16.03.2007 13:57

Loksins blogg

Sorry hvað ég er búin að vera löt að blogga... Fékk einhvern blogg leiða eftir að ég fékk slæmu fréttirnar síðast. Það dró úr mér frekar mikinn kraft og ég verð eiginlega að viðurkenna að það hefur verið pínu erfitt að halda andlitinu síðan. Þetta er að koma hjá mér og ég er að reyna að horfa jákvæð á lífið.

Ég fékk gott símtal í gær. Símtal sem gaf mér rosalega mikið og gaf mér pínu litla von um líf mitt. Ég tek það fram að kannski er þetta eitthvað sem að ég hef ekki möguleika á að reyna en ég mun samt gera allt í mínu valdi til að skoða þennan möguleika og reyna ef það er einhver pínulítill sjéns að framkvæma... Núna get ég ýmindað mér að þið klórið ykkur í hausnum og hugsið hvað er kellingin að steypa .. heheh... En ég skal segja ykkur frá því sem að gleður mitt hjarta þessa dagana.
Málið er að það er stofnun í BNA sem ég hef verið að horfa til. Ég er búin að vera í sambandi við konu sem að tengist þessari stofnun og hún þekkir til hjóna sem að vinna þar. Þessi stofnun hefur verið með rannsóknir af lyfjum og eru að þróa lyf í langan tíma áður en þau eru leyfð á markað. Ég vildi vita hvort að þessi stofnun væri með einhver trial lyf sem að ég gæti fengið að prufa fyrir þá og gæti passað í sem gæti gefið mér einhverja von. Það kom svo í ljós að þau höfðu engin lyf sem hentaði mínum veikindum en þau vita um aðra stofnun sem að hefur það.
Sú stofnun er í New York og ég er búin að vera að lesa heimasíðuna þeirra og þeir virðast vera einn af þeim færustu þegar viðkemur lifrinni. Ég er rosalega spennt fyrir þessu og er að kynna mér allt um þennan spítala. Það verður bara að koma í ljós hvort þetta sé eitthvað sem að gengur upp fyrir mig eða ekki. Það er samt einn ókostur við þetta ... Það er rosalega dýrt að fara í meðferð í Bandaríkjunum. Mér skilst að meðferð fyrir mig hjá þeim gæti kostað 4-5 millur.... Jamm það er mikill peningur en kannski ekki mikill peningur ef ég fæ líf mitt aftur. Það er ekki hægt að verðsetja líf manns og lífið er svo miklu meira virði en einhverjir peningar.
Ég verð að hugsa þetta vel og finna leiðir til að láta þetta allt saman ganga upp... þar að segja ef þessi möguleiki er til boða. Ég verð bara að segja að ég vona svo innilega að þetta geti gengið upp og ég fái kannski líf mitt aftur... Þó það væri ekki nema bara lengri tíma með börnunum mínum. Kannski er það of mikið til ætlast að læknast .. Kannski líka mjög ólíklegt.... en ef ég fæ lengri tíma með börnunum mínum þá er það vel þess virði.
Allavega þá á ég eftir að skoða þetta vel og ræða þetta við minn læknir og bróður minn. Hvort þetta muni verða að veruleika eða ekki verður að koma í ljós og ég mun leyfa ykkur að fylgjast með.

Helgin er framundan og ég verð með snúllurnar mínar. Ætla að reyna að eiga notalega helgi með þeim. Tíminn sem við eigum saman er dýrmætur. Það er eins og maður átti sig ekki á því fyrr en eitthvað kemur upp á. Skrítið að það þurfi alltaf eitthvað svoleiðis til að maður kunni að meta það sem maður hefur. Það er eiginlega pínu fáránlegt .

Eigið góða helgi !!



Kv Ásta Lovísa


Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 238
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110692
Samtals gestir: 21035
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:08:03

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar