Ásta bað mig að senda ykkur kveðju og setja inn fréttir af henni.
Hún er ennþá á spítalanum. Það er búið að taka hana af sýklalyfjunum af því að þau eru greinilega ekkert að virka nógu vel á hitann. Í staðin var hún sett á stera. Hún mældist líka lág í blóði og fékk blóðgjöf í gær og hresstist við það.
Hún er hressari í dag en í gær.
Ásta fór í sneiðmyndatöku sem sýndi stækkun á meinvörpunum en sem betur fer hefur þeim ekki fjölgað og þau hafa ekki dreift sér. Það eru góðar fréttir

Nú miðast allt að því að Ásta nái sér nægjanlega vel til að hún geti farið til NY næsta sunnudag.
fh. Ástu Lovísu
Arndís K.