28.03.2007 17:06Dagurinn í dagÍ gær var erfiður dagur... Dagurinn í dag er mun betri enda ekki annað hægt í þessu fallega veðri. Ég verð að viðurkenna að fréttirnar voru mikið sjokk... Sjokk sem ég er farin að þekkja svo vel því miður. Í gær gaf ég mér tíma til að syrgja þetta. Ég lá í fanginu á honum Didda mínum og fékk að gráta og fá útrás fyrir öllum þeim tilfinningum sem að komu fram. Eftir það leið mér betur og tilbúin í að sjá björtu hliðarnar aftur. Þó að fréttirnar hafi ekki verið góðar þá var samt margt jákvætt við þetta. Krabbinn er ennþá bara í lifrinni og eitlarnir sem að grunur væri um að krabbinn væri komin í stækkuðu ekki samhliða hinu og er því ólíklegt að krabbi sé í þeim. Það er mikill léttir þó að hitt skyggi á þá gleði. Í dag fékk ég aðrar fréttir. Fréttir sem að mér finnst alveg frábærar og vona svo innilega að geti gengið upp. Það er verið að vinna í því að athuga hvort að það sé möguleiki á að gera þessa meðferð hér á landi í samráði við læknana úti. Ef það er hægt þá er það alveg frábært. Þá þyrfti ég ekki að vera fjarri börnunum mínum, ættingjum og vinum. Kannski þyrfti ég eitthvað út ... Ég veit það ekki ennþá en allavega þá yrði þetta að mestu leiti hér eða jafnvel alfarið... GOD... yrði það ekki ljúft??? Takk fyrir viðbrögðin ykkar í gær og ég tala nú ekki um öll fallegu kommentin... Úffff það gladdi mitt hjarta alveg rosalega. Ég hef fengið fjöldan allan af mailum. Þið sem bíðið eftir svari frá mér verðið að bíða þar til á morgun. Ég er nefnilega á hraðferð því ég er að fara út eftir smá stund. Í kvöld er stefnan svo tekin á tónleikana til styrktar Ljósinu og ætla ég að skella mér út að borða áður með mömmu og systur minni. Hafið það gott og ég sendi knús á línuna. Kv Ásta Lovísa Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is