Smá fréttir frá Ástu. Hún er ennþá á spítalanum, læknarnir telja að hún sé með krónískar bólgur í gallblöðru sem eru að valda þessum einkennum. Hún er að fá 3 poka af sýklalyfjum í æð á dag sem vonandi ná að vinna á sýkingunni.
Ekkert hefur heyrst frá NY en Ásta hefði heldur ekki fengið brottfararleyfi á sunnudaginn vegna veikinda. Hún vonast til að læknirinn sinn nái sambandi við læknana í NY á mánudaginn.
Við sendum Ástu baráttukveðjur og vonum að næsta helgi verði ferðahelgin hennar
fyrir hönd Ástu
Arndís K.