19.03.2007 20:46

Lyfjó

Þá er 4 skiptið af Erbituxinu búið. Dagurinn gekk vel fyrir sig ... Var reyndar einhver misskilningur í gangi því í dag átti að vera langur lyfjadagur og ég var látin mæta frekar seint. Þetta reddaðist alveg .. Var síðasti sjúklingurinn sem yfirgaf deildina í dag .
Ég ræddi við doksann minn um NY og ætlar hún að athuga betur hvað þetta sé og hvort þetta sé möguleiki fyrir mig og við verðum svo bara að meta það saman hvort þetta sé eitthvað sem er sniðugt eða ekki. Ætla rétt að vona að þetta sé möguleiki og það góður möguleiki sem gæti gefið mér von um framhaldið.

Mér finnst pínu skrítið að vera í lyfjameðferðinni núna. Það eru allir búnir að klára sem hafa verið á svipuðum aldri og ég og verið mér samferða ... Nema ég.
Það er náttúrulega frábært ekki miskilja mig því ég óska engum að vera í þessari stöðu og eiga allt lífið framundan. Finnst bara skrítið að vera ein sem þarf alltaf að halda áfram. Pínulítið lonely og mér finnst þetta líka rosalega erfitt . Ég þrái svo
svakalega að vera í sömu stöðu og að fá stanslaust að vita að þetta lyf virkar ekki heldur við þurfum að breyta um lyf enn einu sinni dregur alltaf meir og meir vonina úr mér.
 Ég veit að ég er kannski ekki upplífgandi penni þessa dagana.. Ég ræð bara ekki við mig eins og er. Svartsýnis púkinn ætlar greynilega að staldra lengur við þessa dagana en hann er vanur... Ég kemst yfir þetta ... Tekur bara pínu tíma .

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147643
Samtals gestir: 24677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar