03.04.2007 18:00Óvissa óvissaEnnþá ríkir óvissuástand .... Samt er það nokkuð öruggt að ég fari til New York. Við erum að bíða eftir svari frá lækninum þar. Ég hef hugsað þetta í hringi og ég held að annað hvort fari ég út núna eða ekki. Núna hef ég líkamlega burði og þol til að taka á móti þessari erfiðu lyfjameðferð og þessu endalausa ferðalagi á milli .. Það segir ekki að ég hafi það eftir örfáa mánuði. Lifrin er ennþá ekki farin að sýna merki um bilun og þess vegna meiri ástæða. Ég held að ég eigi alltaf eftir að naga mig í handarbökin ef ég læt ekki verða af þessu. Ég sé mig í anda á líknardeildinni blótandi mér fyrir að hafa ekki látið reyna á þetta. Ég get þá allavega sagt að ég hafi reynt allt og þá verður maður kannski sáttari ef baráttan tapast. Ég fer ekki inn á spítalann á morgunn. Doksinn minn er hræddur um að það geti tafið fyrir þeim úti ef doksarnir hér á landi séu eitthvað að kukla í mér og dæla í mig lyfjum... Hún setti mig samt á krabbameinstöflur sem ég tek í 14 daga. Mér líður betur fyrir vikið að vita að ég sé þá allavegana á einhverju. Síðusti dagar hafa verið mér mjög erfiðir . Mér finnst rosalega erfitt að taka þessa ákvörðun. Ákvörðun um að vera fjarri börnunum mínum, vinum og ættingjum. Ég held samt að fyrsta heimsóknin sé lengst og svo komi ég út ca 1 sinni í mánuði. Ég veit reyndar ekki ennþá alveg hvernig þetta kemur til með að vera. Erfitt að fá svör frá þeim úti.. og ég held að ég fái þau ekki alveg nema að fara út og tala við þau augnlitis til augnlitis. Þetta er samt eitthvað sem að ég verð að gera.. Ég bara verð að athuga hvað þeir hafa upp á að bjóða .. Enda eitt virtasta krabbameinssjúkrahús í Bandaríkjunum. Það er rosalega erfitt að vera í þessari stöðu... Stöðu að vita að ekkert sé að virka hérna heima... Maður heldur heljargreipum í lífið en líður samt eins og maður sé komin með annan fótinn í gröfina. Þetta er hræðileg tilfinning !!! Ég á ennþá eftir að gera svo margt. Langar til að sjá börnin mín vaxa úr grasi, finna sér maka og eignast börn. Það er örugglega rosa stuð að vera amma . Langar til að fá að vera áfram með honum Didda mínum.. Höfum fengið allt of stuttan tíma saman. Langar að prufa að trúlofa mig og gifta mig einn daginn.. Æji ég er bara eitthvað svo ósátt við hlutskiptin mín núna. Það er fullt af gömlu fólki sem að þráir ekkert heitar en að fá að deyja. Fullt af fólki sem að tekur líf sitt og ég þrái ekkert heitar en að fá að lifa . Skrítið þetta líf !! Kveð í bili Ásta Lovísa Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is