjá hana. Hef ekki séð hana í tæpt ár því hún býr erlendis. Finnst frábært að hafa hana hérna á landinu ... verst bara hvað hún stoppar stutt Fjölskyldan skellti sér saman á Sjávarkjallarann í gærkvöldi til að fagna saman afmæli litlu sys. VÁ þessi staður er geggjaður án gríns. Ekkert smá flottur staður, geggjaður matur og þjónustan til fyrirmyndar. Pöntuðum okkur rosa spes samsetningu sem þeir voru að bjóða upp á. Það voru bornir á borð fullt af allskyns forréttum sem að allir fengu að smakka á. Sama var með aðalréttinn fengum fullt af réttum allt frá saltfiski og túnfisk upp í hreindýr. Eftirrétturinn var með sama sniði og ég var fljót að týna tölunni af fjölda rétta sem ég smakkaði og meira að segja margt sem ég hélt að ég myndi aldrei þora að smakka. Allir fóru veltandi út með bros á vör Á morgunn er Þorláksmessa. Þá fæ ég hana Írenu mína líka Lyfjameðferðin hefst svo með fullum krafti 27 des. Þá er Avastinið komið aftur á dagskrá sem betur fer og vonandi höndla ég lyfin betur en síðast. Veit ekki hvort ég komist í það að blogga á morgunn og hinn enda nóg að gera. Það verður bara að koma í ljós. Til vonar og vara ætla ég að óska ykkur öllum gleðilegra jóla Knús og klemm Kv Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu 21.12.2006 12:24Jæks aðeins 3 dagar til jólaVÁ ... það eru aðeins 3 dagar til jóla Ég skipti um bíl í gær Mín elskulega og fallegasta systir er 25 ára í dag. Elsku Höddin mín innilega til hamingju með daginn !!! Hlakka til að fara út að borða með þeir í kvöld Var með öll börnin mín í nótt. Það gekk bara ágætlega fyrir sig og Helga mín gisti og hjálpaði mér. Ahhhh það er svo gott að hafa þau svona öll .... minnir mig á tímann áður en ég veiktist. Á von á skemmtilegri heimsókn á eftir. Guðný frænka sú eina kleina ætlar að kíkja á frænku sína og færa henni sætabrauð og gúmelaði .... mmmmm ... get ekki beðið. Alltaf glatt á hjalla þegar steiktu frænkurnar koma saman. Vantar bara Höddina til að fullkomna þetta Hafið það gott í dag Skrifað af Ástu Lovísu 19.12.2006 19:49Loksins blogg !!Helgin hjá mér var fín. Ég sleppti reyndar afmælinu á laugardagskvöldið því ég var á flakkinu allan laugardaginn og bara orkaði ekki meira. Á svo yndislegar vinkonur þannig að þær skyldu mig alveg þessar elskur Ég er eiginlega líka búin að keyra mig út í dag .... ætla seint að læra af reynslunni Jólin eru eitthvað að angra mig og kvíðahnúturinn virðist stækka og stækka eftir því sem nær dregur jólum. Ég veit ekki alveg afhverju ég læt svona því ég á yndislega fjölskyldu og börn sem ég kem til með að eyða jólunum með og í raun ekkert sem ég ætti að hafa áhyggjur af. Kannski er það bara málið að ég hræðist að fá ekki að njóta þessa yndislega fólks og fá að lifa með þeim um ókomin ár. Upp í huga mér kemur aftur og aftur sú hugsun að kannski séu þetta mín síðustu jól og mér finnst svo sárt að hugsa til þess. Auðvitað ætla ég ekkert að gefast upp og ég mun halda áfram að reyna að gera allt í mínu valdi til að fá að lifa sem lengst eða ná heilsu á ný en þetta er samt alltaf að bögga mig öðru hvoru Ég horfi á börnin mín og hugsa hvernig þau komi til með að fúnkera í lífinu án mín. Oft felli ég tár og reyni svo að fela það fyrir börnunum mínum að mér líður illa í hjartanu mínu. Stundum tekst það ekki og þau spyrja mig afhverju ég sé leið. Ég gat ekki annað en fellt tár í gær. Ég sat með Kristófer og Emblu við matarborðið ... þá segir Embla allt í einu að einn vinur hans Kristófers hafi sagt að ég væri að fara að deyja. Embla greyið spyr mig hvort það sé satt og hvort að ég muni virkilega ekki batna. Þá svarar Kristófer því að ég muni aldrei læknast. VÁ hvað það var sárt að heyra þetta og geta ekki svarað því hvort þetta sé satt eða ekki. Hjartað mitt brotnaði þarna í þúsund mola. Afhverju þurfa börn alltaf að vera svona grimm ??? Afhverju þarf endalaust að vera velta þeim upp úr veikindum mínum ?? Ég veit alveg að þetta var aðeins 12 ára gamalt barn sem lét þetta út úr sér en þetta stakk mig samt. Finnst bara svo sárt að horfa í augun á englunum mínum og geta ekki gefið þeim nein svör um framhaldið Skrifað af Ástu Lovísu 14.12.2006 18:07Lyfjameðferð dagur 2Þá er dagur tvö senn á enda. Halla doksi hafði greinilega rétt fyrir sér með líkamlegt ástand mitt því ég verð svo hrikalega lasin í gærkvöldi eftir lyfjameðferðina. Ég hef oft orðið slöpp en VÁ þetta var bara hræðilegt. Lá bara fyrir og ældi og ældi ... svei mér þá ég hélt varla höfði. Dagurinn í dag verður vonandi betri. Er ekkert flökurt núna ... bara máttlaus eftir gærdaginn. Nú skil ég afhverju Halla vildi alls ekki að ég fengi Avastinið þessa vikuna þrátt fyrri suð og tuð í mér um að ég myndi alveg höndla það. Ég hefði þá bara örugglega endað á sjúkrahúsi í gærkvöldi ef það hefði verið gefið líka. Gott að eiga góðan lækni að sem talar mann til og hefur vitið fyrir mann Helgin hjá mér verður þvílíkt busy þannig ég veit ekki alveg hvort ég nái að blogga mikið. Allavega ef ég skrifa ekki þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur og senda mér trilljón mail Knús á alla línuna. Kv Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 45 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 239 Gestir í gær: 35 Samtals flettingar: 194937 Samtals gestir: 31279 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:42:48 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is