Eftir lyfjameðferðina á mánudag var ég voða hress og gat því skellt mér í ræktina á þriðjudeginum. Ég hélt mér FAST í handriðið þannig að ég fékk ekki aðra byltu niður stigann eins og síðast . Ég labbaði á hlaupabrautinni í 20 mín og ég var ekkert smá ánægð með að afreka það. Ég veit að þetta er ekkert svakalega mikið en það er mikið fyrir mig í þessu ástandi.
Á miðvikudeginum byrjaði ég svo að verða slöpp og ég er búin að vera frá síðan. Ég veit ekki alveg hvað er að hrjá mig. Hvort þetta sé flensa eða hvort þetta séu aukaverkanir af síðustu lyfjagjöf. Ég er allavega búin að liggja upp í sófa eins og skata og sofa og sofa og með símana á silent. Ég er allavega með hausverk, beinverki og mér er flökurt. Erbituxinu getur reyndar fylgt flensu einkenni þannig að þetta þarf ekki endilega að vera flensan sem er að ganga.
Ætla að leggjast aftur þannig að þetta verður bara stutt í dag.