11.04.2007 21:16

Góðar fréttir ... :)

Þá er doksinn þarna úti búinn að hafa samband. Ég fer annað hvort út á sunnudaginn næsta eða þar næsta. Það fer eftir því hvort öll pappírsvinnan náist fyrir sunnudag... Það þarf víst að fylla út af því ég er ekki frá USA.
Guuuð hvað mér er létt... Ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann væri hættur við . Þannig að NY er það .

Þetta eru ekki einu góðu fréttirnar sem ég hef að færa. Ég bað læknirinn minn um að kíkja á myndirnar mínar sem að voru teknar á skírdag þegar ég veikstist síðast. Hún hafði ekki séð þær því hún var ekki læknirinn sem var á vaktinni á deildinni þegar ég kom. Ég einhvern veginn trúði ekki alveg þessari ótrúlegu stækkun á svona stuttum tíma og vildi fá að heyra það frá mínum lækni líka.
Hún kíkti á myndirnar mínar í dag... Hún staðfesti að það hefði verið stækkun til staðar á þessum stutta tíma en ekki svona svakaleg.
Úffff þessi dagur er bara búin að vera æðislegur og bara allt að gerast.
Loksins loksins loksins loksins fékk ég þannig dag . Ástan er ekkert smá glöð og ánægð í dag !!!

Hamingjuknús á línuna ........

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 205
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 196136
Samtals gestir: 31384
Tölur uppfærðar: 7.4.2025 13:54:02

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar