10.02.2007 17:58Laugardags bloggHowdy Er ennþá með þreytu veikina... Held ég hafi bara ekki verið eins úthaldslaus leeeengi. Vil samt trúa því að allt sé í orden .. Allavega eru lifrartölurnar að lækka sem er rosalega gott ...og ég vil trúa því að allt sé í lagi á öðrum stöðum. Er reyndar pínu kvefuð og lungun eitthvað að hrella mig í öndun þegar ég er úti .. er reyndar með Asthma þannig að ég held að þetta vinni allt saman.... Eins gott að lungun mín séu hrein .. úfff vil eiginlega ekki hugsa til þess að eitthvað gæti farið að krauma í þeim. Neibb Ásta Lovísa það skal bara ekki gerast !! Ég finn hvað kvíðinn í mér magnast eftir því sem nær dregur stóra deginum. Jamm stóri dagurinn 20. febrúar og niðurstöður strax daginn eftir. Ég hef alltaf fengið slæmar fréttir þegar fjölskyldufundur er haldinn þannig að maður er orðin þvílíkt paranoja. Lifrartölurnar mínar eru samt að lækka .. en þær náttúrulega segja bara til um stöðu lifrarinnar en ekkert annað. Ég SKAL fá góðar fréttir á þessum fjölskyldufundi til tilbreytingar. Það væri nú ekki leiðinlegt Það sem heldur mér samt við efnið er Svíþjóðarferðin til minn elskulega bróðir. Erum að fara í hana núna í vikunni þannig að það ætti að halda mér við efnið og dreifa huganum mínum eitthvað frá stóra deginum.. Íhaaa. Vildi bara láta ykkur vita upp á bloggið að gera. Veit ekki hversu mikið ég kemst í tölvu þar þannig að ég veit ekki hversu mikið ég get bloggað eða hvort ég get bloggað yfir höfuð. Það verður bara að koma í ljós. Vinkona mín verður hér heima að passa hundinn og heimilið þannig að það er aldrei að vita nema ég fái hana bara til að skella inn frétttir af okkur Tjá tjá KV Ásta Lovísa
Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 47 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 341 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 195680 Samtals gestir: 31337 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 06:00:11 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is