20.02.2007 18:30RannsóknirnarHæ snúllurnar mínar Þá er rannsóknar- og stóri lyfjameðferðardagurinn búinn. Hann gekk rosa vel. Ég hef greinilega misskilið doksann minn eitthvað... Hélt að ég ætti að fara í MRI skann en fór í CT skann. MRI skanninn sýnir lifrina betur.. en CT skanninn sýnir stöðu mála í öllu kviðarholinu betur. Þannig að CT skanninn er því betri núna. Þannig að ég slapp við að fara í þetta leiðinda rör og fór í miklu minna rör sem maður fær ekki innilokunarkennd í.... LUCKY ME !! Á morgunn kl 11 tekur svo alvaran við.... Er ég að versna eða er ég að skána ??? Það er stóra spurninginn. Núna líður mér eins og svín á leið til slátrunar.... án gríns Ég er pínu slöpp í dag. Ég bað doksa um að minnka sterana aftur í skammtinn sem ég var á í upphafi. Var farin að blása allt í einu svo út af þeim og það er ekki eitthvað sem mig langar og plús ég varð svo hyper ofvirk. Vil frekar vera pínu slöpp þessa daga og hafa það bara kósý heima á meðan. Ég fer á fundinn á morgunn kl 11 og svo í lyfjameðferðina kl 13. Þannig að ég mun skrifa inn fréttirnar við fyrsta tækifæri eftir það. Það eru svo margir að byðja mig um að fá að sjá NY myndirnar þannig að ég ætla bara að skella nokkrum af þeim hér inn. Tók yfir 400 myndir.. heheh... Er ekki alveg að nenna að setja þær allar en þið fáið allavega nokkrar útvaldar. Er að vinna í því knús og klemm Kv Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 9 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195301 Samtals gestir: 31308 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:03:43 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is