30.03.2007 16:44

Hæ hó

Á miðvikudaginn þarf ég að fara inn á spítala. Þá verður stungið í nárann á mér og þaðan þrætt alla leiðina upp í lifrina og mér gefið háskammta skammtur beint í lifirina. Eftir það verður fylgst vel með mér... Skilst að ég verði undir strangri gæslu í ca 6 tíma á eftir og ef ég verð eitthvað lasin eftir þann tíma verð ég lögð inn yfir nótt. Þetta verður gert annan hvern miðvikudag í 3 skipti á meðan hlutirnir eru að koma í ljós hvort ég fari út til BNA eða hvað verður gert í framhaldinu. Allavega finnst mér mjög jákvætt að þurfa ekki að vera lyfjalaus á meðan verið er að vinna í mínum málum. Lyfið sem ég fæ er lyf sem ég hef verið á áður. Prufaði það reyndar mjög stutt því það var tekið af mér því krabbameinið hafði stækkað. Samt er ekki alveg komin nógu mikil reynsla á það og ekki má gleyma því að ég fæ mun stærri skammt en ég hef nokkurn tímann fengið áður. Síðast fékk ég miklar aukaverkanir af þessu lyfi þannig að ég er pínu kvíðin en samt þakklát. Betra að vera á lyfjum en án þeirra þegar maður er í þessari stöðu .

Ég lenti í furðulegri lífsreynslu áðan. Ég kom heim og fann brunalykt en spáði ekkert í því og fór bara inn heima. Stuttu seinna kemur Helga barnapía til mín og kallar á mig að það sé kveiknað í ruslageymslunni. Ég hleyp niður og opna ruslageymsluna og á móti mér kemur þvílíkur reykur. Það logaði í einni ruslatunnunni. Ég, Kristófer Daði, Helga og vinkona hennar gripum garðslönguna og byrjuðum að sprauta á eldinn á meðan við biðum eftir slökkviliðinu. Þegar þeir mættu á staðinn vorum við búin að slökkva í tunnunni þannig að þetta náði aldrei að verða neitt alvarlegt. Eins gott að við föttuðum þetta á þessum tímapunkti því að eldurinn var byrjaður að teygja sig upp í rörið sjálft. Ég fékk reyndar dúndrandi hausverk eftir þetta allt saman.. Enda ekki gott að anda að sér þessum ógjeðslega reyk hvað þá þegar maður er viðkvæmur fyrir..... Enn þetta endaði allt saman vel sem betur fer .

Grísirnir mínir, Diddi og Lena verða hjá mér um helgina þannig að það verður stuð á bæ. Gaman að fá að hafa þau áður en hasarinn byrjar á miðvikudag.

Hafið það gott um helgina....

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar