24.04.2007 19:56

Enn á spítala

Hún Ásta okkar er ennþá á spítalanum   Sýklalyfið sem hún var að fá í æð er ekki að virka nógu vel þannig að hún var sett á aðra tegund af sýklalyfi.  En því miður þá veldur það leiðindar aukaverkunum fyrir Ástu, ógleði og uppköst.  Vonum bara að það virki.  Ásta er ennþá að rjúka upp í hita og læknarnir eru ekki vissir um hvað það er sem veldur því, hvort það er gallblaðran eða eitthvað annað.  Þeir tala um hugsanlegan "tumor fever" sem kemur stundum hjá krabbameinssjúklingum, en ekkert er staðfest.

Góðu fréttirnar eru þær að það náðist loks í lækninn í NY og áætlaður ferðatími Ástu út verður 6. maí n.k.  Hún hefur þá góðan tíma til að hressast og ná kröftum til að ferðast til NY.  

Ástan okkar er komin með heimþrá eftir rúmlega viku spítalalegu og þráir að komast heim.  Sendum henni fallegar hugsanir, bænir og orku svo að það verði sem fyrst.

kv.
Arndís
Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147643
Samtals gestir: 24677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar