13.02.2007 15:26SverigeHæhæ allir Þá erum við Svíþjóðarfararnir komnir á leiðarenda Heilsan mín er bara góð. Er pínu lúin eftir allt þetta ferðalag en ekkert annað ... Þannig að ég er bara mjög sátt. Loksins komumst við til Daða bróðir og fjölskyldu og mig langar að þakka ykkur öllum fyrir stuðningin ykkar. Ég verð ykkur ævinlega þakklát Kveðja frá Ástu og Co í Sverige
Skrifað af Ástu Lovísu 11.02.2007 18:24Myndir
Komnar myndir af New York ferðinni inn á heimasíðu krakkana Skrifað af Ástu Lovísu 10.02.2007 17:58Laugardags bloggHowdy Er ennþá með þreytu veikina... Held ég hafi bara ekki verið eins úthaldslaus leeeengi. Vil samt trúa því að allt sé í orden .. Allavega eru lifrartölurnar að lækka sem er rosalega gott ...og ég vil trúa því að allt sé í lagi á öðrum stöðum. Er reyndar pínu kvefuð og lungun eitthvað að hrella mig í öndun þegar ég er úti .. er reyndar með Asthma þannig að ég held að þetta vinni allt saman.... Eins gott að lungun mín séu hrein .. úfff vil eiginlega ekki hugsa til þess að eitthvað gæti farið að krauma í þeim. Neibb Ásta Lovísa það skal bara ekki gerast !! Ég finn hvað kvíðinn í mér magnast eftir því sem nær dregur stóra deginum. Jamm stóri dagurinn 20. febrúar og niðurstöður strax daginn eftir. Ég hef alltaf fengið slæmar fréttir þegar fjölskyldufundur er haldinn þannig að maður er orðin þvílíkt paranoja. Lifrartölurnar mínar eru samt að lækka .. en þær náttúrulega segja bara til um stöðu lifrarinnar en ekkert annað. Ég SKAL fá góðar fréttir á þessum fjölskyldufundi til tilbreytingar. Það væri nú ekki leiðinlegt Það sem heldur mér samt við efnið er Svíþjóðarferðin til minn elskulega bróðir. Erum að fara í hana núna í vikunni þannig að það ætti að halda mér við efnið og dreifa huganum mínum eitthvað frá stóra deginum.. Íhaaa. Vildi bara láta ykkur vita upp á bloggið að gera. Veit ekki hversu mikið ég kemst í tölvu þar þannig að ég veit ekki hversu mikið ég get bloggað eða hvort ég get bloggað yfir höfuð. Það verður bara að koma í ljós. Vinkona mín verður hér heima að passa hundinn og heimilið þannig að það er aldrei að vita nema ég fái hana bara til að skella inn frétttir af okkur Tjá tjá KV Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu 09.02.2007 12:01Hæ hóÞá loksins drattast ég til að blogga Lyfjavikan gekk bara ágætlega fyrir sig.... Varð pínu lasin af lyfjunum þarna á mánudags og þriðjudagskvöldið. Er líka búin að vera frekar þreytt og þurfa að sofa frekar mikið en það er örugglega bara eðlilegt þegar maður er svona ný komin að utan og frá landi með svona mikinn tíma mismun. Ég er ennþá í skýjunum yfir tölunum mínum. Ekki slæmt að lækka um 10 í hverri lyfjaviku sem maður kemur. Vonandi halda þær áfram að lækka. Myndirnar verða svo teknar 20. febrúar og þá verður fjölskyldufundurinn 21.febrúar. Þá fæ ég að vita nákvæmlega hvernig allt er hjá mér. Mér finnst þessir fundir alltaf pínu erfiðir. Líður stundum eins og ég sé með lífið í lúkunum... Kannski ekki skrítið þar sem það er jú verið að ræða líf mitt og áframhaldandi horfur. Úfff mér finnst samt alltaf erfiðast að biða. Vil alltaf ljúka öllu svona strax af .. hehehe... en það er betra að leyfa x6 skiptinu af Avastininu að virka fyrst. Er ennþá pínu þreytt og lúin þannig að þetta blogg mitt verður líka frekar stutt í dag Tjá tjá Kv Ásta Skrifað af Ástu Lovísu 06.02.2007 18:07Góðar fréttir :)Hæ öll Krabbameinsvísarnir lækkuðu meira .....íhaaaaaa. Cea í blóðinu sem er krabbameinsvísirinn hefur hæst farið í 198 hjá mér og þannig var hann í þar síðustu meðferðarvikunni minni. Síðast lækkaði hann í fyrsta sinn frá upphafi og fór niður í 190 og núna í dag fékk ég að vita að hann er kominn niður í 180. Hjá eðlilegri manneskju er talan á bilinu 0-4 þannig að talan mín er ennþá há en samt á niðurleið. Svo er einhver önnur tala líka sem heitir (Ca 19.9)) sem var 1800 hjá mér enn er komin niður í 956. Ekki slæmt það Þannig að veikindinn mín eru vonandi að lagast eitthvað. Myndirnar eru samt nákvæmari en þessar tölur ... Vonandi staðfesta þær þessa góðu þróun. Fer í rannsóknina 20. febrúar og fjölskyldufundurinn haldinn daginn eftir og þá fæ ég að vita nákvæmlega stöðuna á mínum veikindum *stress*. Er pínu lúin núna þannig að ég ætla að hafa þetta stutt í dag og ætla að reyna að sofna pínu. Veit bara að mörg ykkar voru spennt að fá að vita um þessar tölur þannig að ég varð að setja smá inn. Vona að þið skiljið að ég get bara haft þetta stutt í dag. Knús og klemm KV Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu 05.02.2007 23:01LyfjameðferðinÞá er dagurinn í dag að verða búinn. Ég mætti eldsnemma í morgunn .. Byrjaði reyndar á því að fara með bílinn minn í viðgerð. Lóa vinkona mín var svo sæt í sér að keyra mig með gripinn á verkstæði og þaðan á spítalann. Lenti í rosa bið. Fékk ekki lyfin fyrr en eftir hádegi ... eitthvað mikið að gera hjá apótekinu eða eitthvað komið upp á.... Þannig að ég var ekkert smá lengi í dag og var orðin frekar lúin þegar ég komst loks heim. Rosa gott að hafa Þórdísi hjá mér ... Ekki samt meint þannig að ég óski einhverjum veikindi... Heldur var það félagsskapurinn sem ég er að tala um.. Við sátum reyndar að drepast úr hungri snúllurnar .. heheheh.. Báðar komnar með upp í kok af samlokunum þarna Ég hitti Höllu doksa í morgunn. Hún þarf að fara á fund um kl 15 á morgunn þannig að hún var ekki viss um að niðurstöðurnar úr krabbameinsvísunum verði komin fyrir þann tíma. Kemur í ljós... annars er það bara á miðvikudaginn. Við töluðum um rannsóknirnar .. Hún vildi helst bíða með að senda mig í þær þar til ég kæmi heim frá Svíþjóð með börnin. Ég sagði við hana að mér fyndist biðin svo erfið og að ég vildi fara í rannsókninar áður og fá fjölskyldufund líka þannig að hún ætlaði að láta það eftir mér. Þannig að hún hringdi niður í röntgen og reyndi að fá tíma áður en því miður var ekkert laust Ég fékk Írenu mina á laugardeginum. Snúllan mín var orðin nógu hress til að koma til mömmu sinnar. Helgin tók á ... en ég kann samt svo að meta þennan tíma með þeim. Litla snúllan mín labbaði til mín þegar verið var að sækja hana, knúsaði mig og sagði: " Mamma ég elska þig" *Grát* Fyrsta sinn sem hún segir svona að fyrrabragði og vá ég bara táraðist. Litla snúllan hefur fundið á sér að mömmu vantaði knús og falleg orð.... Litla mömmu hjarta pínu viðkvæmt.. Æji þessi börn eru yyyndisleg... Geta verið erfið en ég veit eiginlega ekki hvar ég væri án þeirra. Ég hef stundum spáð í því hvort væri verra að deyja frá ungum börnum sínum eða deyja án þess að fá að upplifa hamingjuna við að eignast barn/börn. Svei mér þá ég veit eiginlega ekki hvort er verra eða hvort hægt sé að segja að annað hvort af þessu sé verra. Hvað finnst ykkur ?? Þetta er eitt af mörgum heilabrotum mínum. Ég spái svo mikið í öllum svona hlutum. Kannski ekki skrítið þegar maður er alltaf með dauðann í eftirdragi. Ég er samt ennþá staðráðin í að reyna að tækla hann. Vonandi tekst mér það. Ég var reyndar að heyra í dag af nýju lyfi í Bandaríkjunum sem verið var að uppgötva sem er að virka vel á nokkrar tegundir krabbameina .. Þar að meðal ristilkrabba. Það er akkúrat svona fréttir sem að halda mér á lífi. Ég skal þrauka nógu lengi þar til þeir hafa fundið eitthvað sem læknar mig eða lengir líf mitt í langan tíma. Ég er ekki til í að deyja og svo kannski finna þeir lyf ári seinna sem hefði getað læknað mig... hehhee... Það má ekki Æji vá ... Sorry er pínu sorgmædd út í því hvernig heilbrigðiskerfið okkar virkar. Ætla að stoppa núna .. heheh. Knús á ykkur öll. Kv Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu 02.02.2007 22:09Home sweet home :)Home sweet home :) Ég kom heim snemma í morgunn... Var svo heppin að mér var boðið í 8 daga ferð til New York.... Ekki slæmt það.... og VÁ ég er alveg heilluð af þessari borg. Ég brallaði ekkert smá margt Ég fór með Didda mínum og við þrömmuðum borgina endilanga .. kom sjálfri mér ekkert smá á óvart hvað ég hafði mikið úthald í þessari ferð. Við skoðuðum Ground Zero, Fórum upp í Statue of Liberty, Empire State og Rockefeller Center. Fórum í þyrluflug yfir borgina....Fórum um Central Park í hestakerru og svo gangandi. Fórum á Guggenheim Museum, Madame Tussauds vaxmyndasafnið, American Museum of Natural History, og á Bodies sýninguna þar sem fullt af fólki hefur gefið líkama sýna eftir andlát sitt til sýningar. Ekkert smá skrítin sýning það og ég fékk meðal annars að sjá hvernig lifrin lýtur út. Það kom mér ekkert smá á óvart hversu stór hún er. Það sem mér fannst samt skrítnast var að sjá hin ýmsu líffæri sýkt af krabbameini. Verð að segja að mér fannst það pínu erfitt og líka mjög erfitt að sjá litlu barna líkamana. Við skelltum okkur líka til New Jersey þar sem Aron bróðir býr ásamt konu sinni og barni. Ég hafði aldrei komið til þeirra og ekki einu sinni komið til Bandaríkjana áður og ekki Diddi heldur Eins og ég sagði áðan þá gat ég labbað ótrúlega mikið. Heilsan mín var virkilega góð þennan tíma. Engir bakverkir... aldrei þessu vant og lítið um þreytu. Annað hvort er heilsan mín eitthvað að skána eða að umhverfisbreytingin hafi haft svona góð áhrif á mig. Skulum vona að það hafi frekar verið það fyrrnefnda Núna er komin helgi. Ég er með Emblu og Kristófer.... en litla snúllan mín hún Írena er lasin hjá pabba sínum Nóg af mér í bili Sendi á ykkur knús KV Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu 28.01.2007 16:13Skrapp í smá afslöppunÉg ákvað að skreppa í smá afslöppun eftir síðustu lyfjatörn og hef það rosalega gott ...vildi bara láta vita af mér og blogga meira þegar ég kem aftur.. Kv Ásta Lovísa 25.01.2007 12:15Lyfja infoHæhæ Er búin með lyfjameðferðina þessa vikuna og fröken dæla var tekin í gær. Lenti reyndar í því að fá rosa bakverk upp á spítala og ég tók þar sterka verkjatöflu og mér var skipað að leggjast upp í rúm. Náði að sofna og þegar ég vaknaði aftur þá var ég alveg eldhress. Var búin að vera mikið á flakkinu fyrr um daginn þannig að ég held að kroppurinn hafi bara vera orðinn pínu þreyttur.. Allavega þá er ekkert sem bendir til þess að sjúkdómurinn sé að versna.. Blóðprufan fyrir 2 vikum var rosa góð og ég fékk þá góðar fréttir... þannig að maður verður bara að trúa því að þetta hafi bara verið eitthvað tilfallandi Ég hitti Kára og Lóu í gær á fundi í Ljósinu. Það var ekkert smá gaman að fá að sjá andlitin á bakvið þá sem maður hefur verið að spjalla við á msn, mailum og ég hef mikið fylgst með bloggsíðunum þeirra. Ég tek að ofan fyrir þessum tveimur einstaklingum og VÁ hvað ég var stolt af þeim hvernig þau eru að vinna í sínum veikindum. Ég veit að þið lesið reglulega bloggið mitt ... Haldið áfram að vera svona sterk og ég hlakka til að sjá ykkur aftur fljótlega Heilsan mín er fín. Var á stærri stera skammti þessa vikuna og auka ógleðislyfjum þannig að ég náði ekki að verða neitt veik að ráði nema smá þarna á mánudagskvöldinu. Hafði það samt bara kósý heima þrátt fyrir smá slappleika það kvöldið .. þannig að ég er mjög sátt við þessa viku. Næst fer ég á síðasta Avastin skammtinn og svo fer ég í alsherjar rannsóknir. Fer svo líklegast aftur á Avastin kúr í x6 skipti og svo verður aftur athugað stöðuna. Læt þetta duga af mér í bili !! Kv Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu 23.01.2007 18:30Lyfjameðferð .. Dagur tvöHæhæ snúlls Í dag var dagur tvö í þessari lyfja viku... Ég svaf illa í nótt út af sterunum og líka út af því ég gat ekki beðið eftir að hitta Höllu læknirinn minn til að fá að vita hvort krabbameinsvísarnir hefðu lækkað meira. Kemur ekki gellan inn á deildina og tilkynnir mér það að hún hefði óvart gleymt að merkja við CEA á blóðprufubeiðninni minni þannig að ég gat því ekki fengið að vita neinar tölur þessa vikuna ... fúlt ... heheheh en svona er þetta bara og þá verður kannski bara mun meiri lækkun þegar ég kem næst og líka er það síðasta skiptið sem ég fæ Avastinið fyrir næstu stóru rannsókn og myndatöku ... Ég var svo skræk í röddinni í gær af sterunum að það var ekkert smá fyndið og vaknaði þvílíkt hás í morgunn því ég ofreyndi röddina í gær... HA HA HA HA.... Allir bara hvað kom fyrir röddina þína?? ... Hehehe... og svo var ég eitthvað að reyna að syngja og fattaði það náttúrulega ekki að lágu tónarnir mínir voru háir því að röddin mín var þannig og þegar ég ætlaði að fara hærra þá bara gat ég það ekki því að ég hafði enga fleiri háa tóna eftir ... God þannig að ég sleppti því þá bara að syngja Ég er nokkuð brött í dag. Varð pínu veik í gær en vonandi verður þessi dagur betri. Kvöldið er eftir og er ég að fara að hitta hana Páli mína sponsorinn minn á kaffihúsi núna á eftir. Ætla að leyfa ykkur að geta á hvaða stað ??? .. Heheheh ... Vá hvað maður er vanafastur Á morgunn losna ég við fröken dælu viðhaldið mitt. Alltaf gott að losna við hana því það er ekkert voða spennó að hafa hana hangandi á maganum og líka þegar maður sefur ... En samt má maður ekki gleyma að þetta eru lyfin sem að jú halda lífi í manni þannig að maður verður víst að reyna að hugsa til fröken dælu með kærleika en ekki pirring... Á það nú samt til að gleyma því En allavega þá er ég á pínu hraðferð núna og ætla því að láta þetta duga núna í bili. Knús á línuna........ Kv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 22.01.2007 19:56Mánudags blogg :)Jæja þá er koktaildagurinn búinn Eftir lyfjameðferðina fór ég á Vegamót að borða (kemur það ekki á óvart???) með Þórdísi Tinni minni og Önnu Þóru. Ég og Þórdís vorum frekar fyndnar þarna báðar hálf lasnar út af lyfjunum að bryðja ógleðis töflurnar okkar ... hehehehhe. Frekar fyndið ... en það er bara svo nauðsynlegt að komast aðeins út á meðal fólks í annað andrúmsloft og reynta að gleyma veikindunum um stund. Átti rosalega gott spjall fyrir nokkrum dögum við ungan mann sem hefur verið að berjast við krabbamein. Eftir sit ég með margar vangaveltur .... því þessi ungi maður var svo þroskaður miðað við aldur og fékk mig til að sjá krabbameinið og hvernig hægt væri að tækla það á nýjan hátt. Hann sagði við mig hehhe .. mér finnst þetta flottast: " Ekki öfunda ég krabbameinið að þurfa að fást við þig ". Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að það væri ég en ekki krabbameinið sem að væri ekki í öfundsverðri stöðu. Einnig var hann að tala um mátt hugans til að lækna með lyfjunum. Hann sagði við mig ef þú hugsar um sítrónu hvað gerist ?? Ég segi jú ég finn súrt bragð í munninn. Þá fékk ég það svar ætti þá ekki líka að vera hægt að vinna með hugann á læknandi hátt ?? Eftir þetta var mér hugsað til allra kvennanna í heiminum sem að halda að þær séu óléttar, fá einkenni og alles og eru svo ekkert óléttar. Þarna spilar hugurinn lykilatriði ... Ætli það sé þá ekki hægt að nota hann í lækningaskyni ???? Ég er farin að hallast að því og ætla mér að prufa það. Held að máttur hugans sé miklu meiri en við mörg höldum. Kæri X ég veit að þú lest bloggið mitt og ég vil þakka þér fyrir þetta. Gerðu eitt fyrir mig ... ekki hætta að blogga ef sú ákvörðun var tekin út af leiðinda kommenti sem ég frétti að þú fékkst. Er ekki viss um hvort þú fékkst þau því ég sá þau ekki sjálf en frétti af því. Ég hef fengið þau nokkur og það er eins og viðkomandi hafi þrætt hetju linkinn minn og sent nokkrum annað eins.... en sem betur fer ekki í sama magni og mitt blogg hefur fengið. Svona komment eins og þessi sýna í raun hversu mikið manneskjan á erfitt ... fyrst hún getur látið svona frá sér til veikra einstaklinga sem eru að berjast fyrir sínu lífi. Ég læt svona fram hjá mér fara og eyði því út jafn óðum. Gerðu það líka hetja ... því þú ert ekkert nema hetja í mínum augum. En ef ákvörðunin er tekin vegna skýringana sem þú gefur þá virði ég það og mun ekki reyna að tala þig til neitt frekar SORRY munræpuna í dag. Er á háskammta sterakúr núna og með skræka rödd og með eindæmum ofvirk. Greyið Diddi minn ætlar að koma í kvöld og vera hjá mér. Mig grunar að sumir fari þreyttir heim aftur ... hehehhe... en hey hvað leggur maður ekki á sig fyrir þá sem manni þykir vænt um Knús og klemm Kv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 21.01.2007 15:09sunnudagurÞá er helgin við það að klárast. Er búin að vera með allt gengið mitt og Diddi og Lena voru hjá okkur líka. Sé alltaf hvað úthaldið mitt er lítið eftir þessar helgar sem að grísirnir mínir eru hjá mér og enginn skóli né leikskóli... Þó að kraftarnir mínir klárist á þessum helgum þá myndi ég alls ekki vilja skipta þessum tíma út. Get hvílt mig eftir á... Ég dreif mig með Kristófer, Emblu og Lenu í bíó í gær að sjá myndina Night at the museum .. litla dýrið hún Írena fékk að vera á meðan hjá ömmu sinni að leika við Tinnu frænku sína ... ekki slæmt það enda ekki alveg mynd sem hún myndi fíla Embla og Kristófer fara á eftir til pabba síns í viku og Írena fer til pabba síns... þannig að ég verð ein í kotinu og ætti að geta sofnað snemma og endurhlaðið orkuna fyrir morgundaginn. Á morgunn er lyfjameðferðin og aðal lyfjakoktaildagurinn. Alltaf mesta törnin á degi eitt. Ætla að draga hana Önnu mína með mér svo ég hafi einhvern félagsskap. Þessi dagur tekur alltaf svo langan tíma og því fínt að hafa félagsskapinn Knús og klemm KV Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 18.01.2007 13:34Blogg stífla :)Ég veit að ég hef ekkert bloggað í nokkra daga... Var haldin blogg stíflu án gríns ..heheh... vissi ekki alveg hvað ég ætti að blogga um. Ég er ennþá á lífi og hef það fínt Krakkarnir eru búin að vera hjá mér og það hefur gengið ágætlega. Þau eru pínu að reyna á þolinmæðina mína þessa dagana ... enda kannski ekkert skrítið og ég veit að það er alls ekki auðvelt að lifa í svona aðstæðum eins og þau gera. Írena mín kemur líka til mín á morgunn og verður yfir helgina þannig að það verður nóg að gera hjá mér um helgina Heilsan mín hefur verið nokkuð góð síðustu daga,,, verið með pínu verki í skurðinum mínum og í raun get ég sjálfri mér um kennt þar. Var eitthvað að lyfta hlutum sem ég má ekki og gera of marga hluti ... þannig að ég get í raun ekki kvartað Fimmta Avastin lyfjameðferðin er svo á mánudag. Þá þarf ég bara að fara einu sinni enn og þá verða teknar ýtarlegar myndir af kviðarholinu. Er pínu spennt að fara í hana og líka kvíðin yfir að fá slæmar fréttir. Er eiginlega svona beggja bland. Samt betra að vita stöðu mála hvort sem þær eru slæmar eða góðar. Ef þær eru slæmar þá bara að bretta hærra upp ermarnar og tækla það sem koma skal og ef þær eru góðar þá getur maður lifað á því næstu dagana eða mánuðina Ég átti áhugavert símtal við konu í fyrradag. Þessi kona fékk lugnakrabba og var með fullt af meinvörpum í lifrinni. Í dag er þessi kona alveg hrein og án krabba. Ég á eftir að lifa á þessu samtali í langan tíma. VÁ hvað það var gott að heyra í íslenskri konu sem að hefur læknast af meinvörpum í lifrinni. Hún persónugerði krabbann og hann átti nafn. Það var svo margt sem hún gerði sem ég ætla að prufa. Þá er ég ekki að meina einhverjar inntökur á einhverju drasli... heldur studdist hún við hugleiðsluspólur, fór í heilun og nálastungur. Ég ætla mér að ná þessu takmarki ... nú veit ég ennþá betur að þetta er hægt !!! Knús á ykkur Kv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 15.01.2007 17:50Blogg böggÉg er búin að vera að fá leiðinda athugasemdir hér á blogginu mínu. Auðvitað hefur manneskjan ekki gert það undir nafni ... sem mér finnst frekar fyndið. Grunar reyndar að þetta sé einhver krakka gemlingur sem hefur ekkert betra við tímann sinn að gera en að vera að reyna að böggast í mér... En vittu til ég tek þetta ekkert persónulega þó svo þú sért að reyna að láta mig taka því þannig og ég mun eyða öllu bullinu þínu út jafn óðum og það kemur inn þannig að eyddu tímanum þínum í eitthvað mikilvægara.... Þetta er ekki að gera sig hjá þér!!! Helgin hjá mér var fín. Ég brallaði margt og mikið. Skrapp meðal annars í bíó að sjá myndina Apocalypto sem er meistaraverk eftir Mel Gibson. Þessi mynd er þrusu góð og ég mæli með henni... Fékk ekki kvíðakast í bíó þetta skiptið ... heheh... þrátt fyrir að myndin hafi verið mjög átakanleg .... Kellan greinilega öll að koma til Núna er ég með öll 3 börnin. Eldri krakkarnir búin að vera viku hjá pabba sínum og núna er mín vika. Ákvað að taka Írenu lilluna mína líka til mín í nótt... Var farin að sakna hennar og hún mín Mér langar að biðja ykkur að taka þátt í að kveikja á kerti og biðja fyrir henni Lóu á þriðjudagskvöldið kl 21. Lóa er ung stelpa sem er veik af krabbameini og fjölskyldan hennar er að biðja fólk um að sameinast í bæn. Bloggið hennar er : http://blomaros.bloggar.is/ Skrifað af Ástu Lovísu 12.01.2007 22:28HowdyHæhæ Dagurinn í dag er búin að vera þræl fínn. Var að byrja í endurhæfingu á Borgarspítalanum í morgunn...... Er rosa spennt fyrir því. Ætlaði að byrja í ræktinni en það er víst ekki sniðugt á þessum tímapunkti. Ástæðan er sú að mér var sagt að það væri ekki gott að vera að brenna samhliða lyfjameðferðinni .. Þannig að ég ætla að byrja undir leiðsögn sjúkraþjálfara og þegar ég veit hvað má og hvað má ekki þá má endurskoða ræktina Ég var að enda við að skríða heim Hef voðalega lítið að segja núna. Ekkert þannig lagað merkilegt að frétta af mér. Er ennþá í skýjunum út af blóðprufunni og það verður gaman að fá að vita hvað kemur út úr henni næst . Vonandi halda tölurnar áfram að lækka
Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 45 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 239 Gestir í gær: 35 Samtals flettingar: 194937 Samtals gestir: 31279 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:42:48 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is