15.02.2006 09:39

Litla snúllan mín

Litla snúllan mín var svo lasin í gær að við eyddum gærkvöldinu á barnaspítalanum :(

 Fengum að fara aftur heim um kl 2 í nótt og þurfum að mæta aftur þarna uppfrá núna kl 10 :(   Það var ekki mikið sofið í nótt því hún þurfti að fara með nálina í hendinni heim og höndina í spelku og hún var sko greinilega ekki alveg að meika það litla skinnið.

Læt þetta duga í bili

 

12.02.2006 13:41

Úfff púffff

Það er óhætt að segja að hjarta mitt hafi tekið 500 aukaslög áðan :S

Sonur minn á vin sem við skulum bara kalla Ás. Kristófer og Ás eru mikið saman og voru það í gærdag. Ég bauð Sindra syni vinkonu minnar að gista hjá okkur í gær þannig að þegar hann kom þá fór Ás heim til sín.

Ég var svo að frétta að eftir að Ás fór í gær hafði hann farið að spyrja eftir öðrum vini sínum og saman fóru þeir með mömmu Ás upp á Hvaleyrarvatn og fengu að fara út á vatnið á bát.    Kristófer minn hefur einu sinni farið með þeim og fengið að fara á þennan bát.  En allavega þá gerist slys út á vatninu bátnum hvolfir og strákarnir lenda í ís köldu vatninu. Vinur Ás nær að synda í land og kalla á hjálp á meðan mamma Ás reynir að bjarga syni sínum en á endanum eru þau bæði orðin svo köld og hrakin að þau þurftu hjálp á endanum til að komast í land. Ég veit það alveg sjálf að ef ég hefði ekki boðið Sindra að gista hjá okkur þá hefði þetta verið minn strákur sem hefði farið með þeim og hann er yngri en hinir strákarnir og er ég ekki svo viss um að hann hefði komist í land sjálfur og náð í hjálp eins og hinn strákurinn gat gert.  Þetta hefði þá líklegast ekki endað eins vel og það gerði :S

Mamman og sonur hennar eyddu nóttinni á spítala og eru núna komin heim. Strák greyið fékk fullt af vatni í lungun og hitastigið í kroppnum hans orðið mjög lágt :S 

Úfff sem betur fer endaði þetta vel og sem betur fer þá tóku örlögin í taumana. Það er alveg á hreinu að barnið mitt fær ekki að gera þetta aftur neitt á næstunni. Ég bara hélt að þegar fullorðin manneskja væri með í för þá væri þetta allt í lagi en maður má greinilega ekki gleyma að fullorðin manneskja getur ekki alltaf allt.

Kv Ásta í sjokki :S

11.02.2006 12:01

*Hóst*Hóst*Hóst*

Er búin að vera löt að skrifa enda ekki mikið að segja þegar maður er búinn að vera fastur heima með veikt barn með innflúensu í viku. Núna í nótt veiktist minnsta snúllan mín líka þannig að ég sé fram á aðra veikinda viku *grát*. Ég er svo mikil mús að ég finn svo til með þessu litlu greyum þegar þau eru lasin og geta í raun voða lítið gert en maður má samt ekki gleyma og vera þakklát fyrir að eiga heilbrigð börn sem fá bara flensur öðru hvoru því það eru sko ekki öll börn jafn heppin og mín :Þ

Í nótt fáum við næturgest því að strákurinn hennar Sirrý vinkonu ætlar að fá að gista hjá Kristófer og ætla ég að gera smá bíó stemmningu með DVD og nammi handa grísunum og verður án efa rosa gaman ;)

Ég horfði á IDOLIÐ í gærkvöldi og aldrei hefur mér leiðst yfir þeim þáttum áður. Þessi þáttur var deadly boring án gríns og allir keppendurnir nema 1-2 mjög lélegir. Ég var reyndar mjög ánægð með að Tinna skuli loksins hafa verið send heim því hún átti að vera farin fyrir löngu allavega langt á undan Margréti og Angelu. Hvað er málið með attitjútið hjá þessari gellu???

Adios

 

06.02.2006 15:02

Helgin búin *grát*

Helgin er búin grát :(

Ekkert smá fín helgi enda ekkert smá mikið brallað.

Daði bróðir var staddur á Íslandi þannig að ég fékk loksins að sjá brósa minn. Fórum því í matarboð á föstudagskvöldinu og svo heim til pabba og VÁ hvað ég var búin að sakna þess að koma svona öll saman.  Eftir það fékk ég góða heimsókn say no more :Þ

Á laugardeginum fór ég og Sirrý á tattoo stofu og fengum okkur eins tattoo hahahahah þannig að við verðum alltaf tengdar og ég sem hélt að við gætum ekki orðið tengdari en hey við innsigluðum það allavega núna :Þ  Eftir það rápuðum við saman haltrandi og enduðum svo á því að fara út að borða =) Um kvöldið skellti ég mér í bíó með Önnu Þóru vinkonu og fór að sjá nýju myndina með Jennifer Aniston  Derailed og VÁ hvað hún var góð. Mæli 100% með henni!!!!  Eftir það fékk ég næturgest og ég held svei mér þá að ég hafi ekki brallað svona margt skemmtilegt leeeeengi.

En það sem stóð upp úr var að ég endurheimti dálítið sem ég var farin að sakna og off course tattúið líka hahahahah  :)

 

05.02.2006 20:00

Búin að opna bloggið mitt aftur foks :Þ

 

29.01.2006 13:22

Helgin að verða búin

Það er kominn sunnudagur og helgin að verða búin !!

Ég brallaði mest lítið þessa helgi enda litla snúllan mín ennþá mikið kvefuð og með ljótan hósta og var að æla fullt af slími á föstudagskvöldið :(  Anna Þóra vinkona kom til mín í gær og við borðuðum saman og festum síðan rætur í sófanum því við skelltum þremur myndum í tækið heheheheh og átum yfir okkur af nammi. Ekkert smá næs tími ég fékk algjört desjavú því einu sinni vorum við eins og síamstvíburar áður en Anna mín flutti út til Danmerkur og ég gleymi því aldrei hvað mér leið illa fyrst eftir að hún fór :Þ

Í dag á ég von á Sirrý hinum tvíburanum mínum :Þ og hennar börnum í mat. Verður alveg án efa glatt á hjalla og mikið spjallað :)

 

Stundum hef ég verið að spá skyldi fólk koma inn í líf manns á þeim tímapunkti þegar maður þarf mest á því að halda???

Ætla að taka Sirrý sem dæmi. Ég kynnist henni þegar mér leið sem verst  og ég sá ekki neina ljósa glætu án gríns. Fyrsta hálfa árið stöndum við báðar frammi fyrir því að skilja við barnsfeður okkar, báðar einar með nokkur börn og gátum verið eins og stoð og stytta fyrir hvora aðra þegar við þurftum á því að halda á allan hátt.

Einnig hef ég eignast þrjár aðrar yndislegar vinkonur núna í seinni tíð Tobbu, Árnýju og Lilju og alltaf eru þetta stelpur sem eru á svipuðum stað í lífinu og ég og að fást við það sama. 

Mér hefur líka fundist þetta í karlamálum. Ég er farin að hallast að því að það sé ekki tilviljun heldur ástæða fyrir því að fólk labbi inn í líf manns þegar það gerir það og örugglega til að hrista aðeins upp í manni og sparka manni upp úr gömlu fari. Ég veit ég er skrítin en ég er virkilega farin að hallast að því að þetta sé ekki tilviljun :Þ

 

27.01.2006 14:19

Búin að finna drauma manninn handa henni Sirrý minni :)

Jæja Sirrý þá er leitinni LOKSINS lokið því ég fann þinn heitt elskaða eftir mikla leit.

Þessi er ekki með skuldbindingarfóbíu eins og virðist hrjá karlpeninginn í dag og hann mun ekki láta rugl í hausnum á sér eyðileggja ykkar hamingju. Þessi er barngóður, duglegur heima fyrir og finnst ekkert skemmtilegra en að reka við undir sænginni þinni og halda þér fastri þar undir = sami aula húmorin og við tvær virðumst gæddar. Þannig að nú er komið að þér að grafa upp einhvern honký ponký fyrir mig og nota bene ég myndi taka deyfikremið með í rúmið því að mér sýnist þér ekki veita af :S

 

Læt mynd fylgja með og sendi þér símanúmerið hans og adressuna í maili.

Njóttu vel :Þ

 

27.01.2006 08:32

Undur og stórmerki gerast

Þá er það orðið opinbert fröken Ásta er að fara að byrja í ræktinni eftir helgi. Ég veit að það eru sko margir sem eiga ekki eftir að trúa því en loksins bar tuðið hennar Sirrýar árangur hehhehehehe. Bíðið bara þar til ég verð komin með stinnan rass, flottan maga og þá fá sko nýju búbbingarnir að njóta sín í botn tíhíhíhí :Þ  

Án gríns ég held að ég geti ekki beðið eftir að fá smá útrás ekki veitir af :S

Sirrý mín ég veit að þú átt eftir að lesa þetta hahahaha þú skuldar mér í staðinn eitt feitt djamm a la Ástu og Sirrý, er það DÍLL??????

26.01.2006 11:45

Funny morgunn :Þ

Ég svaf yfir mig í morgunn í fyrsta sinn á ævinni án gríns. Ég vaknaði við það að nágranna kona mín sem er vön að fylgja börnum í skólann á sama tíma og ég dinglaði því henni fannst skrítið að heyra ekki lætin í okkur á þessum tíma heheheheh. Ég veit hreinlega ekki hvað gerðist ég var andvaka í mest alla nótt annaðhvort hef ég slökkt á klukkunni án þess að muna það eða ég hafi aldrei stillt hana.

Ég reif grísina á fætur með þvílíkum hamagangi ég held samt að við höfum verið öll ennþá hálf sofandi því ég klæddi mig í peysuna öfuga (hmmm... eitthvað kannast ég við að hafa gert það áður frussss), Írena velti fullum morgunkorn diski á gólfið og þegar ég var búin að bruna með þau eldri í skólann þá er mér litið framan í Emblu mína og sé að hún er gleraugnalaus .... nota bene hún sér ekkert án þeirra og við vorum ekkert að taka eftir því þannig að ég varð að bruna aftur heim til að ná í þau svo hún gæti nú séð eitthvað í skólanum blessunin hahahahaa.

Úffff ég sem hef aldrei skilið fólk sem getur ekki mætt á réttum tíma hahahaha er ekki alltaf einhvern tímann fyrst???? :Þ

25.01.2006 15:45

Dæs..... hvað er að ????

Dóttir mín sem er nota bene 7 ára kom til mín í gær og spurði hvort ég væri til í að gefa sér G- streng naríur!!! Hvað er málið??????????????

Er virkilega til fólk sem gefur svona ungum börnum G- streng??? Fyrr ligg ég dauð ég sver það HA HA HA HA.

Maður er að sjá t.d í Hagkaup boli og brækur á litlar stelpur sem til dæmis stendur Naughty girl o.s.frv.

Er ég ein um að finnast þetta óviðeigandi???

Finnst alveg vera út í hróa hött að verið sé að troða krökkum í föt sem eru að ýta undir ótímabæran kynþroska sem er ekki til staðar :S

 

PS:  Elsku Sirrý mín til hamingju með daginn þinn í dag 1000 knús og kossar frá mér :*

 

 

24.01.2006 13:46

HA HA HA ..... sexy

 

Rakst á þessa mynd á netinu ............. HA HA HA HA. Algjör snilld!!!!!

Maður fær bara í hana ....... NOT!!!!!

 

22.01.2006 18:42

Go United !!!!!!

 

Manchester United sigraði Liverpool 1:0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.  Rio Ferdinand var hetja United en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu með mjög góðum skalla.

 

GO UNITED !!!!!!!!!!!!!!!!

GO UNITED !!!!!!!!!!!!!!!

GO UNITED !!!!!!!!!!!!!!

13.01.2006 11:41

HA HA HA HA *kafnúrhlátri*

http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=1139

Skildi svínið vera skylt mér ?????? HA HA HA HA HA HA HA HA

 

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 109914
Samtals gestir: 20853
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 03:00:04

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar