21.02.2007 14:19

Bad news ... once again :(

Jæja þá fékk ég víst enn einn skellinn .

Sjúkdómurinn minn hefur versnað því miður. Meinvörpin hafa öll stækkað um einhverja mm sem er frekar mikið og ég er með stækkun í eitlum í maganum *GRÁT*. Það þarf að fylgjast með þessum eitlum ef þeir stækka eitthvað meira þá þarf að skoða þá nánar og athuga hvort að það sé krabbi í þeim líka .. en allavega verður ekkert gert neitt í þeim málum í bili..... Úfff öll familían er í sjokki og ég get ekki lýst því hvernig mér líður núna. Þetta ætlar greinilega að verða erfiðara en ég hélt og ég verð bara að vera hreinskilin að ég er orðin pínu svartsýn á framhaldið. Ég veit að ég má það ekki ... Enn halló það eru til takmörk hvað maður getur endalaust tekið við. ... Æji vonandi næ ég að rífa mig upp úr þessu og halda áfram að berjast ... Er líklega bara að syrgja þessar fréttir núna.

Öllum lyfunum mínum verður skipt út. Ég fæ ekki lengur Avastin lyfið sem ég batt svo miklar vonir við. Ég bara skil þetta ekki því krabbameinsvísarnir voru að lækka. Málið er að krabbameinsfrumurnar eru svo klókar að þær finna alltaf leið gegnum allt og í mínu tilfelli þá fóru þær að senda röng skilaboð frá sér eins og ástandið væri að lagast þegar það er það ekki heldur öfugt. Avastinið virkaði líka fyrst því í nóvember þá var minkun en frumurnar hafa náð að mynda þol við því þannig að það hætti að virka. Lyfið sem ég hafði tröllatrú á er núna farið .

Núna tekur við ný og erfiðari meðferð. Ég þarf að fara í lyfjameðferð í hverri viku núna og fæ ekki lengur fröken dælu. Eftir 6 vikur verða aftur teknar myndir. Þetta er mjög strembin meðferð. Tenerife ferðin sem ég vann fyrir að vera valin íslendingur ársins þarf ég að fresta. Við áttum að fara í byrjun mars en ég má ekki fara út ..... Sem betur fer þá erum við nýkomin heim frá Svíþjóð þannig að vonandi verða krakkarnir ekki rosa svekkt.. Þau eru jú bara börn og hugsa kannski ekki alveg hvað sé best í stöðunni.

Vá mér líður hræðilega núna.... Sit bara og skæli. Mig langar að biðja ykkur sem tengjast mér og eru í sambandi við mig að gefa mér pínu tíma til að melta þetta. Ég á erfitt með að tala um þetta núna og ég vona að þið skiljið það. Gefið mér smá tíma til að syrgja þetta og fá lífsviljan aftur. Mig langar svo sannarlega ekki að deyja og er pínu hrædd núna.

Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 238
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110692
Samtals gestir: 21035
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 18:08:03

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar