25.01.2007 12:15Lyfja infoHæhæ . Er búin með lyfjameðferðina þessa vikuna og fröken dæla var tekin í gær. Lenti reyndar í því að fá rosa bakverk upp á spítala og ég tók þar sterka verkjatöflu og mér var skipað að leggjast upp í rúm. Náði að sofna og þegar ég vaknaði aftur þá var ég alveg eldhress. Var búin að vera mikið á flakkinu fyrr um daginn þannig að ég held að kroppurinn hafi bara vera orðinn pínu þreyttur.. Allavega þá er ekkert sem bendir til þess að sjúkdómurinn sé að versna.. Blóðprufan fyrir 2 vikum var rosa góð og ég fékk þá góðar fréttir... þannig að maður verður bara að trúa því að þetta hafi bara verið eitthvað tilfallandi . Ég hitti Kára og Lóu í gær á fundi í Ljósinu. Það var ekkert smá gaman að fá að sjá andlitin á bakvið þá sem maður hefur verið að spjalla við á msn, mailum og ég hef mikið fylgst með bloggsíðunum þeirra. Ég tek að ofan fyrir þessum tveimur einstaklingum og VÁ hvað ég var stolt af þeim hvernig þau eru að vinna í sínum veikindum. Ég veit að þið lesið reglulega bloggið mitt ... Haldið áfram að vera svona sterk og ég hlakka til að sjá ykkur aftur fljótlega . Heilsan mín er fín. Var á stærri stera skammti þessa vikuna og auka ógleðislyfjum þannig að ég náði ekki að verða neitt veik að ráði nema smá þarna á mánudagskvöldinu. Hafði það samt bara kósý heima þrátt fyrir smá slappleika það kvöldið .. þannig að ég er mjög sátt við þessa viku. Næst fer ég á síðasta Avastin skammtinn og svo fer ég í alsherjar rannsóknir. Fer svo líklegast aftur á Avastin kúr í x6 skipti og svo verður aftur athugað stöðuna. Læt þetta duga af mér í bili !! Kv Ásta Lovísa Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 301 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 159 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 147643 Samtals gestir: 24677 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:32:01 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is