10.04.2007 20:15

Info

Ég heyrði í doksanum mínum í dag. Hún er búin að vera að reyna á fullu að ná í doksann þarna úti og náði svo loks í ritarann hans.
Læknirinn úti ætlar að gefa sér einhverja daga til að fara betur yfir myndirnar mínar með fleiri krabbameinslæknum.
Vonandi þarf ég ekki að bíða neitt rosa lengi eftir því.
Ætla rétt að vona að hann fari ekki að hætta við heldur sé frekar að meta hvaða meðferð henti mér best.
Í dag hef ég verið frekar róleg yfir þessu öllu.... sem betur fer.
Ég fer í lyfjameðferð hér á landi á morgun eða hinn .. Betra að gera það fyrst ég er að bíða. 

Í dag skellti ég mér í heilun og í nudd.. Ohhh það var ekkert smá næs. Þurfti svooooo á þessu að halda til að halda geðheilsunni.
Líkaminn minn er víst allur í vöðvabólgu og hnútum þannig að það bíður mín mikil vinna og píning  ... Jamm það kostar víst það ef ég ætla að komast í betra lag .
Núna er ég frekar aum eftir átökin ... hehehe... og búin að ná mér í sæng og kodda og ætla að skríða upp í sófa.

Þannig að ég kasta kveðju á alla línuna.........

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 238
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110692
Samtals gestir: 21035
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:08:03

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar