14.04.2007 13:58

Kjaftasögurnar og NY

Í gær var ég virkilega reið og sár... Í dag er ég það ekki.
Takk fyrir öll fallegu kommentin frá ykkur og takk fyrir að hafa trú á mér.
Það tók mig smá tíma að róa mig niður í gær og sjá hlutina í réttu ljósi.
Auðvitað á ég ekki að láta einhverja bitra manneskju hafa áhrif á mig.
Ef viðkomandi hefur ekkert betra að gera í vinnutíma sínum enn að bögga mig þá er fyrirtækið í alvarlegum málum.
Ég ætla ekki að nefna hvaða fyrirtæki um ræðir því það á ekki að bitna á fyrirtækinu í heild sinni þó svo að einhver starfsmaður þess eða örfáir starfsmenn kunni ekki almenna mannasiði.
Spurningin er samt sú ætli yfirmennirnir yrðu ánægðir ef þeir vissu hvað ákveðin starfsmaður sé að gera á vinnutíma sínum og tekur laun fyrir á meðan ??? Hmmm ... Ég efast stórlega um það. Allavega yrði ég ekki ánægð.

Því miður þá náðist ekki öll pappírsvinnan fyrir helgi þannig að ég fer ekki á morgunn. Þannig að næsti sunnudagur er því dagurinn sem við stefnum á... Vonandi kemur ekkert upp á með það.
Maður er aðeins farin að taka allt með varúð því þá er auðveldara að höndla ef hlutirnir ganga ekki upp. Annars trúi ég því að allt hafi sinn tilgang.

KV Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar