09.02.2007 12:01

Hæ hó

Þá loksins drattast ég til að blogga .

Lyfjavikan gekk bara ágætlega fyrir sig.... Varð pínu lasin af lyfjunum þarna á mánudags og þriðjudagskvöldið. Er líka búin að vera frekar þreytt og þurfa að sofa frekar mikið en það er örugglega bara eðlilegt þegar maður er svona ný komin að utan og frá landi með svona mikinn tíma mismun.

Ég er ennþá í skýjunum yfir tölunum mínum. Ekki slæmt að lækka um 10 í hverri lyfjaviku sem maður kemur. Vonandi halda þær áfram að lækka.

Myndirnar verða svo teknar 20. febrúar og þá verður fjölskyldufundurinn 21.febrúar. Þá fæ ég að vita nákvæmlega hvernig allt er hjá mér. Mér finnst þessir fundir alltaf pínu erfiðir. Líður stundum eins og ég sé með lífið í lúkunum... Kannski ekki skrítið þar sem það er jú verið að ræða líf mitt og áframhaldandi horfur. Úfff mér finnst samt alltaf erfiðast að biða. Vil alltaf ljúka öllu svona strax af .. hehehe... en það er betra að leyfa x6 skiptinu af Avastininu að virka fyrst.

Er ennþá pínu þreytt og lúin þannig að þetta blogg mitt verður líka frekar stutt í dag .

Tjá tjá

Kv Ásta

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 400
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 195301
Samtals gestir: 31308
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:03:43

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar