26.02.2007 19:35Jæja ... Im backJæja ... þá er ég komin aftur :) Ég verð að viðurkenna að ég lenti frekar langt niðri eftir síðustu fréttir.... Enn ég hef ákveðið að rífa mig upp og halda áfram. Ég ætla ekki að leyfa mér að gefast upp ... Ég bara get það ekki! Ég fór í fyrstu lyfjameðferðina af þessu nýja lyfi í dag. Varð pínu sloj af ofnæmislyfinu sem þarf að gefa mér með og ég svaf og svaf því á spítalanum. Nýja lyfið heitir Erbitux og virkar mjög svipað og Avastinið sem ég batt svo miklar vonir við. En það er öðruvísi upp byggt og er því möguleiki að það virki fyrir mig þó að hitt hafi ekki gert það. Núna verð ég að taka það í 6 skipti og þá verða teknar myndir að nýju. Þá verður eitthvað að hafa breyst.. Þetta getur ekki haldið svona áfram ef ég ætla að halda lífi. Doksinn minn sýndi mér myndir í dag af meinvörpunum... Frekar skrítið að sjá þetta....Það er sem betur fer ennþá slatti af vef sem er heill og óskemmdur. Þannig að lifrin mín starfar ennþá vel þrátt fyrir meinvörpin. Þórdís Tinna mín fékk frábærar fréttir í dag. Hún er líklegast læknuð af sínum krabba... Fannst einn blettur eftir í lungunum en doksi heldur að það sé ekkert endilega krabbi þar á ferð og ætlar að fylgjast vel með þessu. Þórdís mín ég gleðst innilega með þér og vona að ég fái kraftaverk eins og þú einn daginn. TIL HAMINGJU SNÚLLAN MÍN !!! Ég gleymdi alltaf að þakka Flugleiðum fyrir ferðina til New York. Þeir voru svo sætir við mig að þeir buðu mér og Didda út til að komast í nýtt umhverfi. Flugleiðir þið eigið heiður skilið fyrir þetta ... Get ekki fundið orð yfir hversu þakklát ég er. Einnig var það einhver sem sendi mér íslensku útgáfuna af bókinni með Lance Armstrong. Hún kom með póstinum með slaufu utan um en ekkert kort þannig að ég veit ekki hver færði mér hana ... Þú sem sendir mér hana takk æðsilega fyrir :) Þið hin sem hafið styrkt mig með fallegum orðum eða á annan hátt knús líka á ykkur öll. Það er alveg á hreinu að það er til fult af góðu fólki á íslandi. Knús og klemm Kv Ásta Lovísa Flettingar í dag: 155 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195447 Samtals gestir: 31314 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:24:57 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is