12.05.2007 21:44

Mætt aftur á svæðið

Loksins kom að því.. Er núna sest fyrir framan tölvuna og farin að skrifa nýja bloggfærslu.
Síðustu dagar hafa verið mér erfiðari en ég hef nokkurn tímann upplifað áður. Ég var svo full bjartsýnar og vonar og allt í einu sprakk blaðran og ég sé enga leið út.

En viti menn mér er nákvæmlega sama hvað hver segir. Ég ætla mér að lifa meira en nokkra mánuði. Það er ekkert hægt að segja svona og ákveða að þessi x manneskja eigi þessa x marga daga eftir.
Við erum jafn misjöfn eins og við erum mörg og ég er ákveðin að taka einn dag í einu og lifa sem lengst.

Ég er búin að ræða við tvö elstu börnin mín.
Úskýra fyrir þeim alvarleikann sem við mér blasir núna.
Þau verða að vita alla möguleikana og vera undir það búin.
Ég hélt svei mér þá að hjarta mitt myndi kremjast trillján sinnum á meðan.
Að sjá alla hræðsluna og örvæntinguna í litlu augunum þeirra og öll litlu tárin og geta ekki sagt neitt til að draga úr sársaukanum.
Get rétt ímyndað mér hvernig litlu skinnunum líður.... Úffffff lífið er svo ósanngjarnt eitthvað.

Ég vil ennþá trúa að ég eigi von. Ég vil ennþá trúa að ég eigi eftir að gifta mig eftir nokkur ár, ferma börnin mín o.s.frv .. o.s.frv.  Ég ætla mér og ég skal !!

Knús á línuna og takk fyrir allar fallegu kveðjurnar

Kv Ásta Lovísa

Flettingar í dag: 829
Gestir í dag: 214
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110613
Samtals gestir: 21011
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 13:46:36

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar