04.11.2006 16:24LaugardagurDagurinn í gær gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég var reyndar orðin rosa þreytt og var sofnuð fyrir kl 23 á föstudagskvöldi Stella kom til mín áðan og við skelltum okkur í Maður Lifandi ... Guð hvað þetta er hrikalega dýr búr Ég hef dálítið verið að hugsa um dauðann.... Ég viðurkenni það alveg að ég hræðist hann rosalega og mig langar svo virkilega að fá að lifa og verða gömul. Ég veit alveg að það er mjög ólíklegt að ég nái því... . Ég á rosalega erfit með að sjá í sjónvarpinu eða í myndum fólk að deyja og sérstaklega ef verið er að sýna úr jarðaförum.... Ég fór á Mýrina um daginn og ég átti bágt með að labba ekki út þarna í byrjun myndarinnar. Greyið Diddi minn horfði alveg stíft á mig því hann virkilega fann hvernig mér leið og var alltaf að spyrja mig hvort það væri allt í lagi með mig..... En í gær fór ég að hugsa afhverju ég ætti eitthvað að þurfa að hræðast dauðann meira en aðrir ???? Ekkert okkar veit hvenær við deyjum þannig að við verðum öll að lifa í núinu og taka hvern dag fyrir sig. Ég gæti þess vegna orðið fyrir bíl á morgunn eða pabbi minn eða bara hver sem er. Gærdagurinn er farinn og ég lifði hann og nú er það dagurinn í dag og svo koll af kolli. .. Við munum öll deyja einhvern tímann og þess vegna er meiri ástæða til að lifa og nýta hvern dag til hins ýtrasta og vera þakklát fyrir það sem við höfum.... Ég átti það til að vera pirruð út af smámunum og ég get stundum verið það ennþá en ég verð samt að segja að eftir að ég veiktist þá fékk ég pínu nýja sýn á lífið.... Það er þá allavega eitthvað jákvætt við þennan krabba... Það er stundum eins og eitthvað slæmt þurfi að gerast svo við metum það sem við höfum eða höfðum áður. Það er eiginlega fáránlegt ef maður hugsar út í það. Held að flest okkar séum frekar vanþakklát og heimtufrek. Allavega var ég það og vonandi kenna veikindi mín mér að sjá betur þessa bresti og gera eitthvað í málunum. Í alvöru spáið aðeins í þessu. Lærið að meta það sem þið hafið og þakkið fyrir að hafa góða heilsu því það er ekki þar með sagt að þið hafið hana á morgunn eða eftir ár eða 10 ár. Við erum ekki ódauðleg og ósnertanleg og tilveran er ekki sjálfsögð. Nóg með mínar predikanir og hugsanir Tjá tjá Kv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu 03.11.2006 17:35FöstudagsbloggÉg vaknaði eitthvað lúin í morgunn ![]() Núna er komin föstudagur og ég með krakkana mína um helgina. Ætla að að hafa kósý kvöld með krökkunum mínum ![]() ![]() Hafið það gott um helgina !! Kv Ásta Skrifað af Ástu 02.11.2006 21:28Blogg bloggÉg hef stundum verið að lenda í því að fólk trúi því ekki að ég sé veik ... heheheh.... það virkilega horfir á mig eins og ég sé að ljúga án gríns þegar ég segi þeim hversu veik ég virkilega er. Þarf fólk virkilega alltaf að vera með vist "veikinda lúkk" þegar það veikist???? Æji svei mér þá mér fynnst þetta frekar skondið. Ég lít ennþá út eins og ég leit út áður nema bara grennri og með jú nokkrar bólur og aðeins þynnra hár en ekkert alvarlegt þannig lagað ennþá. Ég hætti ekki að taka mig til og klæða mig þó ég sé veik og mér finnst annað bara fáránlegt. Endilega rotið mig ef ég fer yfir á hina hliðina PLÍÍÍÍS Í dag byrjaði ég að taka þetta gums frá henni Kolbrúnu í Jurtaapótekinu. Verður gaman að sjá hvort að allt þetta dóterí virkar eða ekki. Allavega þá ætla ég að reyna allar leiðir til að halda mér á lífi. Ég er búin að taka út allar mjólkurvörur og ætla að reyna að forðast sykur en ætla samt ekki alveg að meina mér um allt með sykri en mjólkurvörur eru alveg úti hjá mér. Ætla líka að finna einhver hugleiðslu námskeið eða eitthvað slakandi..... ekki veitir af....því hausinn á mér stoppar ALDREI !!!! Það er svo vont að vera með svona ofvirkan haus því hugsanirnar láta mann aldrei í friði og þá nær maður ekki að slaka á og meiri líkur á kvíðaköstum. Endilega ef þið vitið um eitthvað sniðugt heilunar eða hugleiðsludæmi endilega látið mig vita. Ég var rosa dugleg í Alanon áður en ég veiktist en hef því miður ekki mikið geta mætt síðan ég veiktist. Eða eiginlega bara sama og ekkert. Ég var svo heppin að fólk tók sig saman og ætlar að mæta til mín um kl 22 og halda Alanon fund hér heima í stofu hjá mér ... hehehe .... æji mér finnst það bara æðislegt hvað fólk er tilbúið að gera margt fyrir mig og ég verð ykkur ævinlega þakklát (vonum bara að ævin mín verði það löng að ég verði skuldug ykkur leeeeeeeengi). Ætla að láta þetta duga núna því liðið fer að koma Knús og klemm á ykkur öll
Skrifað af Ástu 01.11.2006 18:36Góður dagur :)KOMNAR NÝJAR MYNDIR !!!!!! Ég vaknaði í morgunn mun hressari en ég var í gær...... thank God Eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að vera virkilega góður dagur. Engin kvíðaköst og ég ekki þurft að taka nein kvíðastillandi sem er mjög gott. Ég og Diddi fórum í Jurtaapótekið til hennar Kolbrúnar til að fá ráðleggingar sem að gætu hjálpað. Ég er til í að reyna allar leiðir til að læknast eða fá góðan tíma til að koma börnunum mínum á legg. Annað er bara óhugsandi í mínum huga. Ég ætla að taka allar mjólkurvörur út og reyna að minnka sykurát. Þetta verður erfitt því ég er algjör mjólkur og sykurkelling ... en til að gera þetta spennó þá fór ég og keypti mér safapressu, uppskriftabókina Endalaus orka og fullt af ávöxtum og ætla ég að vera dugleg að blanda mér djúsí og holla safa í staðin fyrir að hella kók í glas. Ég er í raun bara spennt enn sem komið er .... hehehhe... vonandi að það haldist þannig. Það er bara svo erfitt að hætta að borða eða drekka eitthvað sem manni finnst gott en ég hef bara ekki efni á því að sukka meira ..... jú við erum að tala um líf mitt !!! Núna í kvöld ætlar fjölskyldan mín að koma saman og borða. Ma & Pa og systkini mín ætlum að elda okkur hér heima hjá mér. Daði bróðir er að fara aftur út í nótt til fjölskyldu sinnar og það er aldrei að vita ef heilsan leyfir að ég geti kíkt til þeirra með börnin í janúar *krossafingur*. Það yrði ekki leiðinlegt Í lokin langar mig að þakka öllum sem að hafa styrkt mig gegnum styrktarreikning. Ég á bara ekki til orð án gríns og ég sendi ykkur 1000 þakkir og knús fyrir. Ætla að láta eina bæn fylgja með sem ég sá hangandi í ramma upp á vegg á Krabbameinsdeildinni og mér finnst svo falleg :
Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar. Þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér, ljóma í sálu minni.
Skrifað af Ástu 31.10.2006 20:26Grumphy daysDagurinn í dag var einn af þessum grumphy dögum mínum Guð ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki mömmu og vissa aðra aðila í mínu lífi. Mamma er alveg ótrúlegur einstaklingur. Vinnur hörðum höndum og kemur svo til mín til að hjálpa mér með heimili og börn. Það sem mér finnst dásamlegast við þetta allt er að í raun þá er hún ekki alvöru mamma mín en kemur fram við mig sem sína eigin. Eins og þið mörg vitið þá lést mamma mín og systir úr arfgengri heilablæðingu. Þegar ég var aðeins 3 ára gömul láu leiðir pabba og hennar saman og læsti ég mig utan um lærin á henni og spurði hana hvort hún vildi vera mamma mín ... hehehe...... og auðvitað gat hún ekki staðist þessi hvolpaaugu Ég sé það að á Barnalandi er söfnunarreikningurinn sem pabbi minn kom á laggirnar auglýstur... og vá ég er eiginlega orðlaus yfir undirtektunum *sniff*sniff*. Sunshine mín ég veit að þú lest alltaf bloggið mitt takk kærlega fyrir þessa fallegu hugsun og stuðning í minn garð... KISS OG KNÚS ..... og þið barnalandskonur takk kærlega fyrir mig ! Það er óhætt að segja að ég eigi marga góða að Kiss og knús Kv Ásta
Skrifað af Ástu 30.10.2006 17:43Smá Update :)Helgin var aaaaalllt of fljót að líða :) Ég fór í matinn þarna á föstudagskvöldinu og kíkti í heimsókn til Didda minn á laugardagskvöldinu .. en var reyndar komin snemma heim bæði kvöldin. Kúrði ein í kotinu alla helgina því það var pabbahelgi hjá grísunum mínum ... Það var í rauninni fínt og mér fannst alveg frábært að mér hafi tekist að vera ein með sjálfri mér án þess að fá kvíðakast..... því ef ég fæ kvíðaköst þá koma þau oftast þegar ég er ein með sjálfri mér því þá fer hausinn á mér af stað. Ég er búin að vera nokkuð brött eftir síðustu meðferð þannig lagað ..... er samt rosa pirruð í skapinu og lítil í mér þessa dagana
Skrifað af Ástu 27.10.2006 17:34Rok, rok, rok og meira rokÚfff ekki var veðrið skemmtilegt í morgunn þegar ég vaknaði Var pínu löt í morgunn... ætlaði aldrei að nenna að vakna og ég bara leyfði mér það því ég átti ekki að mæta á spítalann fyrr en kl 13. Ég drattaðist á fætur um kl 11 og kom mér og Emblunni minni í föt því það eru víst vetrarfrí í gangi í skólanum hjá krökkunum þessa dagana og ég varð því að setja Emblu í pössun til Dagmar Dóru. Eftir það skellti ég mér á spítalann og var þar í lyfjameðferð til kl 15:30 og núna er ég með dæluna mína frægu á maganum til morgunns þar til hún verður tekin og þá er ég laus í 1 og 1/2 viku þar til næsta törn byrjar. Ég er ennþá nokkuð brött og ekki ennþá farin að finna mikið fyrir aukaverkunum og vonandi slepp ég bara vel í þetta sinn. Finnst það samt hæpið enda komin á svo mörg lyf... og jú þau öll hafa sínar aukaverkanir og því meiri líkur á að maður verði eitthvað slappur. Sterarnir eru að gefa mér orkuna núna og ég er meira að segja rjóð í kinnum af þeim ... hehehhe.... frekar fyndin svona rjóð og sælleg en þegar steratökunni er hætt sem verður á morgunn þá kemur skellurinn vanalega og maður verður slappur og fölur og sefur og sefur. Á eftir kemur Daði minn aðeins í bæinn. Alltaf gaman að sjá brósa sinn enda svo þvílíkt skemmtilegur kauði. Ég, pabbi, mamma, Hödd systir og co, Daði, Diddi og Lena ætlum að hittast og borða saman. Það verður án efa skemmtilegt eins og vanalega þegar við öll komum saman. Krakkarnir mínir verða reyndar ekki með enda pabbahelgi þessa helgina sem er jú ágætt því helgin fer örugglega að mestu leyti í það að hvílast ef ég þekki mig rétt og þegar ég er í miðri lyfjagjöf. Annars er helgin óráðin að mestu leyti ... því mér finnst rosalega erfitt að plana hluti fram í tímann því ég veit aldrei hvernig ég verð hverju sinni. En samt er alltaf verið að segja við mig að ég eigi að plana hluti sem mig langar til að gera og þá frekar að fresta þeim ef ég treysti mér ekki til. Ég held að það sé rétt en ég á bara svo erfitt með að beila á fólk. Mér finnst það svo leiðinlegt en kannski er það rétt að maður eigi samt að plana eitthvað til að hafa fyrir stafni og maður geti hlakkað til fyrir. Kannski ég þurfi að prufa að tileinka mér þessa nýju tækni set það allavega á to do listann minn Annars er í raun ekkert voða mikið meira að frétta af mér. Allt heldur sinn vanagang og líf mitt snýst eiginlega bara um börnin mín, fjölskylduna og mín veikindi. Ég held mínu striki áfram og berst með kjafti og klóm og ég vil ekki trúa því að þetta sé ólæknandi þó að læknavísindin segi það. Við vitum öll að kraftaverkin gerast á hverjum degi og afhverju ekki alveg eins ég ?????´ Ég veit að það eru mjög margir sem eru að fylgjast með blogginu mínu sem mér finnst alveg frábært. Ég vil endilega ef það er einhver sem er ný greindur með krabbamein, með krabbamein eða á maka sem er með krabbamein.... eða bara langar að spjalla við einhvern sem er í sömu sporum þá má hinn sami senda mér email og hafa samband við mig. Emailið mitt er hægra meginn til hliðar eða : astalovisav@hotmail.com . Ég veit stundum ekki hvar ég væri ef að pabbi hefði ekki komið mér í samband við hana Hildi snúllu sem er líka að berjast við erfiðan krabba. Hún er sú sem skilur mig best og sparkar mér áfram þegar ég er alveg við það að gefast upp og það er bara svo mikilvægt að geta talað við einhvern sem að er að ganga í gegnum þetta sama og getur kýlt mann áfram. Einnig hef ég verið í sambandi við hana Dæju sem er líka að berjast við krabbamein og við erum allar á svipuðum aldri og það er bara svo gott að geta fengið að heyra þeirra reynslu og upplifun og miðla minni reynslu tilbaka. Þannig að ég vil vera til staðar og hjálpa ef einhver vill nota mig þá er það alveg velkomið án gríns Knús og klemm Kv Ásta Skrifað af Ástu 26.10.2006 17:04Lyfjasúpa dagsinsÞá er fyrsta lyfjasúpu deginum mínum lokið... íhhaaaaa Ég mætti klukkan 08:30 í morgunn og í mig var dælt þvílíkri lyfjasúpu ....heheheh... ég var ekki komin heim fyrr en um kl 15. Ég var semsagt að fá tvö ný lyf ofan á hin lyfin sem ég var með áður (fyrir utan eitt) og ég vona svo innilega að þessi koktaill komi til með að hjálpa mér. Það er kominn tími á að fá einhverjar góðar fréttir til tilbreytingar. Svei mér þá ef ég er ekki farin að mynda þvílíkt þol gagnvart mótlæti...... en samt þá eru takmörk hvað maður þolir endalaust. Ég veit að ég er þrjóskari en *píb*og ég mun nýta þessa þrjósku og nota hana mér til góðs í þessari baráttu. Ég ætla mér að vera eitt kraftaverkið sem að læknavísindin gapa yfir. Það er eitt sem pirrar mig þvílíkt þessa dagana. Það er bílastæða vesenið á LSP. Núna er búið að taka upp stöðumæladæmi á bílastæðunum sem eru næst spítalanum.... ok ég skil það vel og hef þannig lagað ekkert út á það að setja .. ENN málið er að núna vill enginn leggja þar lengur og leggja á stæðunum fjarri spítalanum. Þegar maður er í lyfjameðferð þá eru lyfin blönduð í apótekinu þegar maður kemur... eru semsagt ekki tilbúin. Ef það er mikið að gera á deildinni og margir í lyfjameðferð þá getur orðið ansi löng bið eftir lyfjunum og ég tala nú ekki um þegar maður þarf mörg eins og ég. Ég hef lengst þurft að bíða í 4 tíma eftir þeim án gríns. Þegar maður er í lyfjameðferð verður maður máttlaus og pínu slappur. Ég get samt oftast keyrt sjálf enda vil ég ekki vera upp á aðra endalaust komin..... Ég lendi því miður oft í því að þurfa að leggja langt í burtu og jafnvel í hverfunum í kring og staulast svo drullu slöpp tilbaka með lyfjadæluna sem ég þarf að taka með heim á maganum því annars enda ég alltaf á því að fá stöðumælasekt . Guð hvernig verður þetta þegar snjórinn og almennilegt rok fer að gera vart við sig?????.. Guð ég vil ekki einu sinni hugsa til þess. Ég veit aldrei hversu lengi ég þarf að vera þarna inni hverju sinni og við getum ekki hlaupa út í miðri lyfjameðferð til að setja pening í mælana. Er ekki nóg að þurfa að borga fyrir hverja komu á spítalann sem er nógu andskoti dýrt án þess að þurfa líka að punga út þvílíkri summu í þessa kassa eða að borga himinháar sektir ??? Nota bene ég er það oft á spítalanum að ég er að spá að setja LSP inn sem annað lögheimili mitt
Skrifað af Ástu 25.10.2006 17:11Enn ein neituninÉg fékk enn eina neitunina í dag Ég var búin að binda von mína á að hægt væri að skera eða frysta þennan fjanda. Núna er öll sú von úti í bili þannig að ég verð að færa vonina á eitthvað annað. Ég bara verð að trúa því núna að nýju lyfin komi til með að hjálpa mér. Ef ég svara vel lyfjunum og eitthvað af meinvörpunum tíu fara..... eða að meinvörpin minnka þá er aldrei að vita nema að hægt sé að endurskoða ástandið og þá sé hægt að nota hita/frysti meðferðina eða skurðaðgerð. Þannig að ég verð bara að halda í þá von ... því jú ef ég hef hana ekki þá get ég allt eins látið jarða mig strax. Það er endalaust verið að spyrja mig hvernig ég hafi það. Fólk er að hafa áhyggjur af því að ég sé búin að gefast upp út af mótlætinu síðustu daga. Í alvöru þá hef ég það ágætt og ég er ekki búin að gefast upp...... Langt frá því meira að segja. Þannig að don´t worry Kiss kiss og knús Kv Ásta Skrifað af Ástu 24.10.2006 17:41Góðar og slæmar fréttirÉg mætti í dag til doksa. Viðtalið fór ekki alveg eins og ég hafði vonað og beðið fyrir. Það kom í ljós í þessari myndatöku að meinvörpin í lifrinni eru ekki 5 heldur 10... TAKK FYRIR !!! Með því fór alveg sú von að hægt sé að skera. Þau eru öll reyndar lítil en þau eru samt 10 stk. Halla læknir hafði samband við annan lækni sem er ekki búin að svara með það hvort hægt sé að nota frysti eða hita aðferðina. Fæ að vita það á morgunn .... það er reyndar ólíklegt að ég fái það í gegn eins og staðan er í dag Það var samt einn jákvæður punktur í þessu öllu saman. Læknirinn minn sótti um undanþágu lyf handa mér sem er víst erfitt að fá og ég fékk það samþykkt. Ég fæ semsagt að prufa að nota það og vonandi lætur það eitthvað af þessum meinvörpum hverfa eða minnka og þá er kannski hægt að endurskoða skurðaðgerð eða hita/frystimeðferð. Þrótt fyrir mótlætið í dag þá er ég ekki ennþá farin úr brynjunni og er ennþá í árásarhug. Þessi djöfulsins meinvörp skulu fá að minnka eða hverfa og ég sætti mig ekki við neitt annað !!!! Ég ætla mér ekki að deyja á næstu mánuðum það er alveg á hreinu. Ég ætla mér að koma börnunum mínum á legg og mér er drullu sama þótt ég þurfi að vera veik allan tímann á meðan. Ég skal koma þeim sjálf á legg. ÉG SKAL ÉG SKAL !!! Vonandi bara að ég verði þrjóskari en þessi meinvörp. Ég trúi því að maður komist langt á viljanum einum saman. Ég trúi því að ég komist langt á bæninni. Ég trúi því að ég fái lengri tíma og ég sætti mig bara ekki við neitt minna. Ég er einstæð móðir með þrjú lítil börn sem lifa fyrir mömmu sína og ég lifi fyrir þau og ég skal standa undir því no matter what !!! Ætla að láta eina bæn fylgja hérna með sem ein kona á BL sendi mér : Drottinn minn og guð minn,
Skrifað af Ástu 24.10.2006 14:46Stress dauðans í gangi !!Ég fékk símtal áðan frá krabbó doksanum mínum og ég var boðuð í viðtal á eftir Þetta er hræðileg tilfinning að upplifa....... það á enginn að þurfa að upplifa þá tilfinningu að þurfa að hafa dauðann hangandi á eftir sér. Stundum finnst mér ég ekki geta andað við tilhugsunina.... tilhugsunin við það að geta ekki komið börnunum mínum á legg og sjá barnabörnin mín fæðast, fá að upplifa það hvernig það er að gifta sig, upplifa það hvernig það er að vera með uppkomin börn og geta ferðast um heiminn án allra skuldbindinga með makanum mínum, hvernig það er að eldast....... Æji það er svoooo margt sem mig langar til að gera og fá að upplifa. Ég er ekki tilbúin til að missa af þessu öllu Úfff maginn á mér snýst og ég er með magapínu dauðans án gríns og ég er ekki einu sinni með ristil til að finna til í ... hehheheh..... held að ég sé með einhverja ristil draugaverki í maganum núna því ég var vön að fá svaka magapínur þegar ég varð stressuð og með ristil. Skritið að útskýra Elsku bestu lesendur eruð þið til í að biðja fyrir mér núna án gríns ???? Biðja fyrir því að eitthvað sé hægt að gera fyrir mig. Ég trúi því að bænin geti hjálpað og ef sem flestir geri það þá verður kannski meiri von Kiss og knús Kv Ásta Skrifað af Ástu 23.10.2006 19:25INFO Rannsóknin & helgin.Rannsóknin gekk ágætlega. Þetta er mjótt rör sem maður fer inn í og maður er ólaður niður. Ekki alveg fyrir þá sem eru með innilokunarkennd en þetta hafðist á endanum..... læt ekki einhverja véladruslu hræða mig Núna er svo bara að bíða og sjá hvort að hægt sé að skera eitthvað í lifrina eða frysta. Fæ vonandi að vita það á morgunn eða hinn..... og ef svo fer að það sé hægt þá held ég að það verði gert mjög fljótlega því það er ekki hægt að láta mig bíða lengi án þess að meiga fara í lyfjameðferðina. Það er víst ekki hægt að gera bæði í einu. Helgin gekk ágætlega fyrir sig. Fékk Írenu mína líka þannig að mamma varð að koma og vera með mér með þau. Lenti reyndar í því á laugardagsmorgunn að það leið yfir mig og ég skallaði hausnum í vegginn. Kristófer minn sá að ég var eitthvað skrítin og kallaði á ömmu sína að það væri eitthvað að og mamma kom þá hlaupandi og greip mig áður en ég lenti í gólfinu sem betur fer. Þetta var samt pínu skondið því ég upplifði þetta pínu eins og ég væri að horfa á slow movie ... hehehhe. Í gær skelltum við okkur á ljósmyndastofu með mömmu og Hödd og það var tekið hellingur af myndum af okkur öllum bæði á ljósmyndastofunni og niðri í fjöru. Þessar myndir koma til með að vera dýrmætar fyrir börnin mín og fjölskylduna ef allt fer á versta veg en ... hey ég ætla mér samt að gera allt í mínu valdi til að koma í veg fyrir þann endir en maður kemst samt ekki hjá því að velta því fyrir sér.
20.10.2006 19:06SímtalÉg fékk símtal í dag frá krabbameinslækninum mínum. Það var fundur í morgunn hjá krabbameinslæknunum, skurðlæknum og fleiru fagfólki. Ástand mitt var tekið fyrir á þessum fundi og allir að leggja sitt af mörkum til að finna einhverjar leiðir til að bæta örlítið ástand mitt. Ákveðið var að ég eigi að sleppa lyfjameðferðinni á mánudaginn og fari frekar í ítarlega myndartöku af lifrinni sem að gefur skurðlæknunum betri sýn á hvernig meinvörpin liggja, stærð og staðsetningar. Þeir eru eitthvað að vonast eftir því að hægt sé að skera eða frysta meinvörpin eða gera eitthvað til að að hægja á þessari hröðu þróun á þeim. Mér brá fyrst þegar ég heyrði þessar fréttir og lenti í kvíðakasti dauðans og það á meðal fólks í Ljósinu sem er reyndar staður fyrir krabbameinsveikt fólk til að koma saman og hittast Svona er maður þessa dagana maður meðtekur bara hálfa söguna þegar verið er að tala við mann. Ég er alveg farin að uppgötva það að maður þarf að hafa einhvern með sér þegar maður er að fá fréttir af framvindu mála því maður er alltaf í vörn og meðtekur bara hluta af því sem sagt er við mann og einhvern veginn er það alltaf það svarta sem maður grípur. Alveg ótrúlegt !!! En allavega þá vona ég að eitthvað sé hægt að gera sem að gæti gefið mér pínu ljós í myrkrið sem ég er búin að vera föst í síðustu daga. Það væri nú fínt að fara að fá góðar fréttir til tilbreytingar til að ýta við baráttuviljanum. 18.10.2006 17:42Sniff sniffAlltaf halda "góðu" fréttirnar að streyma yfir mig eða þannig.... VÁ ..... Ég hlýt að hafa gert eitthvað mega ljótt af mér í fyrra lífi.... án gríns Ég dauðheld samt í þá von um að kraftaverkin geti gerst ... Ég bara verð að gera það til að halda geðheilsunni og krakkana vegna. Ég er ekki tilbúin að gefast strax upp ... ég bara má það ekki. Ég SKAL fá lengri tíma með börnunum mínum, fjölskyldu minni og honum Didda mínum sem ég er svo nýbúin að fá inn í mitt líf og hefur reynst mér svo vel. ÉG SKAL, ÉG SKAL, ÉG SKAL !!!! Skrifað af Ástu 16.10.2006 18:21Fundurinn með KrabbóÍ morgunn mætti ég, Diddi minn og fjölskyldan mín á fund með krabbameinslækninum mínum. Á þessum fundi endaði algjörlega von mín um að krabbameinið væri ekki farið að dreyfa sér því að læknirinn minn staðfesti það sem bróðir minn sá á myndunum mínum Ég ræð bara ekki við þá hugsun.. að í dag er ég ekkert voða jákvæð á framhaldið... Ég veit að ég verð að vera það krakkana vegna en.... HALLÓ.... krabbamein í lifur er ekkert grín eins og allir vita. Lifrin er náttúrulega líffæri sem enginn getur lifað án og erfiður staður að eiga við Lyfjameðferð minni verður breytt og vonandi sé ég einhvern árángur sem að hjálpar mér að fá smá smjörþefinn af bjartsýninni aftur. Það er þó einn jákvæður punktur við það að lyfjameðferðinni verði breytt ...hann er að ég þarf ekki að nota vettlingana meira því að lyfið sem að orsakaði þessar brenglun í húðinni verður skipt út fyrir annað .... íhaaaaaa ...... Nýja lyfið sem verður bætt inn dregur úr blóðstreymi til lifrarinnar.. Með því er verið að vonast að hægt sé að svelta krabbameinsfrumurnar og koma þannig í veg fyrir að þær fái næringu til að vaxa og dafna. Maður verður að reyna að trúa því að þetta fari allt saman vel á endanum.
Skrifað af Ástu Flettingar í dag: 45 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 239 Gestir í gær: 35 Samtals flettingar: 194937 Samtals gestir: 31279 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:42:48 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is