07.05.2007 20:38New York.... New YorkHæhæ nú blogga ég hérna beint frá stóra eplinu !! Ferðin hingað í gær gekk þrusu vel fyrir sig . Allt stóðst sem átti að standast þannig að ég var ennþá vel hress þegar við náðum á leiðarenda. Í morgun mætti ég, Diddi og Daði bróðir saman á Sloan Kettering Centerið og þurftum að fylla ennþá meira fjall af pappírum. Eftir það hitti ég læknana og var send í blóðprufu, CT Scan af kviðarholi og lungum. Ekkert smá gott að þessi dagur hafi loksins gengið í garð. Ég er búin að vera brosandi allan hringinn þrátt fyrir að dagurinn hafi tekið á ... Þetta var bara svo svakaleg upplifun eitthvað. Umhverfið hérna er eitthvað svo allt öðruvísi heldur en maður er vanur heima. Á morgun fáum við að vita út úr myndunum. Hittum læknana reyndar ekki.. Heldur eigum við að bíða eftir símtali frá þeim. Myndirnar segja allt sem segja þarf um framhaldið og hvað hægt sé að gera. Þannig að við sitjum hérna með krosslagðar fingur og vonum eftir góðum fréttum á morgun. Ef meinvörpin eru ennþá bara í lifrinni þá talaði Dr. Angelica að mín besta von um einhver framför væri að fá brunn beint í lifrina. Þá verður það gert hér í NY mjög fljótlega... Jafnvel í þessari ferð sagði hann. Fengum að sjá þennan brunn og VÁ hann er HUGE ... hehehhe... Enda kallaður "Hockey Pökk" hérna úti. Kom mér ekkert smá á óvart hvernig hann lítur út í samanburði við þann litla sem ég er með á bringunni. Honum er komið fyrir á vöðva við mjaðmaspaða, gallblaðran er fjarlægð og snúra sett beint í æð þarna í lifrinni. Mér líður rosa vel .. Verið pínu þreytt og kvalin en samt eitthvað svo glöð og jákvæð . Ég held svei mér þá að ég hefði ekki getað skilið allt sem doksarnir sögðu og þeir mig án þess að hafa Daða "bró" doksa með í för... Það skipti greinilega öllu fyrir mig að hafa hann með þrátt fyrir að ég og Diddi skiljum ágætlega ensku. Hann lenti svo oft að þýða fyrir okkur það sem hinir læknarnir voru að segja og ég var oft eitt spurningarmerki. Þannig að þetta var 100% rétt ákvörðun að hafa hann með í þessari fyrstu ferð .. Þar sem við þurftum að vera að segja læknunum sjúkrasöguna mína aftur og aftur og fram og tilbaka. Ég ætla að láta þessa romsu mína duga í bili .. Þar til á morgun. Munið að krossa fingur fyrir mig og senda mér hugsanir og ég mun gefa upplýsingar um leið og ég kemst í það um framhaldið og útkomu myndanna. Knús heim á klakann Kv Ásta og CO... Flettingar í dag: 459 Gestir í dag: 125 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147801 Samtals gestir: 24731 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:07:22 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is