12.03.2007 17:15

Lyfjó

Fór í lyfjameðferðina í dag. Hún gekk bara vel fyrir sig.. Verð reyndar pínu þreytt af þessum lyfjum en ekkert alvarlega. Doksinn minn talaði um að það væri mjög algengt að fólk sé slæmt í húðinni á þessum lyfjum í ca mánuð og þá yfirleitt lagaðist fólk heilmikið eftir það. Vonandi gerir það líka í mínu tilfelli. Er búin að vera á þessu í 3 vikur þannig að þetta ætti að fara að lagast eitthvað. Verð að viðurkenna það að mér finnst þetta ekkert smá ömurleg aukaverkun. Myndi frekar kjósa að liggja veik í 2 daga eftir lyfjatörn. Maður fer einhvern veginn að ýminda sér allt það versta og að allir séu að horfa á mann. Liggur við að þegar fólk er að tala við mann að manni líði eins og fólkið sé að tala við bólurnar en ekki mann sjálfan ... hehehe... God hvað maður getur verið stupid stundum .

Helgin var æðisleg. Ég og Diddi skelltum okkur í sveitina og höfðum það kósý. Fengum bústað í Munaðarnesi... Frábær staður til að vera á. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska seinni daginn en við létum það ekki stoppa okkur og skelltum okkur í pottinn í rokinu . Þetta var akkúrat það sem ég þurfti og við komum í bæin alsæl.

Diddi minn á afmæli í dag þessi elska.. Ætlum að skella okkur út að borða í kvöld með góðu fólki og hafa það gaman. Vonandi verður heilsan til friðs *krossafingur*. Fékk nefnilega enga stera í dag með lyfjagjöfinni .

Knús á liðið

Kv Ásta Lovísa
Flettingar í dag: 381
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 147723
Samtals gestir: 24709
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:53:42

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar