02.05.2007 15:13

Fréttir af mér :)

Allt gengur sinn vanagang...  Bíð spennt eftir sunnudeginum .

Er frekar ör og stuttur í mér þráðurinn núna út af sterunum en ég reyni að láta það ekki á mig fá. Þessir sterar eru víst frekar erfiðir ... Erfitt með svefn og á erfitt með að sitja kyrr... Frekar fyndið .

Á mánudaginn verður langur og erfiður dagur í NY ... Fæ að hitta sérfræðingana og þarf að fara í myndatöku allt sama daginn. Held að ég fari svo bara aftur heim fljótlega aftur og þá verða myndirnar skoðaðar og framhaldið ákveðið. Hef ekki trú á öðru en að ég fari því fljótt út aftur til NY... þegar maður er á annað borð alveg komin til þeirra og búið að skoða mann og svona. Þannig að ég ætla rétt að vona að þessi endalausa bið fari að taka enda.

Allavega þá hef ég það alveg ágætt núna og á fullu að safna kröftum núna fyrir löngu ferðina mína á sunnudaginn.

Takk öll fyrir að vera svona yndisleg ....

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 2529
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 629
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 267100
Samtals gestir: 36732
Tölur uppfærðar: 20.8.2025 16:24:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar