25.03.2007 00:10Life is full of lots of up and downsJamms ég er ennþá heima... Búin að vera lasin síðan á þriðjudagskvöld. Held samt að þetta séu lyfin frekar en flensan..... Líðanin er eitthvað svo lík því. Er öll að koma til og tilbúin í slaginn á mánudaginn . Ég fór að hugsa áðan. Mér finnst ég pínu byrjuð að venjast þeirri tilhugsun að vera lasin og eiga kannski ekki langt eftir. Fyrst þá átti ég rosalega erfitt með það.... Gat bara alls ekki hlustað á róleg lög eða séð sorgleg atriði í mynd án þess að fara að gráta. Ég er það ennþá að vissu marki en samt í miklu minna magni. Ég er farin að geta hlustað á næstum öll lögin mín. Það er aðeins tvö lög sem að snerta mig ennþá ... Er reyndar hætt að skæla yfir þeim en ég fæ núna bara gæsahúð og hroll. Veit ekki alveg afhverju þessi lög endilega.... mér finnst þau bara æði og fæ aldrei leið á þeim. Það er lögin Unintended með Muse og A shoulder to cry on með Tommy Page. Jamm fröken Ásta er væmin ... Ég eeeeelska vælu lög án gríns . Ég myndi meira að segja drepa flóðhest úr leiðindum með lögunum mínum . New York dæmið er ennþá í vinnslu. Læknirinn úti er komin með myndirnar mínar og er að fara yfir þær. Mér skilst að hann sé ágætlega jákvæður yfir þessu og ágætar líkur á því að ég fari út. Finnst samt alltaf jafn erfitt þegar læknarnir segja að það séu litlar líkur á að ég læknist alveg. Vilja frekar meina að það sé hægt að kaupa tíma með þessu... PIRR PIRR PIRR... Finnst alltaf jafn sárt og erfitt að heyra þetta þó svo ég viti þetta alveg . Ef ég fer út þá fer ég líklegast í meðferð sem að ég held er ekki notuð hér á landi. Þori samt ekki að fullyrða það. Ætla að reyna að útskýra hvernig hún virkar. Málið er að núna er ég með lyfjabrunn í bringunni sem að lyfjunum mínum er dælt í. Það liggur slanga frá brunninum í æð í hjartanu og þannig dreyfast lyfin í líkamann. Í þannig meðferð þarf alltaf að hugsa um hin líffærin í líkamanum líka og því kannski ekki hægt að gefa eins sterka skammta og sumir þurfa. En þessi meðferð þarna í New York er þannig að þeir setja brunn á magann ekki langt frá lifrinni ef ég skil þetta rétt. Þá er lyfjunum dælt þar inn beint í lifrina. Með því er hægt að gefa stærri skammta beint á svæðið. Þessi útskýring kemur alfarið frá mér og hvernig ég er að skilja þetta. Á eftir að fá betri útskýringu þegar á líður . Knús og klemm KV Ásta Lovísa Flettingar í dag: 381 Gestir í dag: 103 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147723 Samtals gestir: 24709 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:53:42 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is