Eins og flestir vita sem lesa þessa bloggsíðu var Ásta Lovísa valin Íslendingur ársins 2006 af tímaritinu Ísafold. Auk þess heiðurs sem því fylgir fékk Ásta að launum ferð til Tenerife fyrir sig, börnin þrjú og fylgdarmann. Upprunalega stóð til að leggja í hann í kringum páskana en sökum veikinda Ástu og í samráði við lækna varð aldrei af þeirri ferð. Ásta lét okkur lofa því á dánarbeði sínu að farið yrði með börnin eftir hennar dag og rættist það í gær . Guja amma og Hödd frænka tóku allan skarann í gær og héldu í langt ferðalag til Tenerife, börnin yfirspennt og gleðin skein úr augum þeirra langa leiðir. Flugið gekk vel og liggur fyrir 2 vikna ævintýraferð fyrir litlu englana sem misst hafa svo mikið. Læt vonandi seinna meir inn myndir af ferðalöngunum eftir komu þeirra heim.