05.02.2007 23:01

Lyfjameðferðin

Þá er dagurinn í dag að verða búinn. Ég mætti eldsnemma í morgunn .. Byrjaði reyndar á því að fara með bílinn minn í viðgerð. Lóa vinkona mín var svo sæt í sér að keyra mig með gripinn á verkstæði og þaðan á spítalann. Lenti í rosa bið. Fékk ekki lyfin fyrr en eftir hádegi ... eitthvað mikið að gera hjá apótekinu eða eitthvað komið upp á.... Þannig að ég var ekkert smá lengi í dag og var orðin frekar lúin þegar ég komst loks heim. Rosa gott að hafa Þórdísi hjá mér ... Ekki samt meint þannig að ég óski einhverjum veikindi... Heldur var það félagsskapurinn sem ég er að tala um.. Við sátum reyndar að drepast úr hungri snúllurnar .. heheheh.. Báðar komnar með upp í kok af samlokunum þarna . Er reyndar ekki búin að vera með neina lyst í dag. Er búin að vera rosalega óglatt ...þannig að þær þurftu að gefa mér auka ógleðislyf. Frekar skrýtið því ég fékk auka stera skammtinn og auka ógleðislyfin eins og ég fékk fyrir New York ferðina. Svona er þetta bara .. maður getur aldrei vitað fyrir fram hvernig maður verður hverju sinni. Stella mín kom til mín í kvöld og hjálpaði mér að setja í vél og pantaði pizzu handa okkur. Gott að fá hjálpina þegar maður er svona slappur. Gat reyndar sama og ekkert borðað .. Borða bara tvöfalt á morgunn .

Ég hitti Höllu doksa í morgunn. Hún þarf að fara á fund um kl 15 á morgunn þannig að hún var ekki viss um að niðurstöðurnar úr krabbameinsvísunum verði komin fyrir þann tíma. Kemur í ljós... annars er það bara á miðvikudaginn. Við töluðum um rannsóknirnar .. Hún vildi helst bíða með að senda mig í þær þar til ég kæmi heim frá Svíþjóð með börnin. Ég sagði við hana að mér fyndist biðin svo erfið og að ég vildi fara í rannsókninar áður og fá fjölskyldufund líka þannig að hún ætlaði að láta það eftir mér. Þannig að hún hringdi niður í röntgen og reyndi að fá tíma áður en því miður var ekkert laust .  Ég verð því bara að sætta mig við það að þurfa að bíða.. Ég bara hata að bíða !!! Svo vont að vita ekki hvort ég sé að versna, stend í stað eða að lagast. Ég hef í raun meiri áhyggjur af því að krabbinn sé að dreifa sér. Mér finnst meira skipta máli hvort hann sé farinn að dreyfa sér heldur en hvort meinvörpin hafi minnkað, staðið í stað eða stækkað. Æji ég veit ekki er með rosa hnút í maganum ... Verð alltaf svona þegar styttist í svona mikilvægar niðurstöður. Verð bara að reyna að sleppa tökunum á þessu á meðan ég þarf að bíða. Þannig að þegar ég kem tilbaka þá er það stór lyfjameðferð. Mæti á fyrsta deginum sem er alltaf lengstur og tek lyfin með mér í lugnamyndatöku og í skanna sem að sýnir öll lífærrin í kviðarholinu. Þetta er mjög nákvæmur skanni sem segir til um fjölda meinvarpa, stærð, staðsetningu og lögun. Úfff púff !!!

Ég fékk Írenu mina á laugardeginum. Snúllan mín var orðin nógu hress til að koma til mömmu sinnar. Helgin tók á ... en ég kann samt svo að meta þennan tíma með þeim. Litla snúllan mín labbaði til mín þegar verið var að sækja hana, knúsaði mig og sagði: " Mamma ég elska þig" *Grát* Fyrsta sinn sem hún segir svona að fyrrabragði og vá ég bara táraðist. Litla snúllan hefur fundið á sér að mömmu vantaði knús og falleg orð.... Litla mömmu hjarta pínu viðkvæmt.. Æji  þessi börn eru yyyndisleg... Geta verið erfið en ég veit eiginlega ekki hvar ég væri án þeirra.

Ég hef stundum spáð í því hvort væri verra að deyja frá ungum börnum sínum eða deyja án þess að fá að upplifa hamingjuna við að eignast barn/börn. Svei mér þá ég veit eiginlega ekki hvort er verra eða hvort hægt sé að segja að annað hvort af þessu sé verra. Hvað finnst ykkur ??

Þetta er eitt af mörgum heilabrotum mínum. Ég spái svo mikið í öllum svona hlutum. Kannski ekki skrítið þegar maður er alltaf með dauðann í eftirdragi. Ég er samt ennþá staðráðin í að reyna að tækla hann. Vonandi tekst mér það. Ég var reyndar að heyra í dag af nýju lyfi í Bandaríkjunum sem verið var að uppgötva sem er að virka vel á nokkrar tegundir krabbameina .. Þar að meðal ristilkrabba. Það er akkúrat svona fréttir sem að halda mér á lífi. Ég skal þrauka nógu lengi þar til þeir hafa fundið eitthvað sem læknar mig eða lengir líf mitt í langan tíma. Ég er ekki til í að deyja og svo kannski finna þeir lyf ári seinna sem hefði getað læknað mig... hehhee... Það má ekki . Ég sendi Höllu linkinn og spurði hvort þetta væri möguleiki að ég gæti fengið að prufa það. Er ekki búin að fá svar við því en vonandi fæ ég það á morgunn. Allavega vona ég eftir svari um að hún allavega skoði þetta. Annars er ég alveg ákveðin í því að fara til Bandaríkjana á þekktasta krabbameinssjúkrahús í heimi og fá annað álit. Ég treysti Höllu 100% .. Hún er alveg frábær það er ekki málið en þetta er mitt líf og ég er ekki tilbúin að taka neina sjénsa. Mér finnst Ísland frekar eftir á í svo mörgu sem viðkemur krabbameinslækningum. .... Halló við búum á klaka í rassgati og erum ekkert smá einangruð. Við erum t.d undir 10 manns á þessu Avastin lyfi. Vitiði afhverju ??? Af  því það er svo dýrt ... Kommon eru mannslíf ekki meira virði en það ?? Maður þarf að fá undanþágu og margir sem að fá synjun og mér finnst það mikil synd. Heyrði í dag enn aðra sögu um mann sem Avastinið var að gera þvílíka hluti fyrir þannig að þetta lyf virðist vera að gera góða hluti .. Afhverju þá ekki að nota það meira ???

Æji vá ... Sorry er pínu sorgmædd út í því hvernig heilbrigðiskerfið okkar virkar. Ætla að stoppa núna .. heheh.

Knús á ykkur öll.

Kv Ásta Lovísa

 

Flettingar í dag: 829
Gestir í dag: 214
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110613
Samtals gestir: 21011
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 13:46:36

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar