18.02.2007 10:14Sunnudagur til sælu :)Þá er komin sunnudagur og á morgun komum við aftur á klakann . Heilsufarið á liðinu er svona upp og ofan .. Írena mín er ennþá hóstandi. Þetta hlýtur að fara að ganga yfir.... Vonandi. Greyið litla stendur alveg á öndinni þegar hún byrjar. Held svei mér þá að þetta sé einn svæsnasti hósti sem ég hef heyrt og séð. Í dag verður haldið upp á afmæli tvíburana hans Daða bró. Von er á gestum og boðið verður upp á fullt af glæsilegum veitingum. Ekki slæmt að vera viðstödd .. hehehe... Elska kökur og heita rétti *slurp* . Á þriðjudaginn er svo rannsóknin *stress*.... Úfff ég ætla pottþétt að gera eitthvað skemmtilegt annað kvöld sem að dreyfir huganum. Fer reyndar líka í stóru lyfjagjöfina þennan dag þannig að það verður nóg að gera. Rannsóknin felur í sér lugnamynd og MRI. Ég þarf að fasta frá miðnætti og drekka eitthvað efni um morguninn. Fer svo í þetta MRI tæki... sem er tæki sem ég hræðist lang mest af öllu tækjunum sem ég þarf að fara reglulega í ...hehhehe... Það er svo scary. Maður þarf að liggja allur inn í þvílíkt mjóu tæki sem gefur frá sér þvílík læti og maður er ólaður niður. Þannig þarf maður að liggja aðeins með tásurnar út... allt upp í eina klst *HROLLUR*.... Fer eftir því hversu vel gengur... Ég sem er haldin innilokunarkennd dauðans á ekkert voðalega auðvelt með að liggja svona óluð niður í svona litlu rými .. En maður verður víst að láta sig hafa það svo maður getur fengið að vita stöðu mála. Held svo að fjölskyldufundurinn sé á miðvikudag. Þá geta mínir nánustu mætt með mér og þá fer Halla yfir málin. *Ennþámeirastress* Tjá tjá Kv Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 381 Gestir í dag: 103 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147723 Samtals gestir: 24709 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:53:42 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is