Hæhæ allir .
Þá erum við Svíþjóðarfararnir komnir á leiðarenda . Þetta var ansi langt ferðalag... Flugið tók um 3 tíma og svo lestin rúma 2 tíma. Þetta var allt saman þvílík upplifun fyrir börnin enda fyrsta utanlandsferðin og líka fyrsta flugferðin. Þau stóðu sig ekkert smá vel.. Er eiginlega hissa á því hversu góð þau voru. Lillan mín yngsta fékk reyndar hita í gærkvöldi .. Er víst komin með í eyrun.... en mömmuhjartað gat ekki skilið litla greyið eftir á Íslandi þannig að hún fékk bara stíla og fékk að fara með í för .
Heilsan mín er bara góð. Er pínu lúin eftir allt þetta ferðalag en ekkert annað ... Þannig að ég er bara mjög sátt.
Loksins komumst við til Daða bróðir og fjölskyldu og mig langar að þakka ykkur öllum fyrir stuðningin ykkar. Ég verð ykkur ævinlega þakklát .
Kveðja frá Ástu og Co í Sverige