23.01.2007 18:30Lyfjameðferð .. Dagur tvöHæhæ snúlls Í dag var dagur tvö í þessari lyfja viku... Ég svaf illa í nótt út af sterunum og líka út af því ég gat ekki beðið eftir að hitta Höllu læknirinn minn til að fá að vita hvort krabbameinsvísarnir hefðu lækkað meira. Kemur ekki gellan inn á deildina og tilkynnir mér það að hún hefði óvart gleymt að merkja við CEA á blóðprufubeiðninni minni þannig að ég gat því ekki fengið að vita neinar tölur þessa vikuna ... fúlt ... heheheh en svona er þetta bara og þá verður kannski bara mun meiri lækkun þegar ég kem næst og líka er það síðasta skiptið sem ég fæ Avastinið fyrir næstu stóru rannsókn og myndatöku ... Ég var svo skræk í röddinni í gær af sterunum að það var ekkert smá fyndið og vaknaði þvílíkt hás í morgunn því ég ofreyndi röddina í gær... HA HA HA HA.... Allir bara hvað kom fyrir röddina þína?? ... Hehehe... og svo var ég eitthvað að reyna að syngja og fattaði það náttúrulega ekki að lágu tónarnir mínir voru háir því að röddin mín var þannig og þegar ég ætlaði að fara hærra þá bara gat ég það ekki því að ég hafði enga fleiri háa tóna eftir ... God þannig að ég sleppti því þá bara að syngja Ég er nokkuð brött í dag. Varð pínu veik í gær en vonandi verður þessi dagur betri. Kvöldið er eftir og er ég að fara að hitta hana Páli mína sponsorinn minn á kaffihúsi núna á eftir. Ætla að leyfa ykkur að geta á hvaða stað ??? .. Heheheh ... Vá hvað maður er vanafastur Á morgunn losna ég við fröken dælu viðhaldið mitt. Alltaf gott að losna við hana því það er ekkert voða spennó að hafa hana hangandi á maganum og líka þegar maður sefur ... En samt má maður ekki gleyma að þetta eru lyfin sem að jú halda lífi í manni þannig að maður verður víst að reyna að hugsa til fröken dælu með kærleika en ekki pirring... Á það nú samt til að gleyma því En allavega þá er ég á pínu hraðferð núna og ætla því að láta þetta duga núna í bili. Knús á línuna........ Kv Ásta
Skrifað af Ástu Lovísu Flettingar í dag: 9 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 32 Samtals flettingar: 195301 Samtals gestir: 31308 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:03:43 |
Eldra efni
Um mig Nafn: Ásta Lovísa VilhjálmsdóttirTölvupóstfang: astalovisav@hotmail.comAfmælisdagur: 9. ágúst 1976Önnur vefsíða: http://www.barnaland.is/barn/12357Um: ~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is