28.02.2007 17:42Klipp klippVar að enda við að skríða heim . Mín elskulega mútta var að lita á mér hárið og klippa það. Engar stórar breytingar þar á ferð.... bara að láta lita í rótina og fríska aðeins upp á þessa larfa. Já ég segi larfa því hárið á mér er ekkert smá skrítið eftir að ég byrjað í lyfjameðferðinni. Það bara einhvern veginn hangir þarna eins og dauð lufsa .. hehehe .. en hey ég er allavega með hár og það eru ekki allir sem að geta sagt það.. þannig að ég skal sko vera þakklát fyrir það. Ég hitti systur mína í hádegismat í dag niðri í Laugum ... *slef* ... ekkert smá góður matur þar. Eftir matinn keypti ég mér aftur kort í Laugum.... Íhaaaaa.... Átti kort þar áður en ég veiktist og varð að hætta þegar ég veiktist. Mín gefst ekki svo auðveldlega upp þannig að ég ákvað að skella mér bara aftur í ræktina. Ég mun ekki taka mikið á því ... Bara fá svo hreyfingu í kroppinn og komast aðeins út. Ég var ekki búin að segja ykkur hvernig ég varð eftir síðustu lyfjameðferð.... Hmmm ... God ... Ég varð svo veik um kvöldið að ég hélt ég væri að syngja mitt síðasta. Ég hef aldrei í mínu lífi fengið eins mikin hausverk. Ég lá og gat mig hvergi hreyft .. Fékk hita, vöðvaverki og læti. Ég endaði með að hringja í bróður minn til Svíþjóðar um miðja nótt því ég vissi ekki hvað væri eiginlega að gerast. Svona var ég þar til í morgunn ... Þannig að tveir dagar fóru í það að liggja og sofa og sofa aðeins meira í móki... Mjög skemmtilegt eða þannig. Ég hringdi á bráðarmóttökuna í gær og doksinn á vaktinni talaði um að þetta væru aukaverkanir af nýja lyfinu. Ég ætlaði ekki að þora að hringja því ég var svo hrædd um að vera tekin af lyfinu og það er ekki gott fyrir konu í minni stöðu. Ég vil frekar þjást ef þetta lyf virkar á krabbann. Ég verð bara að trúa því að fyrst ég varð svona veik af lyfinu að þá hlýtur krabbafrumurnar mínar að hafa orðið það líka *krossafingur*. Allavega þá er hljóðið í mér gott í dag. Er pínu eftir mig eftir leguna síðustu daga en ég er aftur komin á ról . Kv Ásta Lovísa Flettingar í dag: 381 Gestir í dag: 103 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147723 Samtals gestir: 24709 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:53:42 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is