04.11.2007 13:31

Alla helgons dag


Um þessa helgi er allra heilaga messa (alla helgons dag).  Þá er hefð að minnast látinna ættingja og vina.  Í Svíþjóð er þetta stór dagur og fara flestir í kirkjugarða með luktir og kerti og minnast látinna ástvina.  Í dag eru rúmir 5 mánuðir frá því að Ásta Lovísa féll frá og langar mig að minnast hennar með þessum skrifum.  Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki til þín Ásta mín, minnist æsku okkar, vinskap, daglegra samtala og samskipta.  Ég gleymi aldrei viðmóti þínu, brosi og augnsvipum ásamt kímni, heiðarleika og hreinskilni.  Þín er sárt saknað af börnum, unnusta, systkinum, foreldrum og vinum.  Minning þín varir að eilífu.  Þúsund kossar og faðmlög til þín, hetjan mín, yfir þessa sérstöku helgi........

Daði
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110060
Samtals gestir: 20911
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 03:21:08

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar