22.01.2007 19:56

Mánudags blogg :)

Jæja þá er koktaildagurinn búinn . Bað um extra stera og ógleðis skammt en ég er samt pínu lasin núna. Er búin að vera óglatt og með velgju eftir daginn ... en hey það sem drepur mann ekki styrkir mann .

Eftir lyfjameðferðina fór ég á Vegamót að borða (kemur það ekki á óvart???) með Þórdísi Tinni minni og Önnu Þóru. Ég og Þórdís vorum frekar fyndnar þarna báðar hálf lasnar út af lyfjunum að bryðja ógleðis töflurnar okkar ... hehehehhe. Frekar fyndið ... en það er bara svo nauðsynlegt að komast aðeins út á meðal fólks í annað andrúmsloft og reynta að gleyma veikindunum um stund.

Átti rosalega gott spjall  fyrir nokkrum dögum við ungan mann sem hefur verið að berjast við krabbamein. Eftir sit ég með margar vangaveltur .... því þessi ungi maður var svo þroskaður miðað við aldur og fékk mig til að sjá krabbameinið og hvernig hægt væri að tækla það á nýjan hátt. Hann sagði við mig hehhe .. mér finnst þetta flottast: " Ekki öfunda ég krabbameinið að þurfa að fást við þig ". Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að það væri ég en ekki krabbameinið sem að væri ekki í öfundsverðri stöðu. Einnig var hann að tala um mátt hugans til að lækna með lyfjunum. Hann sagði við mig ef þú hugsar um sítrónu hvað gerist ?? Ég segi jú ég finn súrt bragð í munninn. Þá fékk ég það svar ætti þá ekki líka að vera hægt að vinna með hugann á læknandi hátt ?? Eftir þetta var mér hugsað til allra kvennanna í heiminum sem að halda að þær séu óléttar, fá einkenni og alles og eru svo ekkert óléttar. Þarna spilar hugurinn lykilatriði ... Ætli það sé þá ekki hægt að nota hann í lækningaskyni ???? Ég er farin að hallast að því og ætla mér að prufa það. Held að máttur hugans sé miklu meiri en við mörg höldum. Kæri X ég veit að þú lest bloggið mitt og ég vil þakka þér fyrir þetta. Gerðu eitt fyrir mig ... ekki hætta að blogga ef sú ákvörðun var tekin út af leiðinda kommenti sem ég frétti að þú fékkst. Er ekki viss um hvort þú fékkst þau því ég sá þau ekki sjálf en frétti af því. Ég hef fengið þau nokkur og það er eins og viðkomandi hafi þrætt hetju linkinn minn og sent nokkrum annað eins.... en sem betur fer ekki í sama magni og mitt blogg hefur fengið. Svona komment eins og þessi sýna í raun hversu mikið manneskjan á erfitt ... fyrst hún getur látið svona frá sér til veikra einstaklinga sem eru að berjast fyrir sínu lífi. Ég læt svona fram hjá mér fara og eyði því út jafn óðum. Gerðu það líka hetja ... því þú ert ekkert nema hetja í mínum augum. En ef ákvörðunin er tekin vegna skýringana sem þú gefur þá virði ég það og mun ekki reyna að tala þig til neitt frekar .

SORRY munræpuna í dag. Er á háskammta sterakúr núna og með skræka rödd og með eindæmum ofvirk. Greyið Diddi minn ætlar að koma í kvöld og vera hjá mér. Mig grunar að sumir fari þreyttir heim aftur ... hehehhe... en hey hvað leggur maður ekki á sig fyrir þá sem manni þykir vænt um .

Knús og klemm

Kv Ásta

 

Flettingar í dag: 829
Gestir í dag: 214
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 110613
Samtals gestir: 21011
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 13:46:36

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Afmælisdagur:

9. ágúst 1976

Um:

~ Söfnun ~ 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Tenglar