20.05.2007 14:33

Úppps ..sorry... Betra seint en aldrei ;)

Það er orðið ALLT of langt síðan ég bloggaði síðast... Sé að ég er búin að valda sumum kvíða og áhyggjum.. sorry !
Ég er búin að vera frekar óþekk og vera sama og ekkert heima frá morgni til kvölds alla daga og því ekkert við tölvu.
Ég fékk allt í einu æði í að gera allt annað en að vera heima ... Hefði betur átt að slaka aðeins því ég fékk þetta allt í hausinn tilbaka.
Í gær varð ég þreföld eins og önd um allan líkamann af bjúgi og líkaminn sagði bara stopp.
Er komin á þvagræsislyf til að reyna að losa þetta og má voða lítið labba...NAUGHTY ME .
Það var bara eins og ég fengi vítamínssprautu í rassgatið og langaði bara að gera allt .

Ég er líka búin að vera í mikilli andlegri vinnu með hjálp góðra manna.
Ég hef lært meira á þessari viku en ég hef gert leeeeeengi.. Ég er því miður rosalega föst í fortíðinni og framtíðinni og gleymi að lifa í deginum í dag, njóta hans og vera þakklát fyrir að vera á lífi Í DAG !
Ég er allt of föst í gamalli gremju og gremjast út í gamla syndir mínar og annarra í minn garð.
Ég er að reyna að taka utan um þetta allt, knúsa þessa gremju og sleppa henni aftur fyrir mig og SLEPPA TÖKUNUM í eitt skipti fyrir öll.
Það er bara dagurinn í DAG sem skiptir máli og ég lifi í honum brosandi og glöð... Er því farin að byrja daginn á því að biðja um góðan dag og setja bros í hjarta mitt og opna fyrir hjartastöðina.
Ég er allt of föst í höfuðstöðinni en á að vera í hjarta og VÁ þetta virkar. Verðið að prufa án gríns .

Ég verð eiginlega að segja ykkur fyndna sögu.
Ég fór um daginn í búðina Betra líf í Kringlunni og var að kaupa einhverja steina og spil með svona spakmælum á.
Þegar ég kem heim þá er ég að taka upp úr pokanum og viti menn þarna laumaðist bók með sem heitir Fyrirgefning sem ég ætlaði mér ekkert að kaupa en bókin ætlaði greinilega með mér heim .
Það sem fyndnast við þetta allt saman er að það stendur í henni að þessi bók hafi örugglega komist í hendur mínar af tilviljun og þetta væri leið Guðs að ná til manns þegar maður þyfti mest á þessu að halda.
Ég er alveg heilluð af henni og er alltaf með hana í höndunum.
Þessi bók er bara ég og hvernig lífi ég hef lifað.
Þarna er manni kennt að taka allt svona fortíðardót, gera það upp, fyrirgefa og halda áfram í deginum í dag.
Ekkert smá fyndið .

Miðað við allt þá er ég ótrúlega glöð í hjartanu mínu þessa dagana og vonandi heldur það bara áfram.
Mér líður rosa vel, lítið um verki og er alveg ótrúlega ástfangin .
Ég er í raun ennþá svífandi á mínu bleika skýi og njóta þess að vera á lífi í dag.
Ég skal lofa að bæta úr bloggleysinu mínu.. Ætlaði ekki að láta fólk halda að eitthvað mikið væri að þegar ég þeysist um allan bæ á mínu bleika hamingjusama skýi

Knús á ykkur og prufið að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað... Er það DÍLL ???

Knús og liðið

Tjá tjá

Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 381
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147723
Samtals gestir: 24709
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:53:42

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar