13.03.2007 16:27

Bull dagsins :Þ

Howdy

Ég hef ekkert orðið veik af lyfjagjöfinni sem betur fer. Skelltum okkur út að borða á Tapas í gærkvöldi í tilefni dagsins... Ekkert smá góður matur og ekki skemmdi félagsskapurinn. Við vorum 6 talsins og ég verð bara að segja að það var geggjað stuð .

Ég er búin að vera pínu ofvirk í dag. Er búin að vera á haus að laga til .. En ég má það reyndar ekki... ég bara gat ekki hamið mig .. hehehe.. Íbúðin var á haus og ég bara meikaði hana ekki lengur þannig. Skrítið að ég skuli búin að vera ofvirk því ég fékk enga stera í gær. Kannski bara svona ýmindunar stera sem að hafa virkað fínt í dag .

Ég er að fara á Vegamót á eftir (aldrei þessu vant .. hehehe...) að hitta sponsorinn minn. Hún Pálína er alltaf jafn hress og alltaf jafn gaman að hitta hana. Mín bara alltaf úti eitthvað að flakka þessa dagana. Finnst það reyndar algjört möst því ég finn að ég verð oft down þegar ég er ein heima. Það er eins og hausinn á manni fari þá frekar á flug.

Ég og Diddi erum búin að vera að reyna að lesa á netinu ýmislegt áhugavert sambandi við veikindin mín... En god hvað það er erfitt að reyna að skilja þessi fræðiheiti öll. Maður þarf eiginlega að vera læknir til að geta klórað sig eitthvað í gegnum þetta... Fúlt því ég er svo staðráðin í að finna einhverja leið til að ná heilsu að nýju. Þetta hlýtur að lærast eins og hvað annað ... Spurning um að skella sér bara í læknisfræðina eða hjúkkuna því maður verður orðin svo sjóaður í þessu öllu saman .

Guðný mín ég var að skoða dagbókina mína og ég sé að ég get mögulega troðið þér að eftir hádegi 15.ágúst. Hvernig hljómar það beyglan þín ??? Frussss.... knús á þig dúllan mín. Þú veist að ég geri allt fyrir þig . Hringdu bara í mig og ég skal fórna öllu fyrir þig .. hehhe.. Er það díll ??

Knús og klemm

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110760
Samtals gestir: 21055
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:29:22

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar