16.02.2007 17:29

Ástand á heimilinu

Jahá það er sko búið að vera ástand á heimilinu síðasta sólarhriginn. Írena var svo lasin í gærkvöldi ... Hóstaði og hóstaði og endaði með að æla yfir rúmið okkar  . Hún hóstaði svo mikið í nótt að ég þurfti að sitja með hana sofandi í fanginu og ég sjálf sofnaði því ekki fyrr en um 6 í morgun. Ég er með herbergi í kjallaranum og kunni ekki við að vekja liðið uppi. Mamma var reyndar ekkert voða kát með mig að ég skyldi ekki hafa vakið hana og beðið hana um að hjálpa mér.. hehehehe... Ég er svo stolt kona. Þannig að mamma rak mig til að leggja mig í dag þannig að það var allt í lagi og svefninn því endurheimtur .

Mamma er komin með hita, Brynjar er líka lasinn og Sara og Daði hósta og hósta líka ... Óhætt að segja að það sé ástand á heimilinu .

Ég lét sprauta mig fyrir inflúensunni.. Hef því sloppið hingað til og vonandi geri ég það áfram 7,9,13 ..... Ekki gott ef ég fer að veikjast því mitt ónæmiskerfi er mun veikara.

Daði var að skreppa í Halmstad að ná í smá Thai mat ... *slef* get ekki beðið og svo er stefnan á að sukka yfir ritz kexi og ostum seinna í kvöld og það er aldrei að vita nema maður fái sér smá slef á rauðvíni með .. heheh... og ég sem drekk nánast aldrei . Halla doksi var búin að gefa mér grænt ljós á smá rauðvín.

Hälsningar från Sverige

 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 169791
Samtals gestir: 27873
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 23:02:14

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar