Ég var að koma úr x5 lyfjagjöfinni minni og það vildi svo til að doksinn minn hélt ég væri búin með x6 skipti og pantaði fyrir mig rannsókn á morgunn. Það er allt orðið bókað í næstu viku í sneiðmynd þannig að ég verð að fara á morgunn í sneiðmynd af kviðarholinu og sneiðmynd af lungunum. Þannig að rannsóknardagurinn mikli er á morgun . Hitti svo doksann seinnipartinn þannig að ég fæ líka út úr þessu öllu á morgun... Heavy dagur á morgun *svitn*.
Doksinn sagði mér að af því það er svo stutt síðan ég fór síðast að þá eru í raun bestu fréttirnar að þetta hafi allt staðið í stað og ennþá bara í lifrinni. Það eru þær fréttir sem ég er að vonast eftir að fá á morgunn. Kannski ágætt að þetta gerist á þennan hátt .. Því þá næ ég ekki að mynda þetta þvílíka stress eins og ég hef alltaf gert. Ég hef alltaf fengið vondar fréttir á þessum fundum þannig að það er spurning hvort að ég fái loksins góðar fréttir. .. God væri það ekki ljúft ???
Læt ykkur vita um leið og ég get og treysti mér til.