12.03.2007 17:15

Lyfjó

Fór í lyfjameðferðina í dag. Hún gekk bara vel fyrir sig.. Verð reyndar pínu þreytt af þessum lyfjum en ekkert alvarlega. Doksinn minn talaði um að það væri mjög algengt að fólk sé slæmt í húðinni á þessum lyfjum í ca mánuð og þá yfirleitt lagaðist fólk heilmikið eftir það. Vonandi gerir það líka í mínu tilfelli. Er búin að vera á þessu í 3 vikur þannig að þetta ætti að fara að lagast eitthvað. Verð að viðurkenna það að mér finnst þetta ekkert smá ömurleg aukaverkun. Myndi frekar kjósa að liggja veik í 2 daga eftir lyfjatörn. Maður fer einhvern veginn að ýminda sér allt það versta og að allir séu að horfa á mann. Liggur við að þegar fólk er að tala við mann að manni líði eins og fólkið sé að tala við bólurnar en ekki mann sjálfan ... hehehe... God hvað maður getur verið stupid stundum .

Helgin var æðisleg. Ég og Diddi skelltum okkur í sveitina og höfðum það kósý. Fengum bústað í Munaðarnesi... Frábær staður til að vera á. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska seinni daginn en við létum það ekki stoppa okkur og skelltum okkur í pottinn í rokinu . Þetta var akkúrat það sem ég þurfti og við komum í bæin alsæl.

Diddi minn á afmæli í dag þessi elska.. Ætlum að skella okkur út að borða í kvöld með góðu fólki og hafa það gaman. Vonandi verður heilsan til friðs *krossafingur*. Fékk nefnilega enga stera í dag með lyfjagjöfinni .

Knús á liðið

Kv Ásta Lovísa

09.03.2007 16:47

Góða helgi :)

Langaði bara að kasta á ykkur kveðju og segja góða helgi :)

Ætlunin er að skella sér upp í sveit um helgina og hafa það kósý með honum Didda mínum. Ekki slæmt og vonandi hressist aðeins lundin við það . Vinkona mín fær þann heiður að vera heima og passa hundinn .. hhehehe. GOD.. Hvað ég er góð vinkona .

Fyndið það eru svo margir að benda mér á Aloa Vera plöntuna. Mamma færði mér hana einmitt í gær . Það virðist róa húðina heil mikið. Gat sofið í nótt án þess að vakna úr pirringi. Það virðist aðeins draga líka úr roðanum.

Það er búið að vera að spyrja mig út í fótinn á mér eftir stiga vesenið um daginn ... heheh... Hann er allur að koma til er reyndar ennþá marin en hann er samt allur að lagast.
Ætla að reyna að gera aðra heiðarlega tilraun til að fara aftur í ræktina í næstu viku. Eins gott að halda sér vel í handriðið þá .

Hafið það gott .

Kv Ásta Lovísa

08.03.2007 19:57

Grenj og ennþá meira grenj

Ohhh mig langar til að grenja  ... Húðin heldur áfram að versna og versna. Núna er ég alveg þakin í andliti, eyrum, hársverði, bringu og baki. Ég er eitt flakandi sár og grænir... já grænir nabbar út um allt *ÆL*.
Ég hef bara ekki séð annað eins og mig langar ekki út. Ég skammast mín svo fyrir þetta að ég get varla hugsað mér að láta fólk sjá mig svona *sniff*sniff*sniff*. Ég veit alveg að ég á að hugsa að ef þetta lyf er að virka þá á þetta bara að vera smáræði .. En þetta er svoooo vont bæði andlega og líkamlega. Það er svo mikill sársauki í þessu að ég er alltaf að vakna á nóttunni og mér líður hreint út sagt ömurlega.
Ég er komin á ofnæmislyf og sýklalyf en það virðist ekkert virka... Núna skil ég það sem doksinn minn sagði að sumir sem hafa fengið svona aukaverkanir kjósa að hætta á lyfinu sem að veldur þessu .. Ég ætla mér ekki að gefast upp .. Ég ætla mér að reyna að þola út þessar 6 vikur. Það er sko eins gott að þetta lyf virki .... Annars var öll þessi þjáning til einskis .
Æji ég er ekki glöð og hress í dag ... *sniff*sniff*

07.03.2007 13:07

Blogg er það eitthvað ofan á brauð ???

Úppps... sorry ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu en álpaðist alltaf til að gera eitthvað annað en það

Ég hef það fínt.... Helgin gekk vel fyrir sig og lyfjameðferðin líka. Ég varð ekki svona rosalega veik í þetta skiptið eins og síðast.
Ég reyndar lá andvaka eftir lyfjameðferðina og svaf ekkert í rúman sólahring... Ég reyndi og reyndi að ná einhverjum svefni en það bara tókst ekki . Enda svaf ég eins og hestur síðustu nótt enda orðin alveg búin á því.
 Ég er reyndar búin að vera að sálast í andlitinu. Húðin er gjörsamlega að flagna af, ég er eitt flakandi sár og ég tala nú ekki um þessar skemmtilegu bólur sem ákváðu að droppa við .. pirr pirr. Ég er með þetta út um allt og það er ekkert smá sárt og vont að vera svona. Langar mest til að loka mig inn, skríða undir sængi og vera þar þangað til þetta gengur yfir.... Ég er ekki að ýkja... þetta er ekkert smá mikið .
Doksi setti mig á sýklalyf og ofnæmislyf sem vonandi slá eitthvað á þetta en allavega þá er það ekki farið að gera það ennþá. Það er eins gott að þetta lyf virki eitthvað fyrir mig fyrst ég þarf að þola svona miklar aukaverkanir. Vonandi er þetta allt ekki til einskis.

Tjá tjá

Ásta Lovísa

02.03.2007 15:01

Tjill tjill :)

Ég er búin að gera nákvæmlega EKKERT í dag... Ég haltra eins og gömul rolla og ákvað því að vera bara heima. Ég er með krakkana um helgina þannig að það var í raun bara ágætt að slappa aðeins af í dag áður en litlu ærslabelgirnin mínir koma
Diddi og Lena ætla líka að vera hjá okkur um helgina þannig að það verður nóg að gera.

Það er hræðilegt að sjá á mér andlitið í dag... Eitt af aukaverkunum af nýja lyfinu er bólótt húð ... Fékk aðeins að finna fyrir því líka á Avastininu en... VÁ það er ekkert miðað við þetta. Ég hef bara aldrei fengið svona bólur ... Skrítið að byrja að upplifa það fyrst að ráði þegar maður er að verða 31 árs ... GOD .. Mér finnst þetta ekkert voðalega skemmtilegt en ef þetta lyf virkar þá verður maður að þola þessar árans bólur. Svei mér þá ef manni líður bara ekki eins og ungling again .

Helgin að byrja .. Nóg að gera með fullt hús af börnum og svo er okkur líka boðið í afmæli á sunnudag til Tinnu litlu hennar Haddar systir. Hödd BAKAÐU eitthvað gott handa stóru sys ... Díll ?????

Hafið það gott um helgina snúllurnar mínar

Kv Ásta Lovísa

01.03.2007 17:45

*HÓST* ... Lúði :Þ

Ég ætlaði aldeilis að byrja fersk í ræktinni í morgun. .. Vaknaði og brunaði svaka glöð í ræktina. Fer í afgreiðsluna og kaupi mér þennan fína talnalás til að geta læst skápnum mínum í búningsklefanum. Var eitthvað svo busy við að velja númer á lásinn að ég var ekki alveg að horfa fram fyrir mig og hrundi í orðsins fylstu merkingu niður stigann í World Class .... GOD... Ég get stundum verið alveg út á túni suma daga án gríns ... hehehehe.
Það fór nú lítið fyrir ræktinni þann daginn og næstu daga... Gekk út haltrandi og er kominn með fótinn í vafning. Mjög skemmtilegt eða þannig .
Áiiiii þetta var svooo vont og mér brá svo svakalega út af skurðinum á maganum að ég var heillengi með svima og læti ... Bætti mér það upp með að fá mér að borða þarna meðan ég var að jafna mig ... hehehhe... þannig að dagurinn fór í matarbrennslu en ekki hreyfingarbrennslu .

Kv Ásta klaufabárður # 1

28.02.2007 17:42

Klipp klipp

Var að enda við að skríða heim .
Mín elskulega mútta var að lita á mér hárið og klippa það. Engar stórar breytingar þar á ferð.... bara að láta lita í rótina og fríska aðeins upp á þessa larfa. Já ég segi larfa því hárið á mér er ekkert smá skrítið eftir að ég byrjað í lyfjameðferðinni. Það bara einhvern veginn hangir þarna eins og dauð lufsa .. hehehe .. en hey ég er allavega með hár og það eru ekki allir sem að geta sagt það.. þannig að ég skal sko vera þakklát fyrir það.

Ég hitti systur mína í hádegismat í dag niðri í Laugum ... *slef* ... ekkert smá góður matur þar. Eftir matinn keypti ég mér aftur kort í Laugum.... Íhaaaaa.... Átti kort þar áður en ég veiktist og varð að hætta þegar ég veiktist. Mín gefst ekki svo auðveldlega upp þannig að ég ákvað að skella mér bara aftur í ræktina. Ég mun ekki taka mikið á því ... Bara fá svo hreyfingu í kroppinn og komast aðeins út.

Ég var ekki búin að segja ykkur hvernig ég varð eftir síðustu lyfjameðferð.... Hmmm ... God ... Ég varð svo veik um kvöldið að ég hélt ég væri að syngja mitt síðasta. Ég hef aldrei í mínu lífi fengið eins mikin hausverk. Ég lá og gat mig hvergi hreyft .. Fékk hita, vöðvaverki og læti. Ég endaði með að hringja í bróður minn til Svíþjóðar um miðja nótt því ég vissi ekki hvað væri eiginlega að gerast. Svona var ég þar til í morgunn ... Þannig að tveir dagar fóru í það að liggja og sofa og sofa aðeins meira í móki... Mjög skemmtilegt eða þannig.
Ég hringdi á bráðarmóttökuna í gær og doksinn á vaktinni talaði um að þetta væru aukaverkanir af nýja lyfinu. Ég ætlaði ekki að þora að hringja því ég var svo hrædd um að vera tekin af lyfinu og það er ekki gott fyrir konu í minni stöðu. Ég vil frekar þjást ef þetta lyf virkar á krabbann.
Ég verð bara að trúa því að fyrst ég varð svona veik af lyfinu að þá hlýtur krabbafrumurnar mínar að hafa orðið það líka  *krossafingur*.

Allavega þá er hljóðið í mér gott í dag. Er pínu eftir mig eftir leguna síðustu daga en ég er aftur komin á ról .


Kv Ásta Lovísa

26.02.2007 19:35

Jæja ... Im back

Jæja ... þá er ég komin aftur :)

Ég verð að viðurkenna að ég lenti frekar langt niðri eftir síðustu fréttir.... Enn ég hef ákveðið að rífa mig upp og halda áfram. Ég ætla ekki að leyfa mér að gefast upp ... Ég bara get það ekki!

Ég fór í fyrstu lyfjameðferðina af þessu nýja lyfi í dag. Varð pínu sloj af ofnæmislyfinu sem þarf að gefa mér með og ég svaf og svaf því á spítalanum. Nýja lyfið heitir Erbitux og virkar mjög svipað og Avastinið sem ég batt svo miklar vonir við. En það er öðruvísi upp byggt og er því möguleiki að það virki fyrir mig þó að hitt hafi ekki gert það. Núna verð ég að taka það í 6 skipti og þá verða teknar myndir að nýju. Þá verður eitthvað að hafa breyst.. Þetta getur ekki haldið svona áfram ef ég ætla að halda lífi. Doksinn minn sýndi mér myndir í dag af meinvörpunum... Frekar skrítið að sjá þetta....Það er sem betur fer ennþá slatti af vef sem er heill og óskemmdur. Þannig að lifrin mín starfar ennþá vel þrátt fyrir meinvörpin.

Þórdís Tinna mín fékk frábærar fréttir í dag. Hún er líklegast læknuð af sínum krabba... Fannst einn blettur eftir í lungunum en doksi heldur að það sé ekkert endilega krabbi þar á ferð og ætlar að fylgjast vel með þessu. Þórdís mín ég gleðst innilega með þér og vona að ég fái kraftaverk eins og þú einn daginn. TIL HAMINGJU SNÚLLAN MÍN !!!

Ég gleymdi alltaf að þakka Flugleiðum fyrir ferðina til New York. Þeir voru svo sætir við mig að þeir buðu mér og Didda út til að komast í nýtt umhverfi. Flugleiðir þið eigið heiður skilið fyrir þetta ... Get ekki fundið orð yfir hversu þakklát ég er. Einnig var það einhver sem sendi mér íslensku útgáfuna af bókinni með Lance Armstrong. Hún kom með póstinum með slaufu utan um en ekkert kort þannig að ég veit ekki hver færði mér hana ... Þú sem sendir mér hana takk æðsilega fyrir :)  Þið hin sem hafið styrkt mig með fallegum orðum eða á annan hátt knús líka á ykkur öll. Það er alveg á hreinu að það er til fult af góðu fólki á íslandi.

Knús og klemm

Kv Ásta Lovísa

23.02.2007 14:49

Smá skrif

" ... Ég er ekki gefin fyrir uppgjöf. Ég berst þar til ég fell. Þetta er styrkur sem mér er í blóð borinn .... Það sem máli skiptir er að trúa á að meðan þú getur dregið andann eigirðu von. (Cicely Tyson)

Ég rakst á þetta gullkorn í bók sem mér var einu sinni fært. Mér þykir rosa vænt um þessi orð.. og þau eru svo rétt eitthvað.

Síðustu tveir dagar hjá mér hafa verið HELL. Ég hef ekki treyst mér að skrifa hér inn. Ég get varla lýst því hvað þetta kom mér á óvart. Ég virkilega trúði því að ég væri að lagast. Ég hafði ekki þurft að taka verkjalyf lengi, var með mun meira þrek og var farin að bæta aðeins á mig og ég tala nú ekki um hvað blóðprufurnar lofuðu góðu. En á meðan kraumaði krabba púkinn áfram og gaf frá sér fölsk skilaboð. Þetta segir mér samt hvað hugurinn ber mann langt. Ég virkilega trúði því að ég væri að lagast og með því kallaði ég fram betri líðan. Síðustu tvo daga eftir að ég fékk fréttirnar hef ég verið langt niðri og allir verkir komu aftur fram. Ég hef því þurft að taka inn verkjalyfin mín aftur og mér finnst ég vera stanslaust þreytt... VÁ það er greinilega margt skrítið í kýrhausnum.

Ég verð að vera hreinskilin og segja að von mín um að fá líf mitt aftur hefur minnkað eftir síðasta sjokk. Meinvörpin mín voru á ca 5-10% stóru svæði í lifrinni en hafa náð að fjölga sér í  ca 20% núna . Það lofar ekki góðu og ef þessi hraða þróun heldur áfram þá veit ég alveg að ég á ekki langt eftir. Ég er ekki að segja að ég sé alveg búin að gefast upp en ég er bara stödd núna í miðju sorgarferli og svartsýnispúkinn er sífelt að berja mig í hausinn.

Enn og aftur þurfti ég að taka erfiða ákvörðun með börnin. Núna er ég að fara að byrja í mjög agresívari meðferð sem verður í hverri viku núna en ekki aðra hvora eins og áður. Það leiðir af sér minni orku og minna þrek hjá mér til að geta hugsað um börnin mín. Næstu 6 vikurnar verða mjög erfiðar og er það því öllum fyrir bestu að þau verði bara hjá pöbbum sínum. Ég vil ekki bjóða þeim upp á að horfa upp á mig svona veika og ég vil frekar fá að hitta þau um helgar eða þá daga sem ég er hress. Strákurinn minn bara tók því ekki vel að horfa upp á mig þegar ég var sem verst og forðaðist að vera heima hjá sér. Þannig að ég get ekkert annað .

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar frá ykkur og mailin. Ég frétti af því að það gengi mail um að kveikja á kertum fyrir mig kl 20 í kvöld ... Ég er alveg orðlaus hvað fólk getur verið yndislegt . Takk enn og aftur fyrir allt sem þið eruð að gera fyrir mig.

Kv Ásta Lovísa

 

21.02.2007 14:19

Bad news ... once again :(

Jæja þá fékk ég víst enn einn skellinn .

Sjúkdómurinn minn hefur versnað því miður. Meinvörpin hafa öll stækkað um einhverja mm sem er frekar mikið og ég er með stækkun í eitlum í maganum *GRÁT*. Það þarf að fylgjast með þessum eitlum ef þeir stækka eitthvað meira þá þarf að skoða þá nánar og athuga hvort að það sé krabbi í þeim líka .. en allavega verður ekkert gert neitt í þeim málum í bili..... Úfff öll familían er í sjokki og ég get ekki lýst því hvernig mér líður núna. Þetta ætlar greinilega að verða erfiðara en ég hélt og ég verð bara að vera hreinskilin að ég er orðin pínu svartsýn á framhaldið. Ég veit að ég má það ekki ... Enn halló það eru til takmörk hvað maður getur endalaust tekið við. ... Æji vonandi næ ég að rífa mig upp úr þessu og halda áfram að berjast ... Er líklega bara að syrgja þessar fréttir núna.

Öllum lyfunum mínum verður skipt út. Ég fæ ekki lengur Avastin lyfið sem ég batt svo miklar vonir við. Ég bara skil þetta ekki því krabbameinsvísarnir voru að lækka. Málið er að krabbameinsfrumurnar eru svo klókar að þær finna alltaf leið gegnum allt og í mínu tilfelli þá fóru þær að senda röng skilaboð frá sér eins og ástandið væri að lagast þegar það er það ekki heldur öfugt. Avastinið virkaði líka fyrst því í nóvember þá var minkun en frumurnar hafa náð að mynda þol við því þannig að það hætti að virka. Lyfið sem ég hafði tröllatrú á er núna farið .

Núna tekur við ný og erfiðari meðferð. Ég þarf að fara í lyfjameðferð í hverri viku núna og fæ ekki lengur fröken dælu. Eftir 6 vikur verða aftur teknar myndir. Þetta er mjög strembin meðferð. Tenerife ferðin sem ég vann fyrir að vera valin íslendingur ársins þarf ég að fresta. Við áttum að fara í byrjun mars en ég má ekki fara út ..... Sem betur fer þá erum við nýkomin heim frá Svíþjóð þannig að vonandi verða krakkarnir ekki rosa svekkt.. Þau eru jú bara börn og hugsa kannski ekki alveg hvað sé best í stöðunni.

Vá mér líður hræðilega núna.... Sit bara og skæli. Mig langar að biðja ykkur sem tengjast mér og eru í sambandi við mig að gefa mér pínu tíma til að melta þetta. Ég á erfitt með að tala um þetta núna og ég vona að þið skiljið það. Gefið mér smá tíma til að syrgja þetta og fá lífsviljan aftur. Mig langar svo sannarlega ekki að deyja og er pínu hrædd núna.

20.02.2007 18:30

Rannsóknirnar

Hæ snúllurnar mínar .

Þá er rannsóknar- og stóri lyfjameðferðardagurinn búinn. Hann gekk rosa vel. Ég hef greinilega misskilið doksann minn eitthvað... Hélt að ég ætti að fara í MRI skann en fór í CT skann. MRI skanninn sýnir lifrina betur.. en CT skanninn sýnir stöðu mála í öllu kviðarholinu betur. Þannig að CT skanninn er því betri núna. Þannig að ég slapp við að fara í þetta leiðinda rör og fór í miklu minna rör sem maður fær ekki innilokunarkennd í.... LUCKY ME !!

Á morgunn kl 11 tekur svo alvaran við.... Er ég að versna eða er ég að skána ??? Það er stóra spurninginn. Núna líður mér eins og svín á leið til slátrunar.... án gríns . Er ekkert smá stressuð. Ég mæti semsagt þarna með mömmu, pabba og honum Didda mínum.... Úfff ég verð bara að segja að ég er að skíta á mig úr stressi. Ég verð samt bara að vona það besta og vona að ég fái að lifa lengur. Ég er ekki til í að yfirgefa þetta líf neitt á næstunni .. Það er alveg á hreinu. Ég hef allt of mikið til að lifa fyrir. Ég á 3 yndisleg börn og er nýfarin að vera með manni sem ég sé ekki sólina fyrir og elska. Það er bara allt of margt sem mig langar til að gera með þeim öllum ... Ætla ekki að gefast svo auðveldlega upp !!!

Ég er pínu slöpp í dag. Ég bað doksa um að minnka sterana aftur í skammtinn sem ég var á í upphafi. Var farin að blása allt í einu svo út af þeim og það er ekki eitthvað sem mig langar og plús ég varð svo hyper ofvirk. Vil frekar vera pínu slöpp þessa daga og hafa það bara kósý heima á meðan.

Ég fer á fundinn á morgunn kl 11 og svo í lyfjameðferðina kl 13. Þannig að ég mun skrifa inn fréttirnar við fyrsta tækifæri eftir það.

Það eru svo margir að byðja mig um að fá að sjá NY myndirnar þannig að ég ætla bara að skella nokkrum af þeim hér inn. Tók yfir 400 myndir.. heheh... Er ekki alveg að nenna að setja þær allar en þið fáið allavega nokkrar útvaldar. Er að vinna í því .

knús og klemm

Kv Ásta Lovísa

19.02.2007 19:50

Komin heim :)

Hellóóó... Mín er bara komin aftur heim .

Ferðin heim gekk rosa vel.. Vaknaði reyndar um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og gat ekki sofnað aftur og fór því á fætur.... Er því rosa lúin núna vegna svefnleysis, út af ferðalaginu í dag og veikindum Írenu upp á síðkastið. Ferðin heim gekk rosa vel og vorum við mætt á klakann rétt fyrir kl 15. Krakkarnir eru nú öll farin til pabba sinna og á morgun er stóri dagurinn hjá mér. Ég ætlaði út að gera eitthvað skemmtó í kvöld en meika það bara ekki núna. Ætla bara að sofna snemma og vera hress fyrir allar rannsóknirnar og lyfjameðferðina. Takk fyrir ábendingarnar fyrir stóra daginn... Ein benti mér á að reyna að sofna en það má víst ekki í þessu tæki... Maður verður að halda sér vakandi ... En ég mun prufa að ýminda mér að ég sé stödd á einhverjum notó stað .

Ef þið sendið mér einkaskilaboð í gegnum bloggið mitt þá get ég ekki svarað ykkur tilbaka. Vefurinn býður ekki upp á það því miður. Þannig að ef þið viljið ná í mig verðið þið að senda mér mail gegnum hotmailið mitt: astalovisav@hotmail.com ..... Það eru einhverjar búnar að vera að biðja um lykilorð á síðu krakkana minna út af NY myndunum. Sendið mér bara mail þá læt ég ykkur fá lykilorðið. Einnig hafa einhverjir verið að spyrja mig afhverju ég tók númerið af styrktarreikningnum mínum út ... Það er út af bögg athugasemdum sem ég var að fá ... Þannig að ég tók þetta bara út .

Allavega þá ætla ég að láta þetta duga í bili... Er að tapa mér úr stressi núna og ætla því að koma mér upp í sófa og glápa á eitthvað skemmtilegt.

Knússss á ykkur öll... Læt vita á morgun hvernig rannsóknirnar gengu.

Tjá tjá

Kv Ásta Lovísa

18.02.2007 10:14

Sunnudagur til sælu :)

Þá er komin sunnudagur og á morgun komum við aftur á klakann .

Heilsufarið á liðinu er svona upp og ofan .. Írena mín er ennþá hóstandi. Þetta hlýtur að fara að ganga yfir.... Vonandi. Greyið litla stendur alveg á öndinni þegar hún byrjar. Held svei mér þá að þetta sé einn svæsnasti hósti sem ég hef heyrt og séð.

Í dag verður haldið upp á afmæli tvíburana hans Daða bró. Von er á gestum og boðið verður upp á fullt af glæsilegum veitingum. Ekki slæmt að vera viðstödd .. hehehe... Elska kökur og heita rétti *slurp* .

Á þriðjudaginn er svo rannsóknin *stress*.... Úfff ég ætla pottþétt að gera eitthvað skemmtilegt annað kvöld sem að dreyfir huganum. Fer reyndar líka í stóru lyfjagjöfina þennan dag þannig að það verður nóg að gera. Rannsóknin felur í sér lugnamynd og MRI. Ég þarf að fasta frá miðnætti og drekka eitthvað efni um morguninn. Fer svo í þetta MRI tæki... sem er tæki sem ég hræðist lang mest af öllu tækjunum sem ég þarf að fara reglulega í ...hehhehe... Það er svo scary. Maður þarf að liggja allur inn í þvílíkt mjóu tæki sem gefur frá sér þvílík læti og maður er ólaður niður. Þannig þarf maður að liggja aðeins með tásurnar út... allt upp í eina klst *HROLLUR*.... Fer eftir því hversu vel gengur... Ég sem er haldin innilokunarkennd dauðans á ekkert voðalega auðvelt með að liggja svona óluð niður í svona litlu rými .. En maður verður víst að láta sig hafa það svo maður getur fengið að vita stöðu mála.

Held svo að fjölskyldufundurinn sé á miðvikudag. Þá geta mínir nánustu mætt með mér og þá fer Halla yfir málin. *Ennþámeirastress*

Tjá tjá

Kv Ásta Lovísa

 

16.02.2007 17:29

Ástand á heimilinu

Jahá það er sko búið að vera ástand á heimilinu síðasta sólarhriginn. Írena var svo lasin í gærkvöldi ... Hóstaði og hóstaði og endaði með að æla yfir rúmið okkar  . Hún hóstaði svo mikið í nótt að ég þurfti að sitja með hana sofandi í fanginu og ég sjálf sofnaði því ekki fyrr en um 6 í morgun. Ég er með herbergi í kjallaranum og kunni ekki við að vekja liðið uppi. Mamma var reyndar ekkert voða kát með mig að ég skyldi ekki hafa vakið hana og beðið hana um að hjálpa mér.. hehehehe... Ég er svo stolt kona. Þannig að mamma rak mig til að leggja mig í dag þannig að það var allt í lagi og svefninn því endurheimtur .

Mamma er komin með hita, Brynjar er líka lasinn og Sara og Daði hósta og hósta líka ... Óhætt að segja að það sé ástand á heimilinu .

Ég lét sprauta mig fyrir inflúensunni.. Hef því sloppið hingað til og vonandi geri ég það áfram 7,9,13 ..... Ekki gott ef ég fer að veikjast því mitt ónæmiskerfi er mun veikara.

Daði var að skreppa í Halmstad að ná í smá Thai mat ... *slef* get ekki beðið og svo er stefnan á að sukka yfir ritz kexi og ostum seinna í kvöld og það er aldrei að vita nema maður fái sér smá slef á rauðvíni með .. heheh... og ég sem drekk nánast aldrei . Halla doksi var búin að gefa mér grænt ljós á smá rauðvín.

Hälsningar från Sverige

 

14.02.2007 21:19

Kveðja smeðja

Dagurinn í dag var rosa fínn. Skelltum okkur með allt liðið til Halmstad. Þar var farið í BR dótabúðina og öll börnin fengu að kaupa sér smá dót .

Það er rosa gott að vera hérna. Búið að dekra við okkur þvílíkt og við fengið að borða þvílíkt góðan mat. Daði og Elva alveg að tapa sér í gestrisninni .

Heilsan hefur alveg verið til friðs. Ég er svei mér þá farin að hallast að því að það geti bara ekki annað verið en að ég fái góðar fréttir í næstu viku. Finnst samt skrítið að ég hef aðeins verið að blása út. Skildi ekki alveg afhverju svona hratt og bara allt í einu... en svo benti Daði mér á það að ég hef verið að fá tvöfaldan stera skammt síðan milli jóla og nýárs og þeir geta haft þessi áhrif. Allt í einu eru allar gallabuxurnar mínar farnar að þrengja þvílíkt og mér liðið eins og strekktum kjúkling ... hehhhe... ég veit að Halla doksi er pottþétt ánægð með það... Hún hefur verið að reyna að fita mig...  en ég verð bara að segja að mér finnst þetta aðeins tú much á svona stuttum tíma .

Það er eitt sem mér finnst pínu skrítið eftir að ég veiktist. Er svo oft að lenda í því að fólk í kringum mig sé að segja mér eitthvað sem því finnst erfitt og svo bara allt í einu sagt: " Hvað er ég eiginlega að kvarta.. Þú ert nú að berjast fyrir lífi þínu". Ef ég má vera hreinskilin þá langar mig að vera ennþá sú Ásta sem ég var áður en ég veiktist. Ég vil vera þátttakandi í lífi minna nánustu  og vina.... alveg sama hvort það sé þegar allt gengur vel eða ekki. Ég vil fá að vera til staðar og fá að hlusta eins og áður. Þó ég sé veik segir ekki að mitt líf þurfi að vera á einhverjum hærri stalli en líf annarra. Ég vil lifa sem eðlilegast og vil að fólk komi fram við mig á þann hátt.... Leyfið mér að vera sú Ásta sem ég var áður og leyfið mér að vera til staðar fyrir ykkur eins og áður. Er það díll ???

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 109914
Samtals gestir: 20853
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 03:00:04

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar