03.05.2006 11:49Awwww
Jesús þetta er bara krúttilegt .... hhahahahah. Þetta kallar maður vinskap!!!
Fékk skemmtilega heimsókn í gær. Frænka mín sem ég hef ekki séð í einhver ár sendi á mig sms og spurði hvort hún mætti kíkja Hún kom ásamt krílunum sínum og svo kom Höddin mín líka ásamt krílinu sínu og við sátum og spjölluðum í marga klst það var bara eins og við værum búnar að vera allar í sambandi öll þessi ár. Ekkert smá gaman og það var sko ákveðið að halda sambandinu í þetta sinn og meira að segja var ákveðið djúsí hitting líklegast með dildó kynningu og alles á næstu pabbahelgi hjá mér .... hahahha já ég er byrjuð að telja niður ekki leiðinlegt að sitja saman nokkrar stelpur í glasi og skoða þessa dýrgripi í öllum stærðum og gerðum og í öllum regnbogans litum .... WOW sounds good Svo er aldrei að vita nema við skellum okkur svo í bæinn að kíkja á lífið Án efa þegar við frænkurnar komum saman þá verður bærinn málaður rauður ef ég þekki okkur rétt enda allar með sama klikkaða genið í okkur ... hahahha ... og meira að segja ættarsvipinn sem að enginn af okkur tekur eftir en aðrir gera Ég var að fá að vita það í gærkvöldi að ég er búin að fá sumarbústað .. jeiiiiiii get ekki beðið eftir því að komast aðeins úr bænum og slappa af í sveitinni með grísina mína liggjandi í heitapottinum og grilla. Mikið að spá hvort ég eigi að taka einhverja vinkonu mína með eða hvað. Miklu skemmtilegra að fara með einhvern félagsskap sem maður getur spjallað við á kvöldin svo maður sé ekki lonely. Helgin var fín mikið og margt brallað. Ég og Sirrý keyptum okkur meira að segja gömlu góðu hermannaklossana hahahah ekkert smá flottir og ég er búin að nauðga þeim síðan þá. Fengum okkur meira að segja hermanna bol í stíl ekkert smá flottar 30.04.2006 16:15*Flott orð*Alfred D. Souza sagði eitt sinn: Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir.? 27.04.2006 11:46*ROFL* Snilld !!!26.04.2006 20:08Ha Ha Ha Ha ... Var að finna þetta :Þ´ Þegar ég útskrifaðist sem stúdent 2001 var teiknuð af mér skopmynd og vinkonur mínar áttu að búa til fyndin texta um mig og þetta var afraksturinn .... hahahahah...... Ég var að rekast á þetta og ég bara varð að láta þetta hérna inn :Þ Texti sem að fylgdi myndinni (reyndar margt breytt síðan þetta var skrifað 2001 .... hahahahha...) : Eins og nafnið gefur til kynna er lítið annað sem gengur fyrir en ást. Hvort sem það heitir að elska mann, um menn frá mönnum til manna. Dag einn í desember árið 1995 var hún orðin mamma. Eftir það fór hún svo smá meira að djamma og varð svo aftur mamma, þó með sama manninum. Ástin var svo mikil að hún neyddist til að deila henni með fleiri mönnum, en núna virðist sem að loksins hafi hún fundið þann eina rétta (eða hvað ?????). Ásta elskar alla. Hún elskar karlmenn og börnin sín og ekki má gleyma kennurunum. Loksins eftir átamikil ár, orðin vel þurr í tungunni, hafa menn tekið höndum saman um að nú verði þessu að ljúka og Ásta verði að klára stúdentsprófið. Ásta hefur reyndar alltaf verið dugleg í skóla og ekki átt í vandræðum með að fá háar einkunnir, en alltaf hafa karlmenn verið í vegi hennar. Hún á auðvitað þessi tvö yndisleg börn sem eru henni til halds og trausts. Nú að loknu stúdentsprófi liggur leið hennar í nuddnám og kemur það varla á óvart, þar sem ástin er svo mikil til að veita öðrum vellíðan og gleði í hennar garð. Garðurinn sem er aldrei tómur. Við elskum þig öll Ásta eins og þú segir alltaf skemmtilega: ,, Leyfið mönnum að koma til mín, varnið þeim það eigi, því slíkt er Ástu ríki". Með von um bjarta framtíð. Þínar vinkonur Anna Þóra og Anna Kristín 25.04.2006 13:37UpdateHelgin var þræl fín og margt og mikið brallað nenni eiginlega ekki að fara út í þá sálma :Þ Ég er byrjuð núna í ræktinni á fullu ..... komin tími á að ég fari að hugsa aðeins meira um sjálfa mig og setja mig stundum í forgang geri allt of lítið af því. Fór í ræktina í gær, lét svo dekkja á mér hárið og þaðan í ljós maður fer bara að verða þvílíkt flott eða vonandi verð ég það ..... heheheh... :Þ Fór aftur í ræktina í morgunn með Önnu og váááááááá ég er komin með harðsperrur dauðans !!!! En samt eitthvað svo þægilegur sársauki ... hahhaaha stupid æ nó ..... Ætlum að mæta aftur í fyrramálið ekkert smá duglegar. Hey ég lenti í frekar skondnu atviki áðan dæs ...... ég skrapp út í búð sem er ekki frásögufærandi nema að þegar ég var að fara að borga fyrir vörurnar þá er maður fyrir aftan mig sem gæti án gríns verið pabbi minn og hann var eitthvað voða mikið að horfa eitthvað og svo allt í einu segir hann: "Mikið rosalega ertu falleg kona" ... *ROÐN* alveg rólegur á því að vera komin með gráa fiðringinn :Þ Er að fara í rannsókn á fimmtudaginn ... :S er rosalega kvíðin en það verður gott þegar þetta er búið eða vonandi fer náttúrulega eftir því hvað kemur út úr henni. Skil samt ekki alveg afhverju ég er svona kvíðin því ég ætti að vera orðin ýmsu vön ...no comment með það meir !!! Næsta helgi er barnlaus helgi og ég er alveg ákveðin í því að nýta hana vel ;) 23.04.2006 17:49*Grenj úr hlátri*
21.04.2006 11:29Blogg smoggMútta kom til mín í gær og djöflaðist í hausnum á mér :Þ Ég var alltaf að lenda í því að fólk spyrði mig hvað ég væri eiginlega með í hárinu mínu ...... nota bene þá voru þetta málningarslettur síðan síðustu helgi en ég leit út eins og ég væri með heavy stórar brund slummur í hárinu og þar sem ég vildi eiginlega ekki að fólk héldi að ég hefði ekkert annað að gera en að láta brunda í hárið á mér þá heimtaði ég að mútta kæmi í heimsókn og næði þessum andskota úr ;) Greyið konan sat sveitt heillengi og djöflaðist í hausnum á mér með lúsarkambi til að reyna að ná þessum fjanda úr. Hún hafði orð á því að það væri næstum því meiri vinna að ná þessu úr heldur en að mála alla stofuna .... hahahaha... þá vitið þið það að það borgar sig ekki að biðja fröken Ástu um að hjálpa sér að mála því þið gætuð lent í heavy vinnu við að þrífa frökenina aftur *hóst* það væri nú kannski ekki svo slæmt ef það væri á öðrum stöðum :Þ Anna Þóra kom til mín í gærkvöldi og við sátum og spjölluðum langt fram á kvöld og horfðum á heavy spennandi Nip Tuck þátt. Sátum eins og svín og tróðum í okkur nammi ..... og já elsku Höddin mín ef þú lest þetta þá er ég alveg að fara að hætta þessu sukki en nammið bara réðst á mig í gær þannig að ég hef afsökun ...... sorry en ég gat bara gat ekkert gert. Þannig að ég verð bara að hlaupa fimmfalt á hlaupabrautinni með þér næst .... tíhíhíhí :Þ Gréta snúll kom hérna við í vikunni var í stuttri heimsókn á Íslandi og er núna farin til Danmörku aftur *GRÁT*. Ég var að reyna að sannfæra hana um að það sé miklu betra að vinna á Íslandi í sumar heldur en að vinna í Danmörku hahahahha ..... eigingirnin alveg að drepa mig ... hahhaaha .... i just miss her so much :( Helgin fram undan og það er mömmuhelgi og það verður örugglega brallað eitthvað skemmtilegt um helgina. Vonandi að veðrið verði gott þannig að það sé kannski hægt að skreppa í sund eða eitthvað. Kemur í ljóst ;) Tjá amigos 18.04.2006 19:02Bara SNILLD!!!!! Ha Ha Ha
18.04.2006 15:17Hversu vel ???Hversu vel þekkið þið mig ??? Bannað að svindla :Þ http://www.quizyourfriends.com/linkIM01.php?quizname=060418111614-402911 17.04.2006 13:51Páska færslaGleðilega páska snúllurnar mínar !!!! Þessir páskar eru búnir að vera frekar skrítnir ;) Krakkarnir fóru seinni partinn á föstudaginn til pabbanna yfir helgina og var ég því ein í kotinu ;) Föstudagurinn var pínu erfiður dagur því ég var að gera upp mál í mínu lífi sem ég er alls ekki sátt við en það er víst ekkert lengur sem ég get gert til að breyta stöðunni úr þessu því miður þó ég hafi fulla trú á þessu þannig að ég verð bara að sleppa tökunum, sætta mig við orðinn hlut og læra af mistökunum sem ég veit að ég geri. Sirrý mín bauð mér svo í kvöldmat og það var ekkert smá gott að koma til hennar, borða góðan mat og fá að létta aðeins á hjartanu. Seinna um kvöldið eftir gott spjall og þegar lundin var orðin pínu hressari þá skelltum við okkur í heimsókn og sátum þar og spiluðum póker langt fram á nótt. Það var ekkert smá gaman og vá hvað það var langt síðan ég spilaði póker ekkert smá skemmtilegt spil. Á laugardagsmorgunn hringdi mamma í mig til að vekja mig og ég skellti mér þá í druslu föt og fór niður á stofu til að hjálpa henni að mála. Við mæðgurnar máluðum í 11 Klst TAKK FYRIR Ha Ha Ha Ha. Dísus ég hélt ég myndi drulla í brækurnar þegar við tvær stóðum upp á stærðar vinnupalli til að ná að mála loftin ....... ó mæ god ég var eins og titrandi hæna með hjartað á 3000 og vá hvað mér létti þegar loftið var búið :Þ Eitt skiptið sat ég á gólfinu voða hugsi og var að mála þegar ég fann að mér var klappað á kollinn. Ég hélt að mamma hefði tekið eftir því að mér leið illa og hafi því ákvað að hressa mig pínu við en HELL NO ..... það var sko ekki málið hahhahaa. Ég lít upp og sé mér til mikillar gleði eða þannig að mamma var með málningarrúlluna í höndinni og var með hugann eitthvað annað og lagði málningarrúlluna á kollinn á mér og ég svona rosa dökkhærð með þessa fínu ljósu málningar slummu í hárinu sem ég nota bene er pínu ennþá með ..... hahahah og ég ekkert smá drop dead gorgeus svona .... NOT. Eftir 11 klst málningarvinnu skelltum við okkur heim til mömmu og við báðar með málningu alls staðar en samt aðallega ég hahahah ... ég er búin að taka eftir því að ég er algjör sóði því það var eins og ég hefði fengið mér sundsprett ofan í dósinni :Þ Þegar við komum heim var opnuð freyðivín flaska og ég, mamma og Hödd fengum okkur smá freyðivín, ritz kex og osta fyrir svefninn og ég rotaðist í mömmu rúmi stuttu seinna enda kannski ekkert skrítið ;) Á sunnudagsmorgunn vöknuðum við um 8 og skelltum okkur aftur í málningarfötin og fórum aftur að mála. Þegar við urðum svangar skelltum við okkur í 10 11 og vá hvað það var starað á okkur hahahahha. Allir í sparifötunum en við mættar þarna í drullugallanum með málningu upp fyrir haus. En við vorum samt laaaaaang flottastar ;) Þessi málningartörn tók 7 1/2 klst og náðum við að klára að mála sem betur fer og mamma getur því opnað á morgunn. Eftir málningartörnina skelltum við okkur heim og elduðum saman geggjaðan mat og pabbi kom líka í mat. Ekkert smá gaman að koma svona öll saman verst að þetta gerist svo sjaldan :S Elstu grísirnir heimtuðu að fá að gista hjá ömmu sinni en ég ákvað að gista frekar heima með Írenu því ég var farin að þrá rúmið mitt. Núna er ég búin að sækja grísina mína og við erum búin að vera að hakka í okkur páskaegg, kúra saman í sófanum og horfa á nýju mörgæsa myndina. Vá hvað hún er krúttileg og sorgleg. Meira að segja ég felldi nokkur tár ..... hehehehehhe.... ég er soddan mús og er svo viðkvæm fyrir öllu svona sorglegu sérstaklega dauðanum enda kannski ekkert skrítið. Á morgunn er ég loksins að fara að byrja í ræktinni reyndar ekki með Sirrý því planið okkar með ræktina gekk ekki alveg upp því það kom alltaf eitthvað upp á og ætla ég því að byrja í ræktinni með Hödd systir svo ætlar mamma að reyna að koma líka :) Ætli ég verði ekki þvílíkt skrautleg þarna því ég get varla hreyft mig eftir alla málningarvinnuna ..... hahhaahha ....... finn til í hverri hreyfingu :Þ Í gærkvöldi var ég að skoða á netinu og ég rakst á texta sem mér finnst ansi merkilegur núna og ætla ég því að láta hann fylgja með í lokin sem orð dagsins :
Skrifað af Ástu 08.04.2006 11:35Opnuð AGAIN :ÞVar farin að sakna þess að steypa í ykkur og var orðin leið á því að heyra afhverju ertu hætt að blogga hehehhee þannig að ég ákvað að opna síðuna mína aftur :Þ En þá skuluð þið líka vera duglegri að kommenta svo maður líði ekki eins og maður sé einn að tala við sjálfan sig HA HA HA HA. Jessssss Snorri hönk vann Idolið eins og ég var að vona :) Ekkert smá klár gaur og á alveg pottþétt eftir að ná langt í framtíðinni. Í nótt var ég vakinn kl 5 við heavy eðlunar læti sem stóð yfir í klukkutíma PIRR PIRR PIRR. Já núna hugsa örugglega margir um nágrannana mína í þessu samheingi en ónei það var ekki alveg svo gott !!! Einhverjir katta asnar ákváðu að breima og riðlast beint fyrir neðan svefnherbergis gluggann hjá mér og það var alveg sama hvað ég reyndi að hrekja þá í burtu gegnum gluggan þá voru ríðingarnar greinilega það góðar að þau létu sko ekki hrekja sig á brott. Í fyrsta skiptið í laaaaangan tíma var mér hugsað til gömlu túttubyssunar sem hefði komið að góðum notum hehheheheh. Ég hefði nú miklu frekar nennt að hlusta á nágranna game heldur en þetta helvíti FRUSSSSSS. Síðustu helgi þá skellti ég mér á feitt djamm með vinkonunum og VÁ hvað ég var full hahahha. Við Sirrý byrjuðum að drekka klukkan *hóst* 17 og vorum að til kl 5 um nóttina þannig að þið getið alveg lagt saman tvo og tvo og séð fyrir ykkur hvernig við vorum tíhíhí. Í fyrsta skiptið upplifði ég þá tilfinningu að finnast ég vera orðin gömul. Það var ekkert nema einhver unglömb á ferð og ég lenti nú á einum stalker sem var slatta yngri en ég og var að segja mér frá öllum eignunum sínum því hann hélt svo innilega að ég myndi falla kylliflöt fyrir því hahahhaah NOT. Eins og mér sé ekki sama hvort karlmenn eiga eignir eða ekki. Hey já gleymdi að segja ykkur það að ég er víst orðin SINGLE again. Fúlt en hey that´s life og fröken Ásta því komin á markaðinn að nýju :Þ Tjá tjá í bili 16.03.2006 14:59*Pot*Pot*Pot*Það er endalaust verið að pota eitthvað í mig og heimta að ég bloggi meira tíhíhíhíhí. Var eiginlega farin að hugsa um að leggja þetta blogg niður =) Það fyndnast finnst mér þó þegar fólk er að biðja um að ég bloggi meira og er verra sjálft. Já Lilja taktu þetta til þín hahahahahahah *hóstlúði* :Þ Hér eftir verður gerður díll ef ég á að laga þetta þá verður þú að gera það líka HA HA HA HA. Nenni ekki að vera ein um að blogga ........ er það díll ????
Helgin nálgast og ég verð barnlaus :Þ Veit samt eiginlega ekkert hvað maður á að bralla því ég er svo innilega ekki inn í skemmtanalífinu eins og er og fallegi rassálfurinn minn er með pabbahelgi. Hvað gera danir þá???? Spurning um að draga hana Önnu mína í bíó, hvað er heitasta myndin í bíóhúsunum þessa dagana??? Tjá amigos
24.02.2006 16:08Klukk!!! *djö*Ég hef verið klukkuð af henni Heddu skvís.....
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur: Fjórir staðir sem ég hef búið á: Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla: Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi: Fjórar heimasíður sem ég heimsæki daglega: Fjórar bækur sem ég hef lesið: Fjórar manneskjur sem ég skora á að gera þetta: 18.02.2006 16:05Laugardags bloggMan United tapaði 0:1 fyrir Liverpool í dag í enska bikarnum pirr pirr pirr. Pabbi á allavega að vera í heavy góðu skapi með það hahahah eins gott að mæta honum ekki næstu daga :Þ
Í dag er laugardagur og ég fárveik :( Ég hélt svei mér þá að ég væri að hressast í gær en mér varð því miður ekki að ósk minni. Hitinn rauk aftur upp og ég hef legið fyrir síðan krakkarnir fóru í gær. Fékk samt góða heimsókn í gærkvöldi því hún Anna mín kom til að halda mér félagsskap. Horfðum á Idol og á eina mynd. Ég reyndar sofnaði yfir myndinni var eitthvað svo slöpp. Við vinkonurnar lágum samt í kasti í gærkvöldi því hún Birta mín sem er litla kisan mín tók upp á því að byrja að breima í fyrsta sinn og ég held svei mér þá að hún hafi nauðgað öllum húsgögnunum mínum og greyið Ronja sem er eldri kisan mín fékk þvílíka útreið frá litla dýrinu hahahah. Meira að segja taskan hennar Önnu fékk ekki frið :Þ Lætin í einu svona litlu dýri GARG þetta er eins og lítið barn að öskra hahhahaah. Fyrsta verk mitt þegar ég hressist er að kaupa handa henni pilluna svo hún þagni. Það munaði litlu að ég hefði hleypt henni út svo að hún fengi nú eitthvað í hana greyið :D knús frá mér Kv Ásta
16.02.2006 14:22Þetta fer að verða pínu þreytt :(Þetta fer að verða pínu þreytt!! Fyrst veiktist Embla í viku og Írena tók við og er enn veik. Núna er ég komin með hita, hausverki og beinverki dauðsans ARG, GARG og PIRR!!! Ég sem er barnlaus um helgina og ætlaði að gera eitthvað ógó skemmtó. Ég skal ég skal og hana nú!!! Þetta er alveg týpískt hahahah verð líklegast ekki barnlaus aftur í 3 vikur og ætlaði sko að njóta þess að vera ein í bili en hey það er aldrei að vita nema ég hrissti þetta bara af mér og komist á ról :) Sendið mér batnaðarstrauma eða kannski bara einkahjúkku :Þ *krossafingur* Flettingar í dag: 49 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147391 Samtals gestir: 24622 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:35 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is